Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBL MDSINS 51 Þessi eðlisfræðingur var nú þegar tekinn og sendur rakleitt til Moskva. Síðan hefur. ekkert til hans spurst. En skömmu eftir hvarf hans komu rússneskir malmleitar- menn, verkfræðingar og herlið til Oberschlema og Aue. Jafnframt var lýst yfir því að landinu væri lokað, þarna væri bannsvæði. Þetta bannsvæði er nú orðið stærra en Ruhrhjeraðið. Það er eins og þríhyrningur í laginu, grunnflöturinn milli Zwickau og Chemnitz í Saxlandi, en totan nær alla leið suður að Karlsbad í Tjekkó slóvakíu. Það skiftir engu máli fyr- ir Rússa, að nokkur hluti þessa bannsvæðis er í Þýskalandi, en nokkur hlutinn í Tjekkóslóvakíu, því að landamæri eru ekki lengur til þarna nema í orði kveðnu, held- ur eru Rússar jafn einráðir í Tjekkó slóvakíu eins og þeir eru í eystra hernámshluta Þýskalands. Þegar rússnesku byltingarinnar var minst í Prag hinn 6. nóv. s.l. mintist Zapotocky forsætisráðherra á það, að Tjekkar hjálpuðu Rússum um úraníum, og að þeir væri stoltir af því að geta þannig hjálpað stóra bróður. Hitt mintist hann ekki á, að þúsundir frjálshuga Tjekka hafa verið sendar til þrælkunarvinnu í úraníumnámunum. RÚSSAR hafa kastað eign sinni á allar námur á bannsvæðinu, og einnig á öll fyrirtæki Þýskalands megin, sem á einhvern hátt stóðu í sambandi við námagröft. Hafa þeir sameinað þetta í eitt allsherjar fyrirtæki, sem þeir nefna „Wis- muth A. G.“ en er ekki annað en deild úr malmiðjuhring sovjets. — Undir þessu nafni reyna þeir að skýla því hver tilgangurinn er. „Wismuth A. G.“ var stofnað í maí 1947 og hefur nú undir 20 nám- ur, þar sem úranium er unnið. Eru námur þessar, eða námasvæði á víð og dreif, en aðallega þó hjá Ober- schlema, Niederschlema, Aue, Annaberg, Marienberg, Schwarzen berg og Johann-Georgenstadt. Að- albækistöð fyrirtækisins er í Aue. Forstjóri þess er Maltsev, hershöfð ingi í Rauða hernum, og hefur hann undir sjer ýmsa rússneska verk- fræðinga og hagfræðinga, sem all- ir hafa nafnbætur í Rauða hernum. Framkvæmdastjóri er Baranjok majór og hann hefur yfirráð 87.000 verkamanna. í Tjekkóslóvakíu er fjelag með sama nafni, en það er ekki annað en grein af þessu rússneska fyrir- tæki. Það sjer um námareksturinn í Bæheimi, en Rússar hafa ná- kvæmt eftirlit með öllu, sem fram- leitt er þar. ÞEGAR námugröfturinn í Sax- landi hófst árið 1946, var vinnuafl- ið ekki mikið, líklega 15—20,000 manna. Voru það aðallega fylgis- menn Hitlers, SS-menn og SA- menn, sem teknir voru í þræla- vinnu. Það var nú samt ekki farið jafn illa með þá og við mátti bú- ast, enda eru nú margir þeirra orðnir helstu ráðunautar Rússa og verkstjórar í námunum. Brátt var vinnuaflið aukið þarna með því að senda þangað „annars- konar glæpamenn", sem sje jafn- aðarmenn, sem ekki vildu eiga samneyti við kommúnista, kristi- lega jafnaðarmenn og frjálslynda, sem voru ákærðir fyrir skemdar- verk og makk við Vesturveldin og loks kommúnista, sem talið var að hefði svikist undan merkjum, eða ekki fylgt línunni frá Moskva. Enn fremur voru sendir þangað her- menn úr Rauða hernum, sem dæmd ir höfðu verið fyrir allskyns yfir- sjónir. Það var því misjafn sauður í mörgu fje þarna í þrælavinn- unni. Þegar reksturinn fór að færast í aukana, kom í Ijós að ekki var hægt að fá nægan vinnukraft á þennan hátt. Varð því að leita nýrra bragða. Voru nú gerðir út leiðangr- ar til þess að ræna mönnum. Þeir, sem stóðu fyrir þessu þokkalega atferli voru kallaðir „Kopfjáger“ — eins og mannætur og villimenn — og þeim tókst að smala álitlegum fjölda manna til þrælkunar á ár- unum 1947—48. Aðallega var rænt þeim mönnum, sem áttu heima á hernámssvæðum Vesturveldanna, en voru staddir á hernámssvæði Rússa. Voru svo mikil brögð að þessu að hernámsyfirvöld Breta, Frakka og Bandaríkjanna mót- mæltu harðlega mannránunum. Síðan í ársbyrjun 1949 hafa Rúss- ar beitt allskonar brögðum til þess að ná í nægilegt vinnuafl. Bæði er nú það, að þeir þurfa á vaxandi vinnuafli að halda og svo verða mikil vanhöld meðal verkamann- anna, því að þeir hrynja niður og margir strjúka. Hefur nú verið tek- inn sá kostur að skylda menn um alt Austur-Þýskaland til þess að vinna í námunum. Harðast hefur þetta komið niður á Saxlandi og Thúringen, sem næst liggja náma- svæðinu, en það bitnar einnig all- þungt á Sachsen-Anhalt, Branden- burg og Mecklenburg. Ef verka- menn vilja ekki hlýðnast því að fara til námanna, taka Rússar af þeim alla skömtunarmiða, svo að þeim eru allar bjargir bannaðar. Svo er látið heita, að þessi skyldu vinna sje aðeins eins árs skylda, og eftir árið sje verkamennirnir lausir. En þeir hafa komist að raun um, að ekki er auðið að sleppa aft- ur fyr en Rússum þóknast. Þessi árssamningur, sem þeir gera við rússnesku yfirvöldin, framlengist sem sje af sjálfu sjer alveg óendan- lega. Enginn getur losnað, nema því aðeins að hann fái mann í staðinn fyrir sig, og það er ekki hlaupið að því, þar eð enginn fer af frjálsum vilja í námavinnuna. Frh. á bls. 55.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.