Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 55 Bannsvæðið Frh. af bls. 51. Um leið og verkamaðurinn kem- ur inn á hið afgirta svæði, er hann fangi. Öll skilríki hans eru tekin af honum, en í þeirra stað er honum fengið skráningarkort á rússnesku og samkvæmt því má hann ekki hreyfa sig frá þeim stað, þar sem honum hefur verið skákað niður. Fjölmenn þýsk lögregla, sem er undir yfirstjórn rússneskra her- manna, er látin gæta þess að eng- inn komist undan. , ÞRÁTT fyrir allar þessar varúðar- ráðstafanir hefur þó þúsundum verkamanna tekist að flýa og marg ir þeirra hafa komist til hernáms- svæða Vesturveldanna. — Frásagn- ir þeirra um þrælahaldið í nám- unum og meðferð á vinnuaflinu, eru alveg nákvæmlega samhljóða. Vinnuharka er óskapleg, en allur aðbúnaður og vinnuskilyrði mjög bágborin, vegna þess, að fólki hef- ur verið hrúgað þarna saman und- irbúningslaust og skipað að grafa úraníum úr jörð. Námulyftur eru hvergi. Þess vegna verða verka- menn að fara í stigum niður í nám- urnar, og er þar sums staðar alt' að 150 metrar niður á gólf. Þeir sem veikjast niðri í námunum verða að liggja þar, nema því aðeins að fje- lagar þeirra beri þá á bakinu upp alla stigana. Loftræsting niðri í námunum er mjög bágborin og eng ar ráðstafanir eru gerðar til þess að forða slysum. Verkamennirnir eru illa klæddir og óhentuglega til þess að vinna þar, sem geislavirk efni eru. Afleiðingin er sú, að fjöldi manna sýkist, einkum af allskonar lungnakvillum. Fjöldi manna ferst af slysum og mörg stórslys hafa orðið. í októ- ber s.l. varð sprenging í námu hjá Johan-Georgenstadt og þar fórust 290 menn af 300, sem voru að vinna í námunni. Náma, sem nýlega er farið að vinna í Schenesberg, hefur reynst svo hættuleg; að hún hefur fengið nafnið „Helnáman“. Annars ber þess að geta, að upp á síðkastið hafa verkamenn þarna fengið betra viðurværi og yfirleitt hærra kaup, heldur en annars stað ar á eystra hernámssvæðinu. Allir vinna ákvæðisvinnu, og þeir, sem skara fram úr, fá betri mat en aðrir og jafnvel tóbak. Húsakynni námumanna eru hryllileg. Mönnum hefur verið hrúgað saman á stöðum, þar sem lítil bygð var áður. Og þótt mönn- um hafi verið troðið inn í alla kofa hjá bændum og hverja smugu, þá verður þó allur þorrinn að hafast við í einföldum skúrum, og þar eru þrengslin svo mikil að 10, eða fleiri menn eru um hvern klefa. OBERSCHLEMA var áður aðal- lega sumarbústaðir, en nú eru þar 18.000 manna. í Annaberg var á fyrstu árum úraníumæðisins hrúg- að saman 20.000 manna, en nú eru þar 50.000. í Aue hefur íbúatalan tvöfaldast eða þrefaldast á skömm- um tíma. Hversu mikið úraníum fá svo Rússar af þessu bannsvæði? Það er sagt að 40—60 flutningabílar, full- hlaðnir malmgrýti, fari þaðan á hverjum degi. Mest af því fer til Rússlands, en þó fer nokkuð til verksmiðju, sem Rússar hafa í Crossen hjá Muldeánni. Kostnaðurinn við þetta er auð- vitað gífurlegur, og lítið í aðra hönd. En Rússum vex ekki kostnað urinn í augum, því að þeir láta Þjóðverja greiða hann. Á öllu bannsvæðinu hafa Rússar . -j ; ' 7- r— komið á sínum aðferðum með eftir- lit. Þeir hafa þar óteljandi njósnara og leynilögreglumenn til þess að njósna um verkamennina, og svo hafa þeir óteljandi leynilögreglu- menn til þess að njósna um þessa njósnara. Þar er hver maður sett- ur til höfuðs öðrum eins og í Rúss- landi. Annað fyrirkomulag er og með rússnesku sniði. í Hamborgarblað- inu „Die Welt“ stóð nýlega grein eftir mann er Scherbel heitir og hafði strokið frá námasvæðinu. Þar segir frá því hvernig misklíðar- efni eru útkljáð. Formaður verka- maniiaflokksins í Oberschlema hafði mótmælt því hvernig verka- mennirnir voru píndir áfram. Af- leiðingin varð sú, að 10 af helstu foringjum verkamanna voru kvadd ir saman á fund, og þar tilkynti þeim rússneskur majór, sem Tehor lov heitir, að formaðurinn væri hjer með rekinn, og alveg ókunnur maður, Richard Grundel, ætti að taka við af honum. „Við neituðum að samþykkja þetta“ segir Scher- bel, „en þá læsti Tehorlev hurðinni, miðaði á okkur marghleypu og neyddi okkur til að samþykkja.“ ^ ^ ^ ^ ^ PIPARSVEINN ÞESSAR eru ástæðurnar til þess að maður verður piparsveinn: 1. Hann hefur fengið reynslu af ást- inni. 2. Hann vissi hvenær hann átti að stinga við fótum. 3. Hann er viss um að einn kemst jafn vel af og tveir. 4. Hann veit meira um kvenfólkið heldur en nokkur giftur maður — ef svo væri ekki, þá væri hann giftur. ★ Konan var að ráða krossgátu. „Æ, hvað er nú nafnið á kvenkyns kind?“ sagði hún. „Rolla“, hreytti maður hennar út úr sjer, og það varð upphaf að stórkost- legu rifrildi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.