Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 11
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS '? 183 sínu og beið þess að Ilanncs kæmi, því að þeir sváfu saman. Heyrir hann þá alt í einu að einhver rjálar við gluggann. í sama bili kemur Hannes og spyr Pjetur þegar hvort hann hafi komið á gluggann, en Hannes neitar því. — Þótti Pjetri þetta undarlegt og kallaði Hannes þá tii Sigurðar og spyr hvort hann haí'i verið að glettast við Pjetur, en Sigurður kvað það ekki vera. Gekk Hannes þá til hvílu, en rjett þegar hann er háttaður, lieyrist enn þrusk og skurk við giuggann og sýnu meira en áður. Pjetur stökk þá fram úr rúminu og slökti ljósið. Gægðist hann síðan varlega út um gluggann, en sá ekkert, því að niða- myrkur var úti. Þessi læti á glugganum stóðu nokkra stund, en rjett á eftir heyrð -ist ámátlegt ýlfur fyrir utan svefn- herbergisdyrnar ,svo er klórað í hurðina og síðan rekið bylmings- högg í hana. Fór Pjetri þá ekki að verða um sel og setti að honum all- mikinn ótta. En Hannes ljet þetta ekki á sig bíta. Hann fór á fætur, opnaði hurðina og kallaði fram í myrkrið hvort nokkur væri þar. Enginn svaraði, svo að Hannes lok- aði aftur og gekk til rúms síns, eins og Sigurður kvað: Hannes ekki huga brá hurð upp lykur stofu, en hann sagðist ekki sjá úti neina vofu. I sæng nam leggjast sína þá seggurinn huga gæddur. Pjetur heyrði, og Pjetur sá, því Pjetur einn var hræddur. „Samt hlýtur þetta að vera draug -ur eða vofa,“ sagði Hannes við Pjetur. Um leið og hann slepti orðinu kemur enn högg á hurðina. Pjetur stökk þá á fætur og náði í byssu, sem hann átti og hekk þar á vcgg. Byssan var að vísu óhlaðin, svo að hann gruflaði þar niður í skatthol til að leita sjer að púðri. Jafnframt hafði hann í hótunum við drauginn að hann skyldi skjóta á hann og valdi honum mörg hrak- yrði. En meðan hann ljet þannig dæluna ganga, kemur enn högg á hurðina og er það langmest. Þá varð Pjetur svo hræddur að hann hentist háhljóðandi upp í rúmið og skreið upp í horn og hnipraði sig þar saman. — Síðan heyrðu þeir Hannes báðir líkt og hvalablástur mikinn og þar næst koma eldglær- ingar inn um skráargatið á hurð- inni. Gekk á þessu nokkra stund, og hafi Pjetur efast um það áður að hjer væri illur andi eða sending komin, þá var hann nú viss um að svo væri. Þegar þessum ósköpum Ijetti bað hann Hannes allþarfsamlega að kalla á Sigurð og biðja hann að koma þessum fjanda burtu, því að hann hafði trú á því að Sigurður vissi lengra nefi sínu og væri auk þess kraftaskáld, ef hann vildi beita því. Hannes fór nú fram og var um stund úti. Komu þeir Sigurður svo inn og sögðu Pjetri að úti fyrir hefði verið hræðilegt skrímsli en sjer hefði tekist að fæla það á brott. Síðan kveikti Hannes ljós og tóku þeir tal saman um þennan atburð. Brýndu þeir það alvarlega fyrir Pjetri að hann mætti alls ekki skjóta á drauginn, því að við það mundi hann magnast um allan helming. Eigi mætti hann heldur ráðast á hann, þótt hann sæi hann, því að það gæti hreint og beint kostað líf hans vegna þess að hann var hræddur. Hlýddi Pjetur á þetta með mikilli athygli og trúði hverju orði sem þeir sögðu. Að því búnu gekk hann til náða aftur, en ekki kom honum dúr á auga þá nótt. NÆSTI dagur leið svo fram undir rökkur að ekld bar til tíðinda, en uggur nokkur var í Pjetri út a£ því að draugurinn mundi koma aftur er dimt var orðið. Og ekki batnaði honum við það er Guð- mundur „fjósarauður“ brá honum á eintal í rökkrinu og sagði hon- um frá því, að hann hefði mætt einhverri vofu þar fyrir utan. „Sagðist hún vera send til þín og eiga að drepa þig,“ sagði Guðmund- ur. Þetta þótti Pjetri ekki góðar frjettir og bað hann þá nú blessaöa að sitja inni hjá sjer, Sigurð, Hann- es, Guðmund og Kristján Jakobs- son. Kvað hann sjer segja svo hug um að nú væri betra að vera við- búinn, því að draugurinn mundi ekki lengi láta standa á sjer úr þessu. En reynandi væri að slæva liann með ljósum og góðu orði. Síðan kveikti Pjetur tvö ljós í stoíunni, náði sjer í Passíusálm- ana og byrjaði að syngja, eins og Sigurður kveður: _ . Hallgrímssálma höndlað gat, því hugurinn vondu spáði, um Pjetur þann í salnum sat sönginn velja náði. Um leið og Pjetur byrjaði að syngja, kom högg á hurðina. En nú var Pjetur hinn öruggasti er hann hafði svo marga menn inni hjá sjer. Hann þreif byssuna og barði með skeftinu bylmingshögg í hurðina á móti, og skipaði þess- um illa anda að fara norður og niður, svo sem hann kvað á. Einhverjir af þeim fjelögum höfðu verið á ferli við og við og nú kemur Kristján í þessu að utan og kveðst hafa sjeð einhverja ó- freskju dragnast frá bænum og hverfa upp í sundið hjá Ullarstof- unni, enda hafði nú lint höggun- um um stund. Rjett á eftir er þó skratti kominn aftur og barði nú bæði glugga og hurð. Gekk á þessu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.