Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 13
^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bezt að við berum hann inn í rúm k aftur.“ Pétur og Bryndís höfðu nýlokið kvöldverði. Sat Pétur við skrifborð sitt með bók í hönd og las, en Bryndís sat út við gluggann við hannyrðir. Þetta var fyrsta kvöld- ið, síðan Þorsteinn var fluttur á heimili læknis, sem hann hafði verið á fótum og setið að máltíð með þeim. „Nú fer að líða að því að við pabbi getum farið heim,“ sagði Bryndís og leit upp frá saumum sínum. „Heim? Já ætli það verði nú ekki bráðlega,“ svaraði Pétur og leit upp frá bókinni. Kvíðandi augum leit hann á stúlkuna og bætti svo hik- andi við: „Heimþráin þjáir yður mjög.“ „Ekki get ég sagt það, en mér er ljóst hvernig pabba líður, hugs- unin um vorannirnar veldur hon- um hugarangri.“ „Hefur yður leiðst þennan tíma, sem þér hafið verið hér?“ „Nei, mér hefur liðið vel og hvergi hef ég unað betur.“ „En Bryndís, gætuð þér ekki hugsað til að verða hér áfram?“ „Hvernig mætti það verða?“ „Nei, hvernig mætti það verða,“ endurtók Pétur hugsandi. Því var hann líka að spyrja svona bjána- lega? Honum var þó Ijóst að stúlk- an var heitbundin öðrum manni og hann hafði því enga heimild til slíkra spurninga. „Nei, ég býst við að þér viljið komast heim sem fyrst svo að þér getið verið í návist unn- ustans.“ „Unnustans? Hver hefur sagt yð- ur að ég ætti unnusta?“ Bryndís lagði frá sér hannyrðirnar og leit spurnaraugum á Pétur. „Ja, þetta er almælt hér um slóðir.“ w „Er það svo?“ ,1 .jT-V „Já, og það er sagt að sjaldan ljúgi almannarómur.“ „Svo er sagt.“ Bryndís braut saman hannyrðir sínar og gekk að dyrunum. „Ég ætla að líta inn til pabba áður en ég fer að hátta. — Góða nótt, Pétur,“ sagði hún um leið og dyrnar lukust aftur á eftir henni. Pétur sat hugsandi um stund. Hvernig var honum varið í návist þessarar stúlku? Aldrei gat hann hagað orðum sínum við hana, eins og hugur hans stóð til. Voru allir ástfangnir menn svona klaufskir? Eða var hann undantekning frá reglunni? Hann stóð upp, gekk inn í svefnherbergi sitt, afklæddist og lagðist til svefns. — Henni er ekki sama um mig, þess hef ég orðið var og hún fer ekki heim, — hún skal ekki fara heim, — hugsaði Pétur, er hann lagðist út af. —★— Pétur hafði snætt morgunverð einn. Bryndís hafði ekki verið komin á fætur. Eða svo hafði Inga sagt, en kannske kærði Bryndís sig ekkert um að verða á vegi hans, eftir það sem þeim hafði farið á milli kvöldið áður. Pétur gekk inn í lyfjastofuna og bjó sig til að líta til Þorsteins. Hon- um varð gengið út að glugganum og um leið litið í gluggakistuna og sá hann að þar lá sprautan, sem hann hafði sprautað Þorstein með morguninn minnisstæða. Hann tók sprautuna upp og handlék hana. Hvaða hugsunarleysi var þetta, — hér lá þessi sprauta enn ósoðin og óhrein. Hvernig stóð á þessu? Þetta hlaut að vera Ingu að kenna. Það var hennar verk að huga að verkfærum hans og halda þeim hreinum. Hann sneri sér við og ætlaði að ganga fram til Ingu með sprautuna, en í því opnuðust dyrnar og Bryndís kom inn. Ótta- glampa brá fyrir í augum hennar, 89 er hún sá sprautuna í höndum Péturs. „Er nokkuð að, Pétur?“ spurði hún og röddin titraði lítið eitt. „Að? Nei, ekki mér vitandi.“ „Hvað — hvað ætlarðu að gera við þessa sprautu?“ „Ja, ekki neitt.“ „Varstu á leið inn til pabba?“ „Já, ég ætlaði nú að fara að líta til hans.“ „Ekki sprauta hann aftur, Pét- ur.“ „Aftur?“ „Já, pabbi sagði mér að þú hefðir sprautað hann rétt áður en þú skarst hann upp í síðara skiptið og ég held nú að hann hafi ekki haft neitt gott af þeirri sprautu.“ Pétur roðnaði ofurlítið. Einhver grunur hlaut að hafa vaknað hjá stúlkunni. — En hvað, var hún ekki farin að þúa hann? Hann leit á stúlkuna hálf vandræðalegur, en Bryndís brosti aðeins ofurlítið, gekk til hans, lagði hendurnar um háls honum og kyssti hann inni- lega. „Pétur, þú þarft ekki að skera pabba upp í þriðja sinn, ég fer ekkert heim.“ Pétur lagði frá sér sprautuna Qg um leið og hann blessaði Ingu fyrir hirðuleysið, þrýsti hann stúlkunni sinni að brjósti sér og endurgalt ástþrungna kossa hennar. BLAÐAMAÐUR var sendur til þess að hafa tal af landnema í Bandaríkjunum í tilefni af því að hann átti 99 ára af- mæli. Karlinn var enn hinn ernasti og var að hamast við útivinnu þegar blaða maðurinn kom. Að loknu samtalinu óskaði blaðamaðurinn öldungnum til hamingju með afmælið og bætti svo við í kurteisisskyni: — Ég vona að mér auðnist svo að koma hingað að ári til þess að óska yður til hamingju með 100 ára afmælið. — Það er ekki ósennilegt, ungi mað- ur, mælti öldungurinn, mér sýnist þú ekki svo óhraustlegur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.