Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 10
LESBÖR MORGUNBLAÐSINS Hannes Erlendsson skóari 25 ára. Sigurður Breiðfjörð beykir 25 ára. Pjetur Petersen (Pjetursson) beykir 27 ár . Guðmu H nesson lausa- maður 27 ára. Samkvæmt þessu manntali hefir því 11 manns átt heima í Brúns- bæ um þessar mundir og ber það vitni um að húsakvnni hafa verið þar allmikil. Fyrir utan heimili Sigmundar búa þarna sex ungir menn einhleypir, og má nærri geta að þar hefir oft verið glatt á hjalla og upp á ýmsu fundið til dægra- styttingar og skemtunar. Og um Sigurð og Hannes er það vitað að þeir voru báðir nokkuð glens- fengnir og hrekkjóttir. AF ÞEIM, sem hjer koma við sögu, er Sigurður einn þjóðkunnur mað- ur. Hann vann þá hjá Tærgesen kaupmanni, en bæði mun vera að kaupið hefir ekki verið ríflegt og honum haldist illa á því vegna óreglú, eins og sjest á þessum vís- um, er hann kvað þá um vetur- inn: Nóg að eta og næturflet jeg hefi; alt það met með andarró, auðgast get ei framar þó. Karlinn Bakkus býður svakk á stundum, já, jeg þakka og játa þjer jeg hans krakki hlýðinn er. Sigmundur Jónsson flutti á næsta ári úr Brúnsbæ og bygði sjer þá bæ þar sem nú er Bratta- gata 5, og var hann fyrst kallaður Sigmundarbær, en síðan Birgittu- bær, eftir að Sigmundur ljest. Lárus sonur þeirra varð síðar prestur í Skarðsþingum og kall- r.ði sig Lárus S. Johnsen. Kona lians var Kristín Þorvaldsdóttir frá Iirappsey, er síðar giftist Jóni Árnasyni bókaverði. Kristján Jakobsson var ættaður frá Kaupangi í Eyafirði Þegar Jrúnsbær var rifinn um 1830 bygði hann þar timburhús í fjelagi við Hannes, en seldi honum sinn hlut í því sama 'árið og fluttist í Skálann við Grjótagötu, þar sem Benedikt Gröndal assessor hafði búið. Síðar (1832) keypti hann verslun Jóns Gíslasonar í Stýri- mannshúsinu og kallaði sig síðan Chr. Jacobsen. Kona hans var Anna Margret dóttir Melbys beykis. Dætur þeirra fóru til Kaupmanna- hafnar, ráku þar lengi matsölu og voru jafnan nefndar Jacobsens- systur. Um Pjetur beyki veit jeg fátt. Samkvæmt ljóðabrjefi Breiðfjörðs til sjera Hannesar Arnórssonar, hefir Pjetur dvalist 12 ár í Hrapps- ey og síðan farið til Kaupmanna- hafnar. Eftir það kallaði hann sig Petersen. Hann hefir verið hálfgert rolumenni,. hjátrúarfullur og trú- gjarn, eins og síðár kemur fram. Guðmundur Hannesson er hjer nefndur lausamaður, en hann var þá orðinn böðull (hríshaldari) í Kjalarnesþingi, þótti mikil upp- hefð að og taldi sig með valds- mönnum. Starf hans lá aðallega í því, að hýða sakfelda menn, eða eins og Sigurður Breiðfjörð kemst svo hnyttilega að orði um hann: Sá er maður settur til að sópa fólk á lendum. Guðmundur fekk vinnu sína vel greidda. Fyrir 10—15 högg fekk hann einn dal, fyrir 2x27 vandar- högg 2 dali, fyrir 3x27 högg 3 dali og fyrir kaghýðingu 5 dali. Hann átti sjer kenningarnafn og var kallaður „fjósarauður." Þegar hýð- ingar voru af teknar varð hann sótari og kamarmokari bæarins og átti lengi heima í Suðurbæ. Ekki er ósennilegt að Sigurður Breiðfjörð hafi verið kunnugur Pjetri frá fornu fari og vitað hvað hann var einfaldur og auðtrúa. Þó mátti hann hafa komist að því af kynningunni við hann þarna í Brúnsbæ. En það er allra manna mál að Sigurður hafi staðið fyrir því, að þeir fjelagar tóku sig sam- an um að gera Pjetri glettingar nokkrar og hræða hann með draugagangi. Varð út úr því mál, sem sumir hendu gaman að, en öðrum þótti ljótt og töldu að þeir Sigurður hefði lagst lágt og orðið sjer til minkunar með ósæmileg- um strákskap. Pjetur kærði þá fje- laga fyrir bæarfógeta nokkru seinna ,og þótt þeir slyppi þar vel, mun Sigurði hafa þótt nauðsynlegt að þvo hendur sínar betur. Orkti hann þá langa rímu, sem nefn- ist „Draugaríma" og gerir þar sem minst úr hlutdeild sinni og fjelaga sinna í draugaganginum. Annars rekur hann söguna á mjög svipað- an hátt og Pjetur segir frá henni, en getur þó um ýmislegt, sem Pjet- ur minnist ekki á og miðar það flest að því að gera framkomu Pjeturs sem rolulegasta og brosleg- asta. Var ekki von að Pjetur færi að tíunda mikið af slíku. Frásögn sú, er hjer fer á eftir, er unnin úr báðum þessum heim- ildum, rímunni og kæruskjali Pjet- urs, en það er allýtarlegt. Fylti skýrslan heila örk, eins og Sigurð- ur kveður: Klögunin var svo upp sett síst með flýtis hripi, hún var rituð hreint og þjett á heilu Nóa-skipi. SAGAN hefst í Brúnsbæ um mið- nætti hinn 4. desember 1823. Þá voru allir gengnir til náða í hús- inu nema þeir Hannes, Sigurður og Guðmundur. Þeir voru frammi í eidhúsi. Pjetur iá vakandi í rúmi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.