Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 177 lleilagrar Katrínar, þá sannar það ckki að húh hafi verið vitskert. Heil- brigði ráðstöfunarinnar sannar ó- venjulega heilbrigði sjálfrar hennar, tn form skipunarinnar sannar að i- myndunaraflið Ijck á skynjun hcnn- ar. ST JÓR N MÁL ASTEFN A hennar var einnig fullkomlega heilbrigð. Enginn efast um það, að lausn Orle- ans og krýningin í Rheims . . . voru meistaraverk, sem björguðu Frakk- landi. Napóleon, eða hver annar snillingur, sem ekki lætur blckkjast af hugarburði, hefði getað gert þcss- .ar áætianir ... Raddir og sýnir Jóhönnu voru hugs anir og brjóstvit sjálfrar hennar, það sást, þegar þær brugðust henni, eink- um meðan á rannsókn máls hennar stóð, þcgar raddirnar fullvissuðu hana um það, að henni yrði bjargað. }>ar viltu vonirnar hana, en þær voru samt ckki óskynsamlegar. La Hire, iiernaðarfjelagi hcnnar, var með mik- inn herafla skanunt undan, og ef fylgismenn hennar hefðu haft einlæg- an hug á því að bjarga licnni, og lagt i það samskonar fcstu og hún átti, þá hefðu verið miklar likur til þess, að þetta hefði tekist. Hún skildi það ckki, að flokksmenn hennar vildu gjarnan losna við hana. Hún skildi ckki lieldur hitt, að það var miklu alvarlegri áhætta fyrir miðalda hcrs- höfðingja, eða jaínvel miðalda kon- ung, að ætla að hrifsa fanga úr hendi kirkjunnar, heldur en sú áhætta ein, sem íólst í því likamlega erfiði og þeirri hernaðaraðgerð, sem það kost- aði. Undankomuvonir hennar voru skynsamlegar, þcssvegna heyrði hún fullyrðingar Heilagrar Katrinar um að þær mundu heppnast. Þcgar það varð augljóst, að liún hafði misreiknað sig, þegar liún var lcidd á bal og La Hire kcm ekki þrumaiidr að borgarhlið- imúm, þá varpaði húr. Heilagri Katr- j ínu fyrir bcrð undir eixu. cg tck aít- ur orð sín. Þetta var heilbrigt ‘ og hagnýtt. Það var ekki fyrr en hún sá, að hún hafði ekkert grætt á aft- urköllun sinni annað en lífstíðarfang- elsi, að hún tók neitunina aftur og kaus sjer bálið, eindregið og vitandi vits. Sú ákvörðun sýndi ekki einungis fádæma hugarstyrk, heldur einnig rökvísa skynsemi, þar sem reynt var til þess ítrasta á mannlegt þor, þótt það.kostaði sjálfsmorð. En jaínvel í þessu hjelt hugarhverfingin áfram: hún tilkynnti að afturhvarf sitt væri fyrirskipun radda sinna. Hinn cfagjarnasti visindalegi lesari verður því að viðurkenna þá einföldu staðreynd, sem á ekkert skyít við geð- veiki, að Jóhanna var „sjáandi“, eins og Francis Galton og aðrir nútíma rannsóknarmenn kalla það. Hún sá ímyndaða dýr'linga blátt áfram eins og sumt annað fólk sjer imyndaðar stærðfræðimyndir og landslög með tölum umhverfis og geta því leyst minnis og reikningsþrautir, sem öðr- um cru um megn. ... VIÐ GETUM ÞESS VEGNA VIÐ- • URKENNT JÓHÖNNU og dáðst að henni. Hún var heilbrigð og hispurs- laus, skynsöm sveitastúlka, óvenju- lega einbeitt í anda og likamlega harðger. Allt, sem hún gerði, var gaumgæfilega hugsað. Þótt hugsunin væri svo hröð, að hún hafði varla meðvitund um það, og cignaði hana röddum sínurn, þá var hún rökvís kona, en fór ekki eftir blindum hvöt- um. í hernaöi var hun eins mikill raunsæismaður og Napóleon, hún hafði hans skilnmg á stórskotaliði og hans þekkingu á þvi, til hvers mætti beita því . . . Því brá aldrci fyrir að hún væri það, sem margir skáldsagnahöfundar og leikritahöfundar hafa látið í vcðri t'aka, „rómantisk yngismey“. Húu vat í cllu dcttir moldannnar, x fccnda- legu hispursleysi sínu cg haíðfengi cg í uppgerðarlausu cg sleikjulaxxsu áliti sínu á fyrirmönnum, konungum og prelátum, því hún sá á augabi'agði hvers virði hver þeirra var. Hjer hafa verið rakin nokkur um- mæli Shaw um Heilaga Jóhönnu og skilning hans á henni. í síðara hluta foi-málans ræðir Shaw um leikinn og meðferð sína á söguefni og persón- um og segir þar margt skemmtilcgt um það og um sögulega list. „Um sögu Jóhönnu vísa jeg lesandanum til leik- ritsins“, segir hann, „i því er allt, sem menn þurfa að vita um hana. En af því að það er samið fyrir leiksvið, hefi jeg þurft að þjappa saman í hálfa fjói'ðu klukkustund atburðaröð, sem í sögunni var dreift yfir fjórum sinn- um fleii'i mánuði. Leikhúsið ki'efst einingar tíma og staðar, sem nátt- úran er laus við í takmai'kalausri auðlegð sinni. Þess vegna skyldi les- andinn ekki halda að Jóhanna hafi stungið Róbert de Baudx'icourt í vasa sinn á fimmtán mínútum, eða að bannfæring hennar og dauði hafi ver- ið hálftima verk eða svo“. Shaw hef- ui' kannað söguheimildirnar og fariö eftir þeim, cn scgist þó ek’ki hafa öi'uggar lýsingar fýrir sjcr á öllum persónunum, en þurfti að geta í eyð- urnar. Samt álítur hann, að mann- lýsingar sinar sjeu sennilega öl.lu lik- ari fyrirmyndunum, cn t. d. páfa- myndirnar, sem sýndar sjeu i Uffizi í Florenz. Sumstaðar verður að gera mönnum upp orð og hugsanir, blátt áfram til þess, að miðaldamenn geti gert sig skiljanlega fyrir tuttugustu aldar mönnum. En Shaw segist aldrei gera persónunum upp annað en það, sem þær xiiundu raunverulega hafa sagt, cf þær hefðu vitað, hvað þær voru að gera. Þannig cr sögulcgt leik- rit. Annað eða mcira getúr hvorki leikrit nje saga orðið. Þ. G. & ^ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.