Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 14
90 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS IMýtt og ódýrt byggingarefni Hús byggð úr sykurkvoðu ALLIR kannast við söguna af Hans og Gretu og sykurhúsið, sem þau fundu í skóginum. Sykurhúsið var' ljómandi fallegt og það var gert til þess að freista barna. Sagan um þetta undrahús kom ímyndunar- aflinu á flug hjá æskulýðnum. — Þetta hús átti engan sinn líka. En nú er ævintýrið orðið að veru- leika, eins og svo mörg önnur æv- intýr. Að vísu er vonda kerlingin ekki með, en það er farið að byggja sykurhús, og þau verða bæði traust- ari og ódýrari en önnur hús, eftir því sem segir í „Popular Mecanic“. Sá heitir Rappleyes, sem fundið hefur upp á þessu. Hann á heima í smábæ, er Southport nefnist í Norður-Karolina í Bandaríkjun- um. Hann er nú nokkuð við aldur, en var áður forstjóri fyrir stóru fyrirtæki. Hann gerir það alls ekki að gamni sínu að fást við þetta, heldur hefur hann óbifanlega trú á, að sér hafi tekizt að finna upp ný- tízku byggingarefni, sem framleitt verði í stórum stíl, og muni draga mjög úr byggingarkostnaði húsa í framtíðinni. — Hann fullyrðir að hægt sé að byggja úr því 5 her- bergja íbúð fyrir 1000 dollara, en þá eru ekki skolpleiðslur, vatns- leiðslur né rafleiðslur meðtaldar. Melasse nefnist úrgangur sá, eða sykurkvoða, sem kemur úr sykur- verksmiðjunum, og hefur það fram að þessu mikið verið notað til skepnufóðurs. Melassekökur munu vera kunnur fóðurbætir hér á landi. Það er þetta efni, sem Rappleyes notar og gerir úr því byggingar- steina, kvoðu til þess að nota í staðinn fyrir stálbik á götur, kvoðu, sem hægt er að dæla á veggi og Hci' er verið að liúða utan hus incð plas- moit. — Virnet er strengt á húsið og efninu síðan dælt á það. Með þessu móti verða gömul hus eins og ný væri. Verið að s :tja plasmofalt lag á gólf. loft í staðinn fyrir múrhúðun, e/ni til að setja á gólf, svo að þau verða glerhörð, og hörð, og sveigjanleg efni í alls konar pípur, svo sem skolppípur. En til þess að geta þetta hefur hann orðið að finna upp, af eigin hyggjuviti, alls konar vélar. Hann er ekki enn faíinn að selja efnið, því að hann telur sig ekki hafa lokið tilraunum sínum með það. Hann hefur t. d. gert breiðan „bikaðan“ veg heim að húsi sínu úr þessu eíni. — Fyrsta tilraunin reyndist ágætlega, en hann var ekki ánægður með það, heldur hefur hann hvað eftir annað rifið veginn upp og sett á hann nýja blöndu, og alltaf heíur það tekizt jafn vel. Hann hefur einnig byggt sér stóran vinnuskála úr þessu efni og hann hefur húðað gamalt hús með því utan og innan, svo að það varð eins og nýtt. Innan skamms ætlar Rapp- leyes að reisa verksmiðju í New Jersey og þar gerir hann ráð fyrir að framleiða iimm smálestir af þessu byggingarefni á hverri klst. Byrjað er á því að þurrka sykur- kvoðuna viö mikinn hita í þar til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.