Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 11
{* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vv <• 399 skyldi í þessu máli. Kaus Svein- björn þá að sigla og fá skorið úr málum sínum ytra, en Hallgrími Scheving fengin rektorsvöld á með- an. í Kaupmannahöfn fóru málin svo, að Sveinbjörn var settur aftur í öll sín réttindi óskert. Byltingar fóru í þennan mund um lönd og álfur, og hefur Pereatið verið skýrt sem bergmál af þeim. Atburðurinn var hörmulegur og átti sér þó nokkurn aðdraganda, er verður eigi rakinn hér, en mönnum í staðinn vísað til ritgerðar Klem- ensar Jónssonar um málið, er síð- ast var prentuð í Minningum úr Menntaskóla (Reykjavík 1946). Er aðalatriðið, að menn kynni sér vel alla málavöxtu, áður en þeir félla nokkra dóma, og sízt skyldu þeir skella skuldinni á Sveinbjörn, þótt enginn muni á hinn bóginn firra hann allri sök á því, hvernig fór. Það eitt er víst, að Pereatið fékk meira á hann en menn yfirleitt hafa haldið og þyngdi honum síð- asta spölinn. Þegar hann dó, 61 árs að aldri, var hann þó, að sögn Jóns Árna- sonar, ekki eldri að sjá en fimm- tugur, — og fáir munu þeir, sem afkastað hafa jafnmiklu og Svein- björn á ekki lengri starfsferli. Richard Beck: JJa nd Flutt á íslendingadeginum að Gimli, Man., 4. ág. 1952 Sólevjan fornaí SumarbjÖrt þú skín, særoknar strendur gyllir morgunbjarmi, Fegri var aldrei fjalla-dásemd þín, firðirnir glitra vafðir hlíWaarim. Börn þín í f jarlægð blessa göfga móöur, brúar nú djúpið þeirra hjartans ótfur. Finnurðu’ ei, ættjörð, anda þér um kinn y linn um sæ með hlý jum vestanblænum? Langförul! hugur lætur vænginn sinn leiðina stytta heim, að gamla bænum. Sveipar hann enn þá æskufagur Ijómi, angar þar sætt af hverju smæsta blómi. Heiðbjarta land! Þinn himinn fagurblár hvelfist í sinni tign í okkar barmi; dunar í blóði öldusollinn sjár, svellur með straumaniff í traustuml armi. Bergmálar tungan brim við ægisanda, blæhvísl í runni, fjallaþeysins anda. Minningaland! Þín mynd í okkar sál mótuð er djúpt að lífsins hinzta kveldi, sonum og dætrum herðir hugans stál, hjartað þeim vermir björtum sigureldi. Arfur þinn, móðir, orkubrunnur dáffa, andanum flug til draumalandsins þráffa. Sagnhelga land! Nú frelsis fagur skín fagnaðardagur þér af aldar djúpi, , vefur um tinda gulliff geislalín, glæstum þig klæðir morgunroða Iijúpí. Rætist þér, ættjörð, þjóðar dýrstu draumar, drukkni þér fjarri tímansöfugstraumar! — i — og jafnvel frenauí —undir elju þeirra og langlundargeði. / " Þegar vér virðum fyrir oss verk Sveinbjarnar Egilssonar, undrumst vér einna mest áræðið, sem þau lýsa. Hann hikar ekki við að ráðast í hvert stórvirkið af öðru, að hefja það verk í dag, sem hann e. t. v. fær ekki lokið fyrr en eftir 10, 20 eða jafnvel 30 ár. Honum nægir ekki að fást við eitthvert lítilræðið, hann verður alltaf að hafa eitthvað stórt í takinu. Og þó er hann hógværðin sjálf og finnst hann vera ónýtur til átakanna og seinn í verki. En hann vissi, að afrek manna eru ekki kom- in undir kröftunum einum, heldur ■v 10 TS.r-' Yrkisefni skyli aldasynir við sitt hæfi velja; því at eigi var ein orka lagin ýtum í ár daga. ' Hóflig byrði at húsi kemst þótt vanknár vegi; en afrendan hal sá ek frá of stórum steini móðan stíga. (Eftir Horatius; þýðing Sveinbjarnar). Og í líkum anda eru eftirfarandi orð úr einni af skólaræðum Svein- bjarnar: Mönnum er títt að dást mest að því, sem hrífur á mann allt í einu, sem birtist fyrir manni strax í öllu líki eða sýnir allan sinn kraft sosém í eipum böggli. Menn dást meir að þeim vatnsstraumi, sem rénnur í stríðum streng, en að því vatni, sem líður hægt áfram, meir að hamraveggnum í Almannagjá en að Hólavelli. En Sveinbjörn veit þó, að ekkert mannanna verk, sem á annað borð er nokkurs virði, verður metið í einu augnakasti, heldur á löngum tíma og honum því lengri, því meira af viti, elju og kærleika, sem í það var lagt í upphafi. Verk Sveinbjarnar eiga enn sama erindi til vor og þau áttu til ís- lendinga fyrir 100 árum. Og sú er trú mín, að vér verðum að sama skapi betri íslendingar sem vér lærum gjörr að meta verk hans og þann boðskap, sem líf hans og starf hljóta jafnan að flytja oss, j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.