Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLADSINS ! 393 Rasmusar Rasks 7. ágúst 1823, en þar segir svo: Einu sinni í vetur komu í mig skáldagrillur, so eg tók til að yrkja og útlagði átjándu bók- ina af Homeri Iliade undir forn- yrðalagi. Eg skal sýna yður það, þegar þér komið hingað, og biðja yður að lagfæra það fyrir mig. Og í bréfi til eins vinar síns í Kaupmannahöfn 27. júlí 1824 segir Sveinbjörn: Nú sendi eg þér endir- inn af 23. Rhapsodíu Odysseiíar- drápu, sem eg hefi verið að mylkja úr mér smátt og smátt. Eg finn, að mig vantar þol til þessa til lengdar, og þá fer að verða dauft og vatnsblandað. Sé eg líka, að sumstaðar kann að vera vel frítt útlagt, en kynni þó að mega bæta. betur sjá augu en auga. Mér dugaði varla annað en að láta liggja hjá mér svo fleiri árum skipti, að eg gleymdi öllu aftur og liti svo á það kaldur til að verða réttlátur. Þess vegna er betra að bera það undir aðra skynuga, smekkgóða menn. — Þess þurfa kannske ekki náttúru- skáldin, en þess þarf eg og önnur eins ónáttúruskáld. Eg voga ekki að láta Rask sjá það og lesa til að lieyra, hvað hann segir, hann er soddan hetja í grísku og gömlu máli ísl. Ef hann stælist í það hjá þér, þá tækirðu eftir, hvað margar hrukkurnar yrðu báðumegin við nefið á honum og hvernin þær væru lagaðar. * ____ ___ __ * > < • W____________' " ' ’— Bíddu við, gefðu ekki um að sýna Rask þetta af Odysseu, eg er góður með að varpa í hann einhverju öðru frá mér til að heyra hans meiningu og máta. Þú heldur kannske eg hugsi upp á nokkuð stórt, sosem að útleggja allan Hómer eða meira! Nei, þar til er eg allt of elju- og gáfulaus. Bágt er að kenna gömlum hesti gang, það, að þess háttar viðburðir hafa sýnt sig so seint hjá mer, sýnir, að það Rasmus Chr. Uask. er eitthvert ónotabrölt. En að vita ýmsra skynugra manna dóm er ekki einber hégómadýrð, heldur brúka eg það til að vega mína eigin krafta bæði á mína reiðslu og ann- arra, síðan dívidera eg resultatinu með 2,3 etc. Fimm dögum síðar en þetta er ritað skrifar Sveinbjörn Rask og sendir honum sýnishorn af þýðingu sinni. Segir Sveinbjörn í bréfinu m. a.: Þessu næst vil eg sýna yður og sanna, hvað eg er vogaðm-. Milli bókanna, sem eg sendi yður, sting eg blaði. Þar á hef eg skrifað út- leggingarómynd af 18du bókinni i Ilias, sem eg bögglaðist við í fyrra. Það er hálfillt í mér við hana, og þessi geðsnefill er kominn af því, að eg' í vetur bað einhvern lærðan mann hér að yíirsjá hana fyrir mig og segja mér tii lýtanna. Á meðan hún lá hjá honum, komu milli okk- ar brösur út af veraldlegum efnum, og þó þetta ekki hefði átt að ná til þeirra andlegu efnanna, þá fékli eg þó blöðin aftuc með öngvum einlægum úrskurði, en sá er kall- aður vinur, er til vamms segir. — Þennan ómaga dirfist eg nú að senda yður til yfirskoðunar í þeirn von, að þér segið mér til allra minna yfirsjóna, bæði hvað mál- leysur snertir og það, sem eg hefi sleppt undan, stytt og aukið með hortittum; líka visa mér á, hvar eg kunni að hafa annaðhvort misskilið sjálfan Hómer eða ekki skilið hann. í febrúar 1825 sendir Sveinbjörn Rask 16. þátt Ilíonskvæðis og er þá orðinn langeygður eítir athuga- semdum hans við fyrri þáttinn, er hann hafði sent honum. Og í maí sama ár hefur Rask ekki ennþá litið á þýðingarnar, svo sem sjá má á bréíi Sveinbjarnar til hans 15. ágúst, en þar segir svo: Ástarþakkir fyrir yðar góða bréf, d. 2. maí þ. á. Þó þér enn þá ekkert hafið sagt mér um bögglinginn minn, þá vænti ég þó eftir því síðar, þá þér komizt iiöndum undir. Eg ætlaði að fara að fella saman þær tvær bækurnar af Ilias, sem eg hafði sent yður, en þá kom Þorgeir, og hann gerði barn í sögunni, svo eg hefi síðan hvorki haft tóm né lyst til neins þess háttar. En aldrei held eg, að þetta verði gert svo vandlega af mér, að sýnanda væri öðrum en kunningja. Samt vona eg svo góðs af yður, að þér segið mér, hvað yður þykir vera ábótavant, sem marg't mun vera, fyrr en þér segið það öðrum. Vér sjáum, að Sveinbjörn er orð- inn óþolimnóður, og er ekki að efa, að þetta tómlæti Rasks hefur smám saman dregið kjarkinn úr honum, því að hann lauk aldrei við nema 3 kviður af Ilíonskvæði (16., 18. og 23.), þó að þýtt hafi hann brot úr ýmsum þeirra, svo að alls mun hann hafa snúið í ljóð um Ye hlutu kvæðisins. Stóð tii, að þýðingar þessar yrðu prentaðar í 2. bindi ljóðmæla hans, en það kom aldrei ut, eajjs og fyrr segir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.