Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 2
254 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ins, hvernig hann eigi að haga sér meðal ókunnugra, en að verulegu leyti er það hugleiðingar um gildi lífsins og tilgang þess. Heilræðin koma ekki fram sem skipun til ann- ars manns eins og í Loddfáfnismál- um: „þú skalt“ eða: „þú skalt ekki,“ heldur: „maður skyli“ eða: „maður skyli ekki.“ Síðar verður efni kvæð- isins rakið nánar. Annað kvæðið, Meyjaþáttur, er 19 vísur. í þessum þætti kemur Óðinn fyrst til sögunnar, þar sem hann segir frá hinu misheppnaða ástarævintýri sínu við Billingsmey og hve háðulega hún lék hann. Þátturinn hefst á almennum hug- leiðingum um ástamál, þörf viðbót við Gestaþátt, þar sem hvergi er vikið að sambandi karls og konu. í kvæðinu er dregið fram dæmi þess, hve konur geta verið fláráðar í ástamálum. Þriðja kvæðið, Gimnlaðarþáttur, er 8 vísur. Hann er mjög hliðstæð- ur Meyjaþætti að gerð, hefst á al- mennum heilræðum, en síðan tek- ur Óðinn til að segja frá öðru ástar- ævintýri sínu, hvernig hann dró hina góðu konu, Gunnlöðu, á tálar og naut aðstoðar hennar við að ná Suttungsmiði. Hælist Óðinn hér yfir því að hafa svarið rangan eið, svikið Suttung og grætt Gunnlöðu. Er hér komið fram með dæmi þess, hve karlar geta verið samvizku- lausir í ástamálum. Fjórða kvæðið, Loddfáfnismáþ er 27 vísur. Þau eru heilræði til Loddfáfnis, manns, sem enginn veit frekari deili á. Andinn í því er yfir- leitt mildari en í kvæðunum á und- an, en um bein kristin áhrif er þó tæpast að ræða. Fimmta kvæðið, Rúnatal, er 8 vísur. Hér greinir Óðinn frá því, er hann hékk níu nætur á tré, geiri undaður, færður sjálfum sér að fórn. Loks er sjötta kvæðið, Ljóðatal, 18 vísur. Efni þess er upptalning átján töfraljóða og áhrifa þeirra. Þessi ýmsu kvæði Hávamála, sem hér hefur stuttlega verið gerð grein fyrir, eru sennilega flest ort á fyrra hluta 10. aldar, og aldursmunur einstakra kvæða sýnist vart mikill. Enginn veit með vissu, hvar kvæði þessi eru ort. Líkur benda til, að sum þeirra séu fremur ort í Noregi en á íslandi. Sumar mynd- ir, sem skáldið bregður upp og virðast mjög samgrónar reynslu þess, finnast ekki á íslandi, en benda til Noregs. Og víst er, að Eyvindur skáldaspillir hefur þekkt Gestaþátt, því að hann tekur upp tvö vísuorð úr honum í Hákonar- mál, sem hann orti skömmu eftir 960. Vér vitum ekki heldur, hve nær Hávamál voru fyrst skráð, en sjálf- sagt hafa þau verið lengi í munn- legri geymd. Af þeim sökum má líklegt telja, að upphafleg röð vísn- anna hafi sums staðar raskazt, sumt týnzt, afbakazt og verið haft á ýmsan veg. Skáld hafa fyllt í eyð- urnar, þegar vísuorð eða hálf vísa voru týnd, jafnvel ort nýjar vísur. En þrátt fyrir nokkur innskot, af- bakanir og úrfellingar, hygg ég, að draga megi þá ályktun af innri gerð og samhengi fyrsta kvæðis Háva- mála, að það sé hreint að stofni til. Hávamál hafa lifað á vörum ís- lenzkra manna, þar til þau voru loks skrásett á íslandi. íslendingur hefur steypt þessum kvæðum og kvæðabrotum saman og reynt að mynda úr þeim heild, lagt þau öll guði vizkunnar, Óðni, Háva, í munn, þótt mér sýnist raunar að draga megi í efa, að Gestaþáttur og Loddfáfnismál séu upphaflega ort fyrir munn Óðins, heldur tali þar einuiigis norrænnfrjálshyggjumað- ur. Prófessor Sigurður Nordal hef- ur bent á í hinu djúphugsaða riti sínu um íslenzka menningu, að Hávamál, og þá einkum Gestaþátt- ur, endurspegli ekki fyrst og fremst hugsunarhátt hins ættrækna, átt- hagabundna bónda, sem sér ekki út fyrir sína þröngu sveit, heldur miklu fremur hugsunarhátt manns, sem hleypt hefur heimadraganum, hins norræna heimsborgara sinnar tíðar, víkingsins, sem treystir á mátt og megin, ferðalangsins, sem losað hefur nokkuð um hin römmu tengsl við átthaga sína og stað- bundna menningu og öðlast af við- kynningu sinni við marga ólíka menn víðsýnna lífsviðhorf. Þar sem efnið, sem grein þess- ari er ætlað að fjalla um, er næsta viðamikið, legg ég fyrsta kvæði Hávamála, Gestaþátt, til grund- vallar hugleiðingum mínum, og þó sumpart Loddfáfnismál, en einung- is að því leyti sem þau fjalla um sama efni og Gestaþáttur. Gesta- þáttur og Loddfáfnismál eru al- menn spakmæla- og heilræða- kvæði, og til fyrsta kvæðis Háva- mála verður mönnum fyrst og fremst hugsað, þegar Hávamál ber á góma. II F'YRSTA kvæði Hávamála er sett í skáldlega umgerð: Bláókunn- an mann ber að dyrum. Hvorki gesturinn né gestgjafinn vita deili hvor á öðrum. Hvorugum þeirra er gefið nafn. Ekki er ljóst, hver talar, e. t. v. hvorki gesturinn né gest- gjafinn, heldur einhver þriðji mað- ur, sem leggur þeim lífsreglurnar. Flestum finnst þó eðlilegast að hugsa sér að gesturinn tali. Hann segir fyrst fyrir um, hvernig gestur og gestgjafi eigi að haga sér hvor gagnvart öðrum, en aðaláherzlan er lögð á gestinn. Síðan víkkar sviðið, rætt er um heimilið, um vináttuna og ýmis gæði lífsins og gildi þess. Að guðunum er hvergi vikið né að sambandi mannsins við þá. Hvorki er minnzt á kóng né þræl. Kvæðið fjallar eingöngu um samskipti og samlíf frjálsra, jafn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.