Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 við um hálfs mánaðar skeið á Fjalla- baksvegi og hafa tjaldbúðir sínar hjá Löðmundi. FÉLAGSLÍF Landsmót UMFÍ fór fram að Eiðum í byrjun mánaðarins. Var þar keppt í mörgum íþróttum og voru keppend- ur á þriðja hundrað af öllu landinu. Skógræktarfélag ísiands hélt aðal- fund sinn á Akureyri 5.—6. júlí. Voru þar 49 fulltrúar frá 17 skógræktar- félögum viðs vegar um land og margt gesta. Valtýr Stefánsson ritstjóri var endurkosinn formaður félagsins. Lúðrasveit Reykjavíkur hélt hátíð- legt 30 ára afmæli sitt 7. júlí. Áttunda þing SÍBS var sett að Kristnesi 11. júlí. Sóttu það 72 fulltrú- ar og auk þess fulltrúar frá landsam- böndum berklasjúklinga í Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi og Danmörk. Kvenskátafélag Reykjavíkur átti 30 ára afmæli 7. júlí. í því tilefni efndi það til landsmóts hjá Úlfljótsvatni. SLYSFARIR Tíu ára gamall drengur úr Reykja- vík, Eggert Sverrisson Briem, féll af hestbaki norður í Húnavatnssýslu, handleggsbrotnaði og hlaut enn fleiri meiðsl. Bíll valt í Krælklingahlíð. Voru í honum þrír menn og meiddust allir nokkuð en einn þó langmest. Ölvaður bílstjóri ók út af veginum i Ártúnsbrekku fyrir ofan Reykjavík og meiddist einn farþega talsvert. Vörukerra losnaði aftan úr bíl á götu í Reykjavík og rann á 75 ára gamlan mann, Guðmund Ólafsson og fótbraut hann. Litunarpottur bilaði í klæðaverk- smiðjunni Álafossi og spýttist sjóðandi lögurinn á verksmiðjustjórann, Pétur Sigurjónsson og brenndist hann mikið. Tveggja ára drengur frá Dalvík, Ingvar Gestsson, drukknaði í Svarfað- ardalsá. Þorsteinn Baldvinsson, ungur maður sem vann við áburðarverksmiðjuna, féll niður af vinnupalli og hlaut all- mikil meiðsl. Guðmundur Þórðarson skipstjóri á vélbátnum Ásdísi frá Reykjavík lenti með fót í togvindu bátsins úti í rúm- sjó og slasaðist svo mikið að það dró hann til bana nokkrum dögum se.inna. Jeppabíll lenti í árekstri í Reykja- vik og hvolfdi. Tvö börn, sem í honum voru meiddust nokkuð. — Þá varð og fimm ára drengur í Reykjavík fyrir bil úti á götu, hlaut skrámur og heila- hristing. BJÖRGUN Tveir íslenzkir togarar, Faxi og Helgafell, voru seldir úr landi til nið- urrifs. Hollenskur dráttarbátur kom til þess að sækja Helgafell og einnig hálft Libertyskip, sem legið hafði hér síðan á stríðsárunum. Var það fermt brota- járni og átti að fara til Englands. Komst dráttarbáturinn með skipin hér út í flóann, en hrakti svo upp undir Mýrar og var við búið að allt mundi reka í strand hjá Þormóðsskeri. Varð- skipið Þór fór þá á vettvang og bjarg- að allri lestinni og kom með hana til Reykjavíkur. Byrjað var á að reyna að ná upp flakinu af Laxfossi, sem strandaði við Kjalarnes í vetur. Kom i ljós að skip- ið hafði brotnað í tvennt í brimgarð- inum. Um miðjan mánuðinn tókst að ná upp afturhlutanum og var hann dreginn í kafi inn fyrir Viðey á grynn- ingar. Búist var við að líka mundi takast að bjarga framhlutanum. ÍÞRÓTTIR Knattspyrnuflokkur frá Rínarlönd- um kom hingað í júni og keppti nokkr- um sinnum við íslendinga. Seinasti kappleikurinn var í öndverðum júlí við knattspyrnulið Akraness og sigr- uðu Akurnesingar með 5:0. íslandsmeistaramóti í knattspyrnu lauk 18. júlí og var KR sigurvegari. Unglingameistaramót íslands, hið fyrsta, var háð 15.—-17. júlí í Reykja- vík og þóttu utanbæar keppendur bera þar af. Tíu íslenzkir íþróttamenn voru send- ir á Olympíuleikana í Helsinki til að keppa. Fór þar lítið frægðarorð af þeim, því að enginn komst í úrslit nema Torfi Bryngeirsson. Boðhlaups- sveitin var dæmd úr leik vegna ólög- legrar skiftingar. Glímufélagið Ármann sendi flokk glímumanna til Finnlands að sýna ís- lenzka glímu í sambandi við Ólympíu- leikana. Knattspyrnufélagið Víkingur fór til Færeya og keppti þar nokkrum sinn- um. ELDSVOÐAR Eldur kom upp í tvíbýlis steinhúsi að Vindási í Kjós. Brann önnur íbúðin, en hina tókst að verja. — Þá kom upp eldur í húsi í Smálöndum við Reykjavík, en slökkviliðinu tókst að slökkva áður en miklar skemmdir yrði. NÝIR PRESTAR Sex guðfræðingar voru vígðir til prests í þessum mánuði: Ragnar Fjal- ar Lárusson var vígður á Akureyri til Hofsóssprestakalls, en í Reykjavík voru vígðir Björn Jónsson til Kefla- víkur, Eggert Ólafsson til Kvenna- brekku, Fjalar Sigurjónsson að Hrísey, Rögnvaldur Finnbogason að Skútu- stöðum og Sváfnir Sveinbjarnarson að- stoðarprestur að Breiðabólstað í Fljótshlíð. LANDHELGISBROT Um miðjan mánuðinn tók varðskip- ið Ægir enskan togara, „York City“ að veiðum í landhelgi fyrir Vestfjörð- um. Var þetta fyrsta landhelgisbrotið síðan hin nýa landhelgislína var sett. Togarinn þrjóskaðist og varð Ægir a*ð skjóta á hann sjö viðvörunarskotum áður en hann stöðvaðist. Var svo farið með hann hingað, en skipstjórinn, Jones, þrætti í líf og blóð fýrir sjó- rétti. Stóðu réttarhöld í marga daga, en að lokum var hann sekur fund- inn og dæmdur til að greiða 90 þús. kr. sekt, en afli og veiðarfæri gert upptækt. Sektin var svo há vegna þess að Jones hafði verið dæmdur fyr- ir landhelgisbrot í fyrra. Hann áfrýj- aði til Hæstaréttar. VIÐSKIFTAJÖFNUÐUR varð óhagstæður um 217 millj. króna fyrstu sex mánuði ársins. I júní varð hallinn 66,3 millj., en þar af voru rúmar 20 millj. til skipakaupa. í fyrra varð hallinn í júní 88.8 millj. króna. Nýr flugvöllur var opnaður á Egils- stöðum á Völlum. Flugbtautin er 1700 metra löng. Sementsverksmiðjan. Undirbúning- ur var hafinn að byggingu hinnar nýu sementsverksmiðju á Akranesi. Skotkeppni fór fram milii Skotfél. Reykjavíkur og sjóliða brezka eftir- iitsskipinu „Mariner". íslendingar sigruðu með 1450 stigum, en sjóliðarnir fengu 727 stig. Nýtt elliheimili fyrir Árnessýslu, tók til starfa í Hveragerði. Rekstur þess annast Elli- og hjúkrunarheimihð Grund í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.