Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 6
173 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 heilnæmur drykkur Kaífi er Tvær greinar um kaffidrykkju MIT-JÓNIR manna um allan heim byrja daginn á því að drekka kaffi. það var lengi talið meðal óhófsvara, en nú er það talin nauðsynjavara í mórgum lóndum. Og sumar þjóðir lifa aðallega ú þvi að rækta kaffi. Hjer fura á eftir tvær greinar um kaffi. Er ónnur tekin úr nýu amerísku tímariti, en hina greinina skrifaði Jón Hjaltalín landlæknir fyrir 90 ár- um, og er hann ekki að lasta kaffið eins og svo margir gerðu á þeiin árum. — Kaffidrykkja og kaffiræktun. Hundrað miljónir Bandaríkja- manna byrja hvern dag með því að drekka einn bolla af kaffi. — Átján miljónir fá sjer svo kaffi- sopa aftur fyrir hádegi og fjörutíu og tvær miljónir drekka svo kaffi með hádegisverði. Miljónir drekka síðan síðdegiskaffi og rúmlega fim- tíu miljónir hressa sig á þessum drykk eftir kvöldmat. Þetta er ekki eindæmi. Sams- konar kaffidrykkja á sjer stað í öllum heimsálfum, sjerstaklega í vestanverðri Evrópu, Balkanskaga, Arabalöndum, Indónesíu og Suður- Ameríku. Af þessu leiðir það, að kaffi- ræktun er orðin stórkostlegur at- vinnuvegur. Kaffilöndin hafa á boðstólum vöru, sem allir sækjast eftir í þeim löndum, þar sem kaffi getur ekki þroskast. Með þessu móti geta vissar þjóðir aflað sjer nauðsynlegs gjaldeyris, aukið vel- megun sína og staðið fjárhagslega á traustum fótum. Bandaríkin flytja árlega inn kaffi fyrir % biljón dollara, og ýmsar aðrar þjóðir að sama skapi. Enginn veit nú hver fyrstur fann upp á því að drekka kaffi, en hitt er víst, að kaffitrjeð er upprunnið í Abyssiníu. Og vjer vitum að þess er fyrst getið í rit- um hins lærða arabiska læknis Rhazes, sem var uppi fyrir rúm- lega þúsund árum. Á miðöldum þektist kaffi varla nema í löndunum fyrir Miðjarðar- hafsbotni og var þá í Evrópu litið á það sem heiðingjadrykk. Á árun- um 1535—1605 var það farið að ber- ast til kristinna þjóða, en þá skor- uðu margir klerkar á Clement páfa VIII. að leggja bann við notkun þess. Páfinn vildi þó fá að bragða þennan drykk, áður en hann bann- færði hann, og er hann hatði bragð- að á honum ,er mælt að hann hafi hrópað: „Þessi Satans drykkur er svo dásamlegur, að það væri synd að láta heiðingjana sitja eina að honum.“ Hann vendi því sínu kvæði í kross, og í 'staðinn fyrir að banna kaffið blessaði hann það sem „sannarlegan drykk kristinna manna.“ Upp frá því varð kaffidrykkja algeng við hirðir konunganna og almenningur fór einnig að neyta þess. Kaffistofur þutu upp víðs vegar og fólk streymdi þangað unn- vörpum, en skáld, rithöfundar og tónsnillingar sungu þessum nýa drykk lof og dýrð. Voltaire drakk t. d. að jafnaði 50 bolla af kaffi á dag. Stjórnvitringurinn mikli, Talleyrand, gaf kaffinu þennan vitnisburð: „Svart eins og Satan, heitt eins og víti, hreint eins og engill og ljúft eins og ást.“ Johan Sebastian Baeh samdi „Kaffi kan- tötuna“ sem fyrst var prentuð 1732, og er enn uppáliald hljóm- listar unnenda. Það var ekki fyr en farið var að rækta kaffi í Vesturheimi, að íram- leiðslan fullnægði eftirspurn, og verðið lækkaði svo, að það gat orðið almenningsdrykkur. Þetta skeði eitthvað um aldamótin 1700. Fram að þeim tíma höfðu eigend- ur kaffitrjáa vakað yfir þeim eins og sjáaldri augna sinna og fram- leiðslan mjög takmörkuð. Fjöldi manna hafði reynt að ræna sprotum af kaffitrjám og flytja til annara landa til gróður- setningar, en það hafði altaf mis- tekist. Þá kemur til sögunnar mað- ur, sem hjet Gabriel Mathie de Clieu. Með aðstoð hefðarkonu nokkurrar við frönsku hirðina tókst honum að ná í þrjá græðisprota af kaffitrje, sem ræktuð voru í hinum konunglegu aldingörðum, enda þótt vörður væri haldinn um þau dag og nótt. Hann fór með þessa sprota alla hina löngu leið til Martinique, og átti fullt í fangi ú leiðinni að halda lífinu í þeim og verja þá fyrir þjófum. Vatn var skamtað á skipinu, en hann skifti vatnsskamti sínum jafnt milli sín og græðlinganna. Með þessu móti tókst honum að komast með einn græðlinganna lifandi til Martini- que. Og út af þessum litla græðl- ingi má heita að komin sje öll kaffi- trje á vesturhveli jarðar. Nú sem stendur er kaffi ræktað í 14 löndum þar, og þaðan koma um 90% af allri kaffiframleiðslu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.