Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 12
56 LESBÓK MOIIGUNBLAÐSINS Jijróta ótiad í larátttmni viJ kRABB AIVIEKIM i L ve&a niÉur óttann vi& jja& er a EF HRÆÐSLAN ein saman gæti orðið mönnum að bana, þá mundi ótt- inn við krabbamein sennilega vera skæðari en nokkur drepsótt. En þótt svo sje ekki er óttinn í sjálfu sjer nógu slæmur. Hann er auk þess ástæðulaus, því að læknavisindunum hefir tekist að finna ráð til þess að stöðva þær þjáningar, sem krabbameini fylgja. Krabbamein er ekki jafn ótta- legt og margur heldur. Það er þcg- ar sannað, að ýmsar tegundir af því má lækna, og auk þess er hacgt að stöðva þjáningarnar, sem því fylgja og margir eru hræddastir við. Vísindamenn vinna að því nótt og dag að finna ráð til þess að lækna krabbamein. Samtímis hefir amerískum læknum tekist að finna nýa aðferð til þess að vinna bug á þeim þjáningum, sem venjulega fylgja krabbameini. Þessi góðu tíð- indi eru kunn meðal lækna, en al- þýða manna veit þetta ekki enn. Dr. Thurman B. Rice prófessor í heilsufræði við háskólann í Indiana og ritstjóri „Bulletin of the Indiara State Board of Health“, hefir látið svo um mælt, að óttinn við krabba mein hamli mörgum sjúklingum frá þvi að leita læknis. Þess vegna dragist það oft úr hömlu að sjúkl- ingur sje skoðaður og þctta vcrði oft til þess að vcikin sje komin á það stig að hún sje ólæknandi. Til þess að koma í veg fyrir að menn dragi það á langinn og þang- að til í óefni er komið að láta skoða sig, telur dr. Rice besta ráðið að fræða almenning scm alLra best uin alt, sem lýtur að þessum sjúkdómi. „Sjukluigur, sem er hræddur, læt- ur bugast, hinn, sem skilur ástand sitt, er líklegur til þess að taka upp baráttu gegn sjúkdómnum“, segir hann. Á byrjunarstigi fylgja engar þjáningar krabbameini, og stund- um ekki hcldur þótt sjúkdómurinn hafi ágerst. En á lokastiginu fylgja honum altaf meiri og minni þján- ingar. Og nú hafa vísindin fengið vopn í hendur til þess að lina þess- ar þjáningar og jafnvel að losa menn alveg við þær. Mörgum sjúklingum batnað tals- vert af X-geislum og radíumlækn- ingum, enda þótt tæplega geti ver- ið um fullkominn bata að ræða. Stundum er hægt að skera burt meinið og þá linast þjáningarnar. Það er líka hægt að skera sundur taugar, eða hindra með innspýt- ingu að taugarnar geti borið boð um þjáningar til heilans. Um hin nýu kvalastillandi íneð- ul segir dr. Rice, að þau geti kom- ið í staðinn fyrir morfin, og það sje nú ekki lengur nuaðsynlegt til þess að lina þjáningar sjúklinga. „Áður fyr“, segir dr. Rice, „var morfinið eina meðalið, sem nokk- urt gagn var í til þess að hna þján- ingar, en það hafði þann stóra ó- kost að liætla var á að menn yrði morfinistar, ef þerr þurftu að faka það inn til langframa. Það þarf sjerstakrar aðgæslu við um slíka sjúklinga að þeir venjist ekki svo á það að þeir geti ekki án þess ver- ið“. Stundum draga svefnlyf mjög úr þjáningum og gefa sjúklingum kost á værum svefni. En um sum þeirra er sama máli að gegna og um mor- finið, að menn geta vanist svo á þau að þeir geti ekki án þeirra verið. Einn af kunningjum mínum — segir greinarhöfundur — hefir gengið með ólæknandi krabba í rúmt ár. Hann er bóndi. Auðvitað verður hann altaf að liggja í rúm- inu. Hann á ekki langt eftir, og hann veit það. En svo vel hefir tekist að lina þjáningar hans, að honum líður yfirleitt vel. Kunn- ingjar hans koma að heimsækja hann, og við þá spjallar hann og gerir að gamni sínu. Hann þakkar það hinum nýu meðulum hvað sjer líður vel. Á seinni árum cr mjög farið að nota deyfingar þegar krabbameinið er á vissum stöðum, t. d. í mjöðm eða læri. Þá er spýtt deyfilyfi neðst í mænuna og sársaukakendin þannig stöðvuð. Stundum er aftur á móti notuð sú aðferð að skera sunriur taugar, sem flytja sársauka- kendina, og á þetta við t. d. þegar um krabbamein í maga er að ræða. En þá er líka annað ráð að skera mcinsemdina úr maganum. Hcfir oft verið bjargað lífi manna með þvi að nema burt alt að tveirrtur þriðju hlutum magans. Læknar forðast að segja nokk- uð um það hve lengi menn geta lifað. eftir að vitað cr að |)cir cru með krabbamein. En allir taka þeir undir það einum rómi, að því fvr sem sjúkdómurinn finst, því auð- veldara sje að lækna hann. En sje sjúkdómurinn kominn á það stig, að liann sje olæknandi, þá er þó hægt að lengja hf manoa og sja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.