Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ” 257 lögun, sem færist á æ æðri svið og verður æ nákvæmari og fíngerðari eftir því sem hún er háþróaðri, er skynsemisstarfið fólgið. En af öll- um þáftum umhverfisins er hið mannlega umhverfi mikilvægast, og aðlögun að því leggur mannin- um á herðar stærstan vanda og hef- ur í för með sér mestan þroska. Þessa félagslegu aðlögun og menn- ingartileinkun kallar Piaget social- isation. (Sjá J. Piaget: La psycho- logie de l’intelligence, Paris 1949, og La naissance de l’intelligence chez l’enfant, París 1935). III ÚG hef nú rakið að nokkru hug- ^ takið mannvit í Hávamálum og skírskotað í því sambandi til nokk- urra kenninga nútíma sálfræðinga um gerð og starfsháttu skynsem- innar. Þessu næst vil ég leitast við að draga fram helztu atriðin, sem varða mannshugsjón þá úg lífsskoð- un, sem birtist í Hávamálum. Rúmsins vegna verð ég því miður að stikla á stóru og sleppa mörgu. Hver eru helztu kennimerki manns, sem lætur stjórnast af mannviti? 1. Hann er gætinn, varfærinn, einkum í ókunnum aðstæðum. Fjöl- mörg heilræði, sem brýna varúð fyrir mönnum, er að finna í Háva- málum. En varúðin má ekki fara út í öfgar. „Varan bið ek þik vera — ok éigi of varan“ (131. V.) Mannlegt líf yrði vesalt, ef maðurinn væri ávallt á verði, treysti engu og eng- um, þá ætti hann sér hvergi frið- land. Þetta skilur hinn vitri maður, hann metur menn og aðstæður, sumu má tréysta, öðru ekki. 2. Vitur maður er hóflátur og háttvís. Hann lætur ekki mikið yfir sér, gerir ekki gys að öðrum, sízt ókunnugum. Snotur er oft haft í Hávamálum um þann, sem mikið mannvit hefur. Snorri Sturluson hefur skýrt þetta hugtak. Hann segir svo um ásynjuna Snotru: ---------„hon er vitr ok látprúð. Af hennar heiti er kallat snotr kona eða karlmaðr, sá er hóflátur er.“ Snotur merkir því vitran, látprúð- an og hóflátan mann. í Hávamálum liggur aðaláherzlan á merkingar- þættinum vitur. í nútíma máli merkir snotur eitt blæbrigði hins fagra, og er sú merking skyld merkingunni látprúður. Hávamál vara eindregið við ofáti og of- drykkju, við öl skal maðurinn hafa ríka gát á orðum sínum. Meðalhóf- ið er hvarvetna bezt. Jafnvel mann- vitið er bezt að hafa í hófi. Maður skyldi vera meðalsnotur, en aldrei „til snotr“. Það myndi aðeins auka óhamingju manna, ef þeir vissu fyrir örlög sín, og svipta þá lífs- gleði: 55. v. Því at snotrs manns hjarta verðr sjaldan glatt, ef sá er alsnotr, sem á. 56. v. Örlög sín viti engi fyrir, þeim er sorgalausastr sefi. Svo mjög sem höfundur Háva- mála dáir mannvitið, kýs hann það í hófi eins og annað, því að annars bæri það aðra þætti sálarlífsins of- urliði og raskaði jafnvægi þess. Því ber ekki að neita, að þarna gægist fram nokkur bölsýni, a. m. k. brýna Hávamál það hér fyrir mönnum, að gildi skynsemi og skilnings fyrir mannlegt líf á sér sín takmörk. Það er raunar miklu eldri speki en Hávamál, að mikil þekking auki ekki hamingju manna, heldur hið gagnstæða, smbr. hin frægu orð Prédikarans: „Mikilli speki er sam- fara mikil gremja, og sá, sem eykur þekkingu sína, eykur kvöl sína“ (Préd. 1,18). 3. Vitur maður er fróðleiksfús og finnur ávallt þörf á því að auka þekkingu sína. Beiting vitsmun- anna við þau efni, sem þeim eru samboðin, eru manninum óþrotleg unaðarlind. Hann athugar og íhug- ar, fræðist af öðrum og spyr þá og hefur yndi af því að miðla öðrum af þekkingu sinni. Mannvitið vex og þroskast á þessum gagnkvæmu samskiptum: 63. v. Fregna ok segja skal fróðra hverr, sá er vill heitinn horskr. 4. Vitur maður er vinsæll. Hann er vinavandur og vinfastur. Vin- áttan heimtar hreinskilni og endur- gjald, hún nærist á tíðum sam- skiptum vinanna, annars á hún á hættu að visna og firnast. 5. Vitur maður er góðgjarn og hreinlyndur. Hann ræðir oft um góða menn og það sem gott er: „Oft skal góðs geta“ (103. v.) Hann læt- ur gengi og óhamingju annarra sig varða: 127. v. Hvars þú böl kannt, kveð þú þér bölvi at ok gef-at þínum fjándum frið. 128. v. lllu feginn ver þú aldegi, en lát þér at góðu getit. Hann tekur ákveðna afstöðu til góðs og ills og ber það vitni and- legu hugrekki hans. Hann er hrein- lyndur við vini sína og í vissum skilningi einnig við óvini sína, geld- ur líku líkt. ★ Hvernig lifum vér lífinu bezt? í hverju er hið góða, ákjósanlega líf fólgið og hvaða eiginleikum þarf maðurinn að vera gæddur og rækta með sér til þess að geta hfað því? 15. v. Þagalt ok hugalt skyli þjóðans barn ok vígdjarft vera; glaðr ok reifr skyli gumna hverr unz sinn bíðr bana. Höfðinginn á að vera þagmælsk- ur, athugull og íhugull, vígdjarfur,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.