Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r"~ 81 t Enn er nokkuð eftir af stólum þeim, sem upphaflega voru smíöaðir handa lestr- arsalnum. Eru þeir viðamiklir og sterkir, en tæplega mundu þeir þykja stofu- hefst nýr þáttur í útgerðarsögunni. Upp af þessu sprettur umfangs- mikil útgerð í Reykjavík, ný fram- sókn og nýr bragur atvinnulífsins“, segir Vilhjálmur Þ. Gíslason í „Sjó- mannasögu". Má því með nokkrum sanni segja að gjöf Kelsalls hafi einnig orðið til þess óbeinlínis að þá hefst viðreisnarsaga Reykjavík- ur. ----★----- Iðnaðarmönnum hér í bæ sárn- aði mjög, eins og von var, að geng- ið skyldi fram hjá sér og danskir menn sendir hingað til þess að reisa þetta hús. En þetta var svo sem ekki eindæmi. Danskir bygginga- menn höfðu verið sendir hingað áður, sællar minningar, til þess að byggja Laugarnesstofu og dóm- kirkjuna, og þeim hafði tekizt að ganga svo frá þeim húsum, að þau voru bæði dýr og ónýt. — Þetta mundu hinir íslenzku iðnaðarmenn og ekki sýndist þeim handatiltekt- ir dönsku smiðanna vera betri að þessu sinni. Þegar húsið var komið upp birt- ist í „Þjóðólfi" grein, undirskrifuð „Nokkrir iðnaðarmenn“, og segir þar meðal annars: — Það yrði eigi fögur saga og of löng leiðinöarolla að lýsa til hlít- ar atorku og vandvirkni(!) þessara manna, en það er óhætt að segja, að vér þekkjum engan þann ís- lenzkan mann, er nokkuð hefur fengizt við grjóthleðslu, er eins mundi hafa boðið sér að hröngla upp veggjunum, sem þessir menn hafa gert, því að þeir eru eigi hlaðnir, heldur var þeim bókstaf- lega klesst saman með/ kalki. — Þakið lekur, því að borðin undir þakhellunni voru illa þurr, ófelld og vanköntuð. — Gólfið er þannig lagt að undirlögum var einungis fleygt ofan í bera moldina án þess að grjóti væri hlaðið undir þau, heldur var þeim þjappað þannig að þau væri nokkurn veginn lárétt, prýði nú á dögum. og sandi svo stráð ofan á moldina á milli til þess að sýnast. — Skáp- arnir eru líkari ruslakistum en bókaskápum.------- Hér er máske nokkuð ríkt kveðið að orði, en iðnaðarmönnum var vorkunn. Þeir máttu horfa upp á það að útlendir menn voru látnir taka verk frá þeim og unnu það bæði ver og með meiri tilkostnaði heldur en orðið hefði hjá íslenzkum mönnum, þótt ekki væri annað tal- ið en fargjöld þessara manna fram og aftur milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Má vera að þessi gremja iðnaðarmanna hafi orðið til þess, að Iðnaðarmannafélagið var stoínað hinn 3. febrúar 1867. Um Sverri Runólfsson er það að segja að hann fékk annað að starfa. Sama sumarið og bókhlaðan var í smíðum, gerði hann steinbrú á læk- inn niður af Bankastræti og „þótti hún meiri háttar mannvirki“. ----★----- Hinn 13. ágúst 1867 tilkynna stiftyfirvöldin stjórninni að bók- hlaðan haíi verið afhent skólanum. Húsakynni voru þannig, að fyrst var stór salur fyrir bókasafnið og var gangur eftir honum miðjum, en til beggja handa básar með bókahyllum frá lofti að gólfi. Þar að auki var lesstofa og tvö herbergi ætluð til íbúðar ef á þyrfti að halda, og ennfremur eitt herbergi uppi á lofti. í skýrslu lærða skólans þetta ár segir Bjarni Jónsson rektor frá bókhlöðunni og með hve einstæð- um hætti skólinn eignaðist hana. Meðal annars segir hann þar: „Auk þess þakklætis, sem gjaf- arinn á skilið, hlýtur það að vekja athygli vort, að bóknám hinnar fá- mennu eyjar vorrar hefur vakið svo mikla eftirtekt útlends manns, sem ekki hafði svo mikið sem stigið fæti sínum hér á land, að hann skyldi minnast skóla vors með svo höfðinglegri og hér á landi svo óvanalegri gjöf. Það er enginn efi á því, að þetta er að þakka fyrir- rennurum vorum, sem með ritum á ýmsum málum, en einkum á latínu, haí'a varðveitt orðstír þann,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.