Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 79 r~ Lestrarsalurinn, sem nú er jafnframt fundarsalur og kennslustofa. Þar sem súl- urnar eru voru upphallega skilrúm og í básunum milli þeirra voru bókahyliurnar skrár Kelsalls, því að þar var ekk- ert um það talað, að af gjöf hans ætti að greiða viðhald byggingar- innar framvegis né annan rekstrar- kostnað. Þar var aðeins talað um að bókhlöðu fyrir lærða skólann skyldi komið upp fljótt og vel. En nú voru þegar liðin nær átta ár síðan erfðaskráin var gerð, og á þriðja ár síðan danska stjórnin fékk peningana í hendur. Það má máske áfellast stiftsyfir- völdin fyrir það að þau fóru að blanda Stiftsbókasafni og presta- skóla við þetta mál. En þau hafa þó mikla afsökun. Þau litu svo á að bókahlaðan yrði að vera svo stór, að hún miðaðist ekki við þarfir skólabókasafnsins, eins og þær voru þá, heldur væri hún til frambúðar. Og þar sem bókasafn skólans þurfti ekki á allri hinni fyrirhuguðu byggingu að halda þegar í stað, var eðlilegt að þeim hugkvæmdist að nota mætti hana einnig til annars. Það var hagsýnis- mál. Meira að segja hafði Pétur Pétursson, er þá var forstöðumaður prestaskólans, stungið upp á því að stjórnin legði fram fé til viðbótar við gjöf Kelsalls, svo að húsið gæti orðið nóg stórt fyrir bókasafnið og prestaskólann. Benti hann á. að prestaskólinn greiddi þá 200 rdl. á ári í húsaleigu, og sýndist sér því rétt að stjórnin legði fram þá upp- hæð er svara mundi því að hún gæfi af sér 200 rdl. í vexti á ári, eða 5000 rdl. Hvort það hefir verið óttinn við að þurfa að leggja fram þetta íé, sem fældi ríkisstjórnina, verður að láta óumtalað, því að um það eru engar heimildir. Fyr- ir hinu eru bein orð stjórnarinnar, að hún hafi ákveðið að fresta hús- byggingunni um óákveðinn tíma. -----------------★----- Málið lá svo í þagnargildi þang- að til Jón Guðmundsson ritstjóri hreyfði því á Alþingi 1363. Bar haan þar fram tillögu um að senda konungi bænarskrá um að hann skipaði svo fyrir að tafarlaust væri fullnægt gjafabréfi Kelsalls, og að gjöf hans verði varið sem fyrst beint eftir orðum og' skilyrðum gjafabréfsins. Hann rökstuddi þessa tillögu sína með því, að Kelsall hefði að- eins ákveðið um gjöf þessa, að henni skuli verja til að byggja nýtt hús handa bókasafni lærða skól- ans í Reykjavík, og þess vegna sé það heimildarlaust að stjórnin dragi féð undir sig af þeirri ástæðu, að það hrökkvi ekki nema rétt fyr- ir byggingu hússins. Og í öðru lagi hafi gefandinn áskilið í gjafa- bréfi sínu, að fullnægt væri þessu skilyrði gjafabréfsins bæði ræki- lega og undandrátíarlaust. Það virtist því gagnstætt yfirlýstum tilgangi og skilyrðum gefandans að fresta húsbyggingunni um óákveð- inn tíma og binda þá frestun við skilyrði,' sem lægi langt frá orð- um og tilætlan gjafabréfsins og ættu enga stoð í því. Alþingi akvað þegar að fela sér- stakri nefnd að athuga þetta mál og voru kosmr í nefndþia Jon Guð- mundsson, Jón Hjaltalín landlækn- ir og Halldór Kr. Friðriksson skóla- kennari. Skilaði nefndin síðan löngu áliti. Var hún einhuga um að gjöf Kelsalls eigi að verja bei'nt eftir fyrirmælum hans, til þess að koma upp bókhlöðu fyrir skólann og til einkis annars, og að þetta eigi að gera undandráttarlaust eða viðstöðulaust eins og í gjafabréfinu stendur. En þar standi ekkert um að gefandinn ánafni fé til rekstrar- kostnaðar hússins. Þá hafi stjórnin haldið því fram að engin þörf sé á að byggja strax, vegna þess að bókasafnið hafi nógu rúmgott húsnæði í skólahúsinu sjálfu. Þar til sé því að svara, að það húsnæði sé nú engu rúmbetra heldur en árið 1859, þegar stjórn- in vildi byggja. Auk þess sé bóka- safnið þarna altaí í mikilli hættu. Skólahúsið sé byggt úr tómu timbri, með veggjum, þaki og öll- um þiljum að utan úr margbikuð- um borðum. Eldfimari bygging sé því ekki til í bænum og ef eldur komist í hann að ráði, þá rnuni ekki hægt að bjarga neinu, sem þar se geymt. En eidhættan se rrukil,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.