Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 4
v 80 ' ~ r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS því að „þar eru ofna-eldar ,eldstóa- eldar og mergð ljósa á vetrum víðs- vegar um allt húsið, og meiri en í nokkru öðru húsi í bænum“. Stjórnin segi að því hafi verið hreyft að byggja hús handa presta- skólanum í sambandi við þessa bókhlöðu, en ekki þyki tími til kominn að gera út um þet|a, og því skuli málinu skotið á frest. Hún l, sé þar með að slá á frest vilja dáins { manns af ástæðum, sem hvergi sé ! getið í gjafabréfinu. - Nefndin taldi að fyrir það fé, sem f til væri mundi hægt þá þegar að f koma upp stærri bókhlöðu en skól- ? inn þyrfti nauðsynlega í bili. En það væri æskilegt að litið væri á þá nauðsyn, að hin bókasöfnin fái þar inni til bráðabirgða, en að þingið taki jafnframt skýrt fram, að bezta bó^asafni landsins, Stifts- bókasafninu, verði séð fyrir varan- legum og óhultum geymslustað, og gæti stjórnin því bætt við Kelsall- gjöfina svo sem 800—1000 rdl. í því skyni. Þá benti nefndin á að mikil hætta væri á ef þetta drægist leng- ur með byggingu bókhlöðunnar, að erfingjar Kelsalls teldu að skil- yrðunum fyrir gjöfinni hefði ekki verið fullnægt og heimtuðu féð aft- ur sem arf sinn og eign sína. Allir þingmenn voru sammála um nauðsyn þess að koma þessu máli á framfæri við konung. En út af því spunnust langar umræð- ur og mikið þref og voru sumir þingmenn allharðorðir í garð dönsku stjórnarinnar fyrir afskifti hennar af þessu máli. Og sumir sögðu að hér væri hún að leika nákvæmlega sama leikinn eins og með Thorkellísjóðinn og Kollektu- sjóðinn, hún hefði ótvíræða til- ’ hneigingu til þess að sölsa undir sig íslenzka sjóði og fara með þá eftir sínum geðþótta. Þessar ræður skulu ekki raktar hér, en þess eins- getið að bænarskrá var konungi send. Hún bar engan árangur um sinn. ----★----- Hilmar Finsen varð stiftamtmað- ur hér 1865. Hann gerði þá þegar gangskör að því að koma bygg- ingarmálinu áleiðis. Var þá alveg horfið frá því að hafa prestaskól- ann í sambandi við bókhlöðuna, og felst stjórnin þá að lokum á að rétt væri að byrja á bygging- unni. Samkvæmt yfirlýstum vilja Al- þingis um að hafa bókhlöðuna úr steini, fóru stiftsyfirvöldin fram á það við Sverri Runólfsson stein- höggvara að hann tæki að sér bygginguna, og byrjaði þegar á því að fara að kljúfa grjót og draga það að staðnum, þar sem húsið skyldi standa. En ekki þorðu þau þó að ráða hann fyr en þau fengi til þess samþykki stjórnarinnar. Þau skrifuðu svo stjórninni hinn 6. jan. 1866 og stungu upp á því að Sverri yrði falið að standa fyrir byggingunni, og segja að hann sé þegar farinn að undirbúa verkið. Stjórnin svarar aftur og segir að það komi ekki til mála að fela Sverri þetta. Hún segist hafa feng- ið trésmið, Klentz að nafni, til þess að gera teikningar að húsinu, og hann hafi boðizt til þess að taka bygginguna að sér fyrir 7600 rdl., og stjórnin fallizt á það. Og þannig varð það fyrir einræði stjórnarinn- ar, að danskir menn voru sendir hingað til þess að byggja bókhlöð- una. Stiftsyfirvöldin voru þar bor- in ráðum, og fengu þau því einu framgengt, að Klentz var skyldað- ur til að kaupa grjótið, sem Sverrir hafði klofið handa byggingunni. En síðar krafðist svo Klentz skaðabóta, vegna þess hvað hann hefði tapað miklu á þessu. ----★----- Hinn 5. maí um vorið kom bygg- ingarnefnd Reykjavíkur saman hjá skólanum til þess að ávísa lóð und- ir bókhlöðuna. Voru stiftsyfirvöld- in, þeir Hilmar Finsen stiftamt- maður og Pétur Pétursson biskup þar viðstaddir. Segir svo í fundar- gerð byggingarnefndar að húsið eigi að vera rúmlega 25 al. á lengd og rúmar 15 al. á breidd, byggt úr steini með helluþaki. Var því ávís- að 42 al. langri lóð sunnan við skól- ann, en breidd lóðarinnar 16. al. 10 þml. Af hinni ávísuðu lóð hafði skólanum áður verið úthlutað 501 feralin, en bætt við 183 feralnum þar fyrir sunnan. Ákveðið var að framhlið bókhlöðunnar skyldi vera í beinni línu við framhlið skólans. Stiftsyfirvöldin féllust á þetta, en geymdu sér rétt til að fá lóðina framlengda lengra til suðurs, ef samkomulag gæti orðið um það við Jón Árnason, eiganda Stöðlakots. — Viku seinna samþykkti bygg- ingarnefnd — í samræmi við teikn- ingu — að miðbik hússins, 9 alnir á lengd, mætti skaga hálfa alin fram úr húsalínunni. (Þetta útskot er nokkurs konar stöpull undir kvisti á húsinu). ----★----- Klentz kom ekki sjálfur hingað, en í maí um vorið sendi hann yfir- smið, Blome að nafni og með hon- um Oldhauer múrarameistara og Lang timburmeistara. Tóku þeir svo til við bygginguna, en stifts- yfirvöldin fengu Þorvald Stephen- sen verzlunarstjóra, er þá var ný- lega kominn í bæjarstjórn til þess að hafa eftirlit með verkinu fyrir sína hönd. Þetta sama sumar var settur kvistur á vesturhlið stiftamtmanns- hússins (nú Stjórnarráðs). Efni í hann og bókhlöðuna var flutt hing- að á danskri „jagt“, sem Fanney hét. Þessu skipi var ekki sleppt úr landi aftur. Þeir Geir Zoéga kaup- maður, Kristinn í Engey og Jón Þórðarson í Hlíðarhúsum keyptu það og héldu því lengi út til fisk- veiða. „Með þessum skipakaupum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.