Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 lega um þýðingarnar sjálfar, sýna, hvernig Sveinbjörn þýðir, bera saman hinar eldri og yngri gerðir, bundnu þýðinguna saman við hina óbundnu — og þannig lengi. En þess er ekki kostur hér, og skal nú örlítið skýrt frá öðrum þýðingum Sveinbjarnar úr grísku. Sga? Sveinbjörn fór ekki aðeins yfir Hómer í grískukennslu sinni, held- ur las hann með nemendum sínum ýmsa aðra höfunda, svo sem Platon, Eskýlus, Lúkíanus og Plútarkus. Nefnir Jón Árnason 17 brot grískra rita, er til séu í handriti, ýmist með hendi Sveinbjarnar sjálfs eða nem- enda hans. Er það allt óprentað, enda voru þýðingar þessar einungis gerðar í þágu nemendanna, en ekki með prentun fyrir augum. Er þarna þó ágætur efniviður hverjum þeim, er ráðast vildi í að þýða þessi rit. Verður nú vikið að biblíuþýðing- um Sveinbjarnar, en við þær fékkst hann talsvert. Getur hann þess í bréfi sumarið 1824, að hann sé þá ásamt Hallgrími Scheving að end- urskoða þýðinguna á Nýja testa- mentinu, en það kom síðan út í Viðey 1827. Var aðalskerfur Svein- bjarnar til þeirrar útgáfu þýðing hans á Opinberunarbók Jóhann- esar. í 6. útgáfu biblíunnar allrar, prentaðri í Viðey 1841, hafði Svein- björn þýtt alls 17 bækur: 2. Móses- bók og allar bækur spámannanna, hinna meiri og minni, nema bók Jeremíasar (og Harmagrátinn), og svo í Nýja testamentinu Opinber- unarbókina, eins og fyrr getur. Er það dómur allra, sem athugað hafa, að Sveinbjörn — og Oddur Gottskálksson — séu snjöllustu biblíuþýðendur, sem vér höfum átt. í ritgerð um íslenzkar biblíuþýð- ingar eftir Steingrím J. Þorsteins- son (í IV. árg. Víðförla) er þýðing Jón Sigurðsson Sveinbjarnar borin á nokkrum stöðum saman við eldri þýðingu, Grútarbiblíu svonefnda, og eins við nýjustu þýðingu biblíunnar, og er sá samanburður býsna fróðlegur. Að honum loknum kemst Stein- grímur m. a. svo að orði: Þeir Oddur Gottskálksson og Sveinbjörn Egilsson eru vafalaust mestir stílsnillingar allra íslenzkra biblíuþýðenda fyrr og síðar, sem hafa þó margir verið ritfærir vel, og verður þá hlutur hinna tveggja að meiri. Þeir hafa megnað að búa þýðingum sínum þann tignarsvip og helgiblæ, sem þeim ber. Það er sem þeir lúti ekki aðeins að guðs- orðinu í auðmýkt sinni, heldur verði það þeim einnig á köflum innblástursefni, hefji þá sjálfa til flugs, lyfti stílgáfu þeirra upp í æðra veldi. Þó að síðasta biblíuþýð- ing okkar sé vafalaust nákvæmari og réttari en hjá Oddi og jafnvei Sveinbirni, þá efast ég um, að aðrar biblíuþýðingar okkar flytji sannara guðsorð í eiginlegasta skilningi, séu vænlegri til sálubótar. — Sveinbjörn hefur líklega byrjað á Gamla testamentis-þýðingunni 1837, því að 18. október það ár segir hann í bréfi til Jóns Sigurðssonar: Núna er eg með Ezekíel, Daníel og alla smærri spámennina fyrir Biblíufélagið. — En 16 mánuðum síðar virðist hann kominn litlu lengra, enda mörg störf, sem köll- uðu að samtímis. Vér skulum líta í bréf hans til Jóns Sigurðssonar I. marz 1839, þar sem hann segir: Nú er komið eitthvert ofboð í Biblíufélagið, svo eg kvíði fyrir. Eg átti að revidera eða gefa lagfærða útleggingu af Ezekíel, Daníel, 12 smærri spámönnunum og Exodus; — en meðan eg var að ljúka við II. b. af Fms., var Ezekíel farinn að myggla, og í Daníel sást ekki fyrir ryki, en spámennirnir allir mosavaxnir. Sveinbjörn lauk þó við þetta allt á tilskildum tíma, og voru þýðing- ar hans prentaðar, sem fyrr segir, í útgáfunni 1841, en síðan endur- prentaðar í 7. útgáfu biblíunnar allrar, í Reykjavík árið 1859. Ék Af enn öðrum þýðingum Svein- bjarnar skal næst fræga telja þýð- ingu hans á 11 bindum Fornmanna- sagna, en sú var á latínu, Scripta Historica Islandorum, og var prent- uð á árunum 1828—42. Hafði Svein- björn unnið að henni samhliða öðr- um störfum 1826—38. Síðasta bind- inu, hinu 12., sem er skrá yfir nöfn og ýmislegt fleira í sögunum, sneri Grímur Thomsen. í útgáfu þeirri af Snorra-Eddu, er prentuð var í 3 bindum í Kaup- mannahöfn á vegum Árnanefndar (1842, 1852, 1880—87), var latnesk þýðing Snorra-Eddu allrar og mál- fræðiritgerðanna í fyrstu 2 bind- unum og vísnaskýringanna í 3. bindi eftir Sveinbjörn. Hefur Sveinbjörn stundum verið með nær allar þessar þýðíngar í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.