Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 2
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jeg komst til Carlisle, sem er smábær rjett sunnan við landa- mærin, og var klukkan þá ellefu um kvöldið. Þar fór jeg inn í knæpu og fekk mjer mat og te. Afgreiðslustúlkurnar sögðu mjer að hvergi væri hægt að fá gistingu í þorpinu, því að þar væri alt fult af bílstjórum, sem væri að aka járni til Leeds. Þetta reyndist alveg rjett. Þegar jeg fór að athuga stað- inn sá jeg að margir bílstjórar sváfu í bílum sínum, eða í smá- tjöldum. Jeg kunni nú ekki við að vekja upp í tjöldunum, svo jeg ai'rjeð að halda dálítið lengra á- fram þótt myrkt væri. Hafði jeg nú ekki langt farið er mig bar að bópdabæ og sá þar stóran hey- slakk með járnþaki yfir. Þarna var lúnn ákjósanlcgasti nátlstaður. Jeg læsti því hjólinu og bjó um mig í lleyinu. Svaf jcg þar vært til morguns cr vinnumenn bónda komu og tóku að aka heyi í garð- inn. Þeir voru hinir vingjarnleg- ustu við mig og buðu mjcr inn og gáfu mjer tc og kökur. Nú vur blíðskaparveður og glað'a sólskfn. Jeg legg á stað um níu- leytrð og stefm upp til Pennme- fjalla. Þau eru nokkuð há, um 2370 fet. Lítið er um skóg, nema þar sem hann hefir verið ræktað- ur. En hjer er ljómandi fallegt og hjer er alt krökt af Cheviot-fje, sem er alt golsótt á litinn. Hjer sá jeg þær stærstu rjettir, sem jeg hefi augum litið, líklega um kíló- metra á hvern veg. ÞAÐ ER erfitt að hjóla upp fjöll- in. Efst í þeim cru snjóstikur, og minti það mig á Holtavörðuhciði heima. Jeg var svo heppinn að fá að sitja í bíl, sem var á leið til Leeds með járnlarm, og munaði mig það miklu. því að þarna í Pennina fjöll- um er crfiðasti vegurinn, scm jeg þurfti að íara. En þetta varð skammgóður vermir, því að innan lítillar stundar varð það óhapp að tveir hjólhringar sprungu og „felg- urnar“ um leið. Ástæðan var sú, að bíllinn var ofhlaðinn, voru á honurn 5 smálcstir af járni. Bíl- stjórinn skýrði mjer frá því að þessir járnflutningar l'æri fram á bilum, vrgna þess að járnbrautar- mannaverkfall væri á, og þar sem þetta væra ákvæðisvinna, seildust bílstjórar til þess að hafa sem mest á bílunum, og vera þó sem fljót- astir í ferðum. Nú kvaðst hann þurfa að bíða hjer í eina ldukku- stund, en þá kæmi bilalest og þá gæti hann fengið varahjól að láni. Þetta stóð heima. Og nú var hald- ið áfram með ofsa hraða til þess að vinna upp töfina. Þegar kom- ið var niður úr Pennina-fjöllum sáum við hvaða afleiðingar slíkur þeysiakstur getur haft. Þar hafði bíll ekið út af veginum og rekist á trje og farið í mola. Það er miög hættulegt að lenda hjer út af vegi, því alls staðar er trjám plantað meðfram vegunum. Á næstu vegamótum skildi jeg við bílinn. Hann fór til Leeds en jeg fór veginn til Broadford. Er þar ljómandi fallegt landslag. í Broad- ford snæddi jeg miðdegisverð. Það- an lá svo leið mín um Doncaster, sem er allstór borg og þrifaleg, og svo áfram til Retford. Þangað kom jeg í myrkri og stöðvaði mig lög- regluþjónn, vegna þess að jeg var ljóslaus. Hann kærði mig þó ekki, en spurði hvort jeg vildi ekki taka að mjer að aka bíl, jeg skyldi fá eitt sterlingspund á dag í kaup. Það runnu á mig tvær grímur og mig hálflangaði að taka þessu boði. Lög- regluþjónninn útvegaði mjer þá herbergi í gistihúsi og bað mig að hitta sig morguninn eftir. Það gerði jeg og lórum við svo saman á lög- regiustöðina. En þegar þaö kom upp úr kafinu að jeg var mcð „transit“ vegabrjcf til Frnkklands, sögðu þeir að jeg yrði að fara til Frakklands fyrst, en koma svo hingað aítur ef jeg vildi fá vinnu. Jeg helt því áfram för minni og lá leiðin nú yfir Lincolnhálendið og Miðlöndin. Jeg fór -rjett fyrir utan stórborgina Birmingham. Þar gnæfa reykháfar cins og skógur. Næst cr svo Newark; stór og í’allcg- ur bær. Þar var geisxstór markað- ur og voru þar aðallega seldir naut-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.