Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 11
C LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 87 hún stóð upp og heilsaði honum. Síðan virti Pétur mannin, sem í rúminu lá, fyrir sér, rétti síðan fram hendina og heilsaði honum. „Hvernig er líðanin, bóndi?“ spurði hann. „Hún virðist nú ekki sem bezt,“ svaraði Þorsteinn bóndi og brosti dapurt. „Ætli við snúum okkur þá ekki að því að athuga þetta eitthvað,“ svaraði Pétur, setti töskuna frá sér á stólinn, fór úr yfirhöfninni og tók tii að athuga sjúklinginn. — Eftir nána athugun kvað hann upp úr- skurðinn: Botnlangabólga, sem krefst uppskurðar tafarlaust. „Hér er ekki um annað að ræða en að taka botnlangann þegar, en á því kunna kannske einhverjir agnúar að vera. Ég get tekið bónda með mér heim og framkvæmt þessa aðgerð þar, en engin hjúkr- unarkona mun vera hér og er það öllu lakara,“ sagði Pétur eftir nokkra umhugsun. „Nei, það mun satt vera,“ svarar húsfreyja, „og sé ég ekki hvernig úr því má bæta.“ „Það væri kannske hugsanlegt að fá yfirsetukonu staðarins til að- stoðar?“ reyndi Pétur fyrir sér. „Ekki hef ég trú á því,“ svarar húsfreyja, „hún er nú orðin gömul og lítt fær til slíkra verka.“ „Ef ekki er annað til fyrirstqðu að hægt sé að hjálpa pabba, en skortur hjúkrunarkonu, þá vil ég gjarnan bæta úr þeim skorti og taka að mér starfið, ef mér er treystandi til þess,“ heyrði Pétur nú hljómþýðu röddina frá því um morguninn segja. Pétur leit á stúlkuna og spurði: „Treystið þér yður sjálfri til slíkra verka?“ „Ég hef aldrei á skurðarstofu komið, svo ég þori að vísu lítið um gagn mitt þar að segja, en lítils- háttar til hjúkrunar hef ég lært og ég lofa því að láta ekki líða yfir mig,“ svaraði stúlkan brosandi. Pétri fannst eitthvað öruggt og traust í þessu fallega brosi og svar- aði því: „Ég tek þessu boði yðar fegins hendi, svo framt að for^ldrar yðar samþykki það.“ „Ekki treysti ég annarri betur hér en Bryndísi og hafi hún fullan hug á þessu, mun ég ekki hafa á móti því,“ svaraði húsfreyja, en Þorsteinn bóndi lagði þar ekkert til mála. „Þá skulum við búa um Þorstein bónda til flutnings þegar, og þér fylgist svo með okkur, Bryndís, ef þér getið ferðbúið yður svo fljótt.“ „Ekkert er mér að vanbúnaði,"* svaraði Bryndís. Kvöldsólin varpaði rauðleitu geislaflóði sínu inn um vestur- glugga sjúkrastofunnar á heimili Péturs læknis í Þangvík. Þorsteinn bóndi lá í rúmi sínu og las í bók, en Bryndís, dóttir hans, sat við sauma við lítið borð undir glugg- anum. „Hvernig líður þér nú, pabbi minn?“ spurði hún. „Mér líður nú vel, að öðru leyti en því, að ég hef áhyggjur út af búskapnum og vildi helzt fara að komast heim.“ „Ætli við fáum ekki að fara heim eftir fáa daga, fyrst allt hefur geng- ið svona vel?“ „Vonandi er það, enda bezt að fara að ympra á því við lækni.“ Þorsteinn ætlaði auðsjáanlega að segja eitthvað meira, en í því opn- aðist hurðin og Pétur læknir gekk í stofuna. Var hann með tösku í hendi og sjáanlega búinn að fara í sjúkravitjun. ^ „Jæja, hvernig líður hér?“ spurði hann glaðlega. „Vel.“ „Það er gott. Ég var nú að hugsa um að hjúkrunarkonan okkar þvrfti að fá einhverja hrevfingu úti við og kom því til hugar hvort þér vilduð ekki ganga með mér austur í þorpið, Bryndís, ég þarf að huga þar að sjúkling.“ „Ef mér er óhætt að fara frá pabba, þá vildi ég gjarnan koma út litla stund.“ „Það er öllu óhætt, Inga lítur hér inn á meðan.“ „Já, far þú bara út, stúlka mín, ég er svo sem enginn hvítvoðung- ur,“ lagði Þorsteinn til málanna. Bryndís stóð upp, lagði frá sér saumana, kastaði kveðju á föður sinn og gekk út með Pétri. Vorkvöldið var þögult og hljótt. Ilmurinn sem gefur til kynna, að frjóangar hins lifanda lífs séu vaknaðir af dvala vetrarins, fyllti loftið. Þessi ilmur sem stundum hefur áhrif á gróanda ástarspír- unnar í hjörtum manna og gefur undirvitundinni til kynna að eitt- hvað sé að gerast hið innra með þeim og gerir mennina jafnframt rómantíska og lítið eitt þunglynda. Pétur og Bryndís gengu u'm stund þögul austur þorpsgötuna. Loks rauf Bryndís þögnina og spurði: „Hvenær fáum við pabbi að fara heim?“ Pétur hrökk við og leit á stúlk- una. * „Heim? Ja, við skulum nú athuga það mál,“ svaraði hann hálf hik- andi. Heim? En hvað þetta gat ver- ið ömurlegt orð og þó var þetta orðið, sem hljómaði og söng í hjört- um allra sem fjarstaddir voru heimilum sínum, sem eitt fegursta og bezta orðið í íslenzku máli. En hvers vegna kom þetta svona illa við hann nú? Hann leit á Bryndísi, þessa glæsilegu og fögru stúlku og hann fann söknuðinn læsa sig um hjarta sitt, er hann hugsaði til þess að hún færi frá sér. — Það var þýðingarlaust að reyna að blekkja sjálfan sig, hann fann að hann unni þessari stú'ku og gat ekki af henni séð. Hun mátti ekki fara heim,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.