Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 187 Stúlkurnar verma sigr við eld milli þess þær kafa eftir skeljum. Þær hafa tröf á fingrunum til hlífffar. um sýnt hvernig það starfaði. — Stúlkur eru látnar kafa eftir skelj- unum og við dáðumst að því hve mikla leikni og fimi þær sýndu við þetta. Svo horfðum við á hvernig stúlkurnar opnuðu skeljarnar, án þess þó að gera þeim mein, og smeygðu ofurlitlu korni inn í þær. Þetta korn verður síðan að perlu. Nákvæm skrá er haldin um þetta alt, jafnvel um stærð kornanna sem látin eru inn i skeljarnar, svo að hægt sje að fara nærri um það hvað perlurnar verði stórar. Skelj- arnar eru nú látnar í körfu og sökt í sjó og þar geymast þær í fimm ár. Þá eru perlurnar orðnar nógu stórar. Á götum borganna má sjá fólk í alls konar vestrænum kiæðum, en einnig japcnskum kiminos. Ef þú ert úti einhvern rignins^rd^g, þá getur verið að þjer sýnist hey- sáta koma fljúgandi á moti þjer. En þetla er þá aðeins Japani á hjóli og hefur farið 1 búning, sem búínn er til úr straurn. ViS hlið hsns er svo máske annar a hjóli, með mikla trjeskó á fótum og heldur regnhlíf yfir sjer með annari hendi. Rafleiðslur eru um landið þvert og endilangt, en skortur er á raf- magni og það er skamtað smátt. Hrísgrjón og viðarkol eru einnig skömtuð. Timbur er höggið í skóg- um uppi í f jaUshlíðunum eftir viss- um reglum og þess vegna sýnast hiíðarnar bröndóttar, með gulum og grænum geirum. Kartöflur skera menn í smásneið -ar og þurka þær. Eru þær altaf geymdar þannig. Hveiti er sáð á haustin og uppskeran fer fram með handafli. Hrísgrjónum er svo sáð í sömu akrana á vorin. Japanar þurfa að vera natnir við akrana sína, því að ekki eru þeir stórir. Frá alda öðli hafa Japanar vitað að jarðvegurinn þarf að fá nær- ingu svo að hann verði ekki út píndur. Og sem áburð haía þeir altaf notað sinn eigin saur. Mörg- um finst það viðbjóðslegt að nota slíkan áburð. Aftur á móti munciu Japanar telja okkur geggjaða, ef þeir sæu okkur fara í búðir og kaupa þar tilbúinn áburð. Japanar eru listfengir og hafa gaman af að mála myndir, og alt ber það vott um hagleik og leikni. Allar stúlkur kunna að sauma. — Frú Borgford gat þess að það hefði verið gaman að vera í Japan. En samt kvaðst hún nú fegin að vera komin heim aftur. (Úr „The Icelandic Canadian"). III JJuær i/íáur eftir HANNES HAFSTEIN. ÞEGAR Hannes Hafstein var sýslu- maður og bæarfógeti á ísafirði, va±' Grímur Jónsson skólastjóri barna- skólans þar. Einn sunnudagsmorgun sendi Hannes Grími miða. Á miðanum stóð eftirfarandi vísa: Ef jeg hjá þjer hnapp í skyrtu hlotið gæti með stórum haus og stuttum fæti, stöðugur á mjer flibbinn sæti. Maður nokkur var um skeið á skrifstofu sýslumanns. Var hann talinn grobbinn í frekara lagi. Eink- um varð honum tíðrætt um, hve bráðþroska hann hefði verið og þóttist muna flest eða alt frá bernskuárum sínum. — Um mann þennan kvað Hannes: Hálfs árs gamall þetjan gekk, hálfs mánaðar tönnum gæddist, en miklu fytr þó minnið fekk, hann man á hvaða stund hann fæddist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.