Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 397 Handrit Sveinbjurnar að seinustu skólaræðunni. til dægrastyttingar, á hann líklega við fornar sögur, og hann lét sér ekki nægja að lesa þær, heldur skrifaði hann sumar þeirra eftir handritunum. Eru til syrpur með hans hendi frá þessum tíma, og var Ólafs Saga Tryggvasonar t.d. prent- uð eftir afskrift Sveinbjarnar í út- gáfu Fornmannasagna og fyllir þar hvorki meira né minna en 3 fyrstu bindin. Síðar átti hann meiri j^tt í þeirri útgáfu, samdi t. a. m. vísna- skýringar yfir allt verkið og ártala- og atriðaskrá. Komu Fornmanna- sögurnar út á vegum Fornfræða- félagsins á árunum 1825—37, en um latínuútgáfu þeirra hef ég áður rætt. Kem ég þá lcks að orðabókar- staríi Sveinbjarnar. Fáum vér fyrst upplýsingar um það í bréfi hans til Rasks 7. ágúst 1823, þar sem Svein- björn er að skýra frá hinu helzta, er á daga hans hefur drifið eftir heimkomuna frá Kaupmannahöfn. í bréfinu segir hann m. a.: Síðan fór eg hingað heim og nvíldi á mín- um krækiberjum (lárberjum vildi eg segja) eins og ormur á gulli, nokkra stund, þar til mér fór að leiðast að vera einsamall, hafði eg og áður heyrt, að það mundi ekki vera gott. Eg fór þá og gifti mig Helgu Benediktsdóttur ass. Grön- dals, það var í fyrra. — Meðan eg var hér inni einlífinu, hafði eg mér til skemmtunar á sumrin Eddu, sem þér höfðuð látið prenta í Stokkhólmi, og fór eg þá að reyna til að leggja út vísurnar í Snorra- Eddu, og vildi það ekki ganga greitt. Þó eg nú ekki skildi margt, liðkaðist eg þó smám saman, so eg iór að búa mér til dálitla orðbók yfir vísurnar úr Snorra-Eddu og sumum prentuðum sögum. — En Sveinbjörn hefur brátt fund- ið, að hinar prentuðu bækur hrukku skammt og þeim var að auki oft lítt treystandi, svo að sumarið 1824 segir hann í bréfi til eins vinar síns í Kaupmannahöfn (líklega Gunnlaugs Oddssonar): Eg hafði beðið Jón Brynjólfsson sál. áð skrifa upp íyrir mig vísurnar úr Kormákssögu, Björns Hítdæla- kappa og Gísla Súrssonar eftir góð- um Codicibus [skinnbókum], sem Rask lofaði að vísa á og vera hjálp- legur til að lesa úr, ef á lægi. Nú tók guð Jón; eg held hann haíi ekk- ert verið búinn að skrifa; enda þó nokkuð hefði verið, mun eg hafa séð þess síðasta. Ekki viltu troða inn í hans stað, þá á milli væri fyrir þér; eg er að safna til poetisks lexicons, en get ekki haldið út að stríða við bálvitlausar afskriftir og vildi því fá þær svo réttar, sem eg gæti. Ekki veit ég, hvað varð úr þessari málaleitan, en einhverjir hafa ef- laust orðið til að hjálpa honum um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.