Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 13
LESBÖK M0RGUNBLAÐSIN3 185 Úr hrafni var mjer hjarta ljeð, hræfugls klæddur skinni, vökvaður blóði merar með, mannsvit hef þó inni. „Og svo haldið þið að manni standi á sama, þegar þessi djöfull er kominn,“ æpti Pjetur enn. „Jeg skal borga þjer 5 ríkisdali, Sigurð- ur, ef þú kveður hann niður fljótt, og áttu ekki skilið að heita krafta- skáld ef þú getur það ekki í sama vetíangi dynur högg á hurðina svo að hún hrekkur upp á gátt, en inn er kastað staurum og stokkum og hverju sem fyrir var. Þá ruku þeir báðir Sigurður og Hannes á móti illvættinni og hurfu út í myrkrið, en Pjetur var svo tryltur af ótta og svefnleysi, að hann hljóp á hurðina að svefnher- bergi Sigmundar, er þar var innar af stofunni. Ljet hurðin undan og kom Pjetur eins og steinn af hendi sendur inn í svefnherbergið. Sig- mundur var háttaður. Brá honum ónotalega við þetta og varð reiður. Stökk hann á fætur í bræði sinni og gaf Pjetri sitt undir hvorn og bað hann aldrei þrífast fyrir að brjótast inn á menn um nætur. Varð Pjetur sem höggdofa við þetta og hröklast fram fyrir aftur. Nú kvað við hátt ýlfur fyrir utan gluggann og síðan kemur svo mik- ið högg á hann að tvær rúður brotnuðu. Síðan heyrði Pjetur stympingar úti fyrir og áræddi að gægjast út um brotinn gluggann. Sjer hann þá hvar Sigurður er og hefur náð tökum á einhverri ó- freskju og rekur hana á undan sjer austur með húsinu. Rjett á eftir komu þeir Hannes og Guðmundur inn og Sigurður litlu seinna. Virtist hann þá mjög máttfarinn og fá- látur. Fagnaði- Pjetur honum ákaflega vel, þakkaði honum fyrir fram- göngu hans og kvaðst hafa sjeð alt með eigin augum hvernig hann fór með drauginn. Hefur Sigurður kveðið þessar vísur um það í orða- stað Pjeturs: „Út um glugga alt jeg sá, aðfarirnar tryltar, skrímslið eða skrattinn, já, skrítið var það piltar, háa strýtu úr hausi bar, jeg h.orfði bara á ’ann, ekkert klof á ára var, ósköp voru að sjá ’ann. Grant jeg horfði gluggann við, gægðist upp og niður, sá jeg leidduð þrælinn þið. Þú hefur sett hann niður. Vil jeg láta lesa nú langa bæn og góða og sálmalögin syngja þrjú, sem um efnið hljóða.“ W „Já, jeg hef kveðið drauginn nið- ur,“ sagði Sigurður. „Og mjer er dauðilt,“ sagði Guð- mundur, „af því að hlusta á vís- úrnar, sem hann Sigurður kvað, .?Vp. mergjáðar voru þær.“ Þetta var mikil fagnaðarstund. Pjetur las bæn og svo sungu þeir allir, nokkur sálmavers. Var svo slegið upp gleðiveislu og veitti Pjetur óumbeðið. Að því búnu fóru þeir að hátta og sofa og síðan hef- ur aldrei orðið vart við þennan diaug. NOKKRU seinna fer Pjetur að verða var við það að menn skop- ast mjög að þessum draugagangi og hafa háska hans og raunir í flimtingum. Kom þá og svo, að ein- hver góður maður hefur sagt hon- um frá því að hann hafi verið brögð -um beittur og hafður að fífli. — Munu einhverjir hafa talið hann á að leita rjettar síns. Verður það svo úr að Pjetur skrifar hina löngu kæru til bæarfógeta. Er hún dag- sett 3. janúar 1824. Segir hann þar, að sjer hafi verið sagt að þeir Sig- mundur og Sigurður hafi látið svo um mælt, að það hafi verið saman- tekin ráð fjelaga sinna í Brúnsbæ að leika á sig til þess að hafa út úr sjer fje og brennivín, og draugur- inn hafi verið enginn annar en Guðmundur Hannesson böðull. En fyrir þetta hafi hann borgað Sig- urði 5 rdl. og haldið þeim öllum veislu af gleði. Jafnframt ber hann sig upp undan því, að hann hafi sætt árás og ókvæðisorðum af hálfu Sigmundar. Kærunni lýkur á þessa leið: „Hjer með bið jeg yður, allra auðmjúkast, að taka þetta mitt málefni að yður til nákvæmustu undirsóknar rjettvísinnar og minn- ar vegna. Yðar auðmjúkur þjenari. P. Petersen." Sigurður Thorgrímsen var þá bæarfógeti. Honum er svo lýst, að hann hafi „verið valmenni, lærður í lögum og rjettsýnn í úrskurðum." Svo er að sjá, sem hann hafi haft hálígaman af þessu. Má lesa það út úr þeirri kímni, sem kemur fram í rjettarstefnunni hjá honum, þar sem hann hefur upp orð Pjeturs um að taka þetta mál undir ná- kvæma rannsókn, rjettvísinnar og sinnar vegna. Hafði og ekki annað skoplegra mál komið fyrir hjer. En bæarfógeti stefndi þeim fjórum Sigurði, Hannesi, Guðmundi. og Sigmundi, ásamt Pjetri, að koma fynr lögreglurjett 12. janúar. Þangað komu þeir allir og var Pjetur hinn harðasti í öllum kröf- um fyrst í stað, en þegar á átti að herða hafði hann engar sannanir á hendur þeim fjelögum. „Eftir langsama tilraun politírjettarins var sættum komið á“, segir bæar- fógeti. Hafði hann þá jafnað deilu- máiin þannig, að Pjetur afturkalf- aði kæru sína og lýsti yfir ,oiðuj> falli sakar með því móti að þeir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.