Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 10
518 LESBÖK MORGUNBLABSINS augum, að sem flestar stúlkur gætu notið skólavistar. Níunda tug síð- astliðinnar aldar voru harðindi í landi og hafísar miklir, svo hagur almennings, einkum norðanlands. stóð mjög höllum fæti. ■*q -iú minnist afkomu skólans, hinnar fátæku stofnunar, hlýt jeg að dást að dugnaði og hugrekki forstöðukonunnar, frú Valgerðar Þorsteinsdóttur. Hún var ekkja Gunnars prófasts Gunn- arssonar. Á blómaskeiði æfinnar Frh. af bls. 15. sjer ekki óðslega að hagnýta nám- urnar því að það borgaði sig varla. SVO liðu 10 ár. Þá var það árið 1945 að jarðfræðingar og verkfræð- ingar voru sendir til Odendaals Rust, og höfðu meðferðia stóra jarðnafra. Þeir boruðu þar á fjölda mörgum stöðum bæði djúpt og gFunt. Eru það hinar víðtækustu og skipulegustu jarðboranir, sem fram hafa farið í Afríku. Hinn 16. apríl komu þeir í 1300 metra dýpi niður á gullæð, sem við frekari rannsóknir reyndist vera miklu stærri en nokkur hafði gert sjer í hugarlund. Og brátt barst út fregn um það, að fundin væri ,,auð- ugasta gullnáma veraldar“. Og jarð fræðingamir sögðu að þama mætti ausa upp milljónum. Þessi fræga borhola var rjett á mörkum þeirra landsvæða, sem námuf jelögin höfðu helgað sjer. Og þegar nú fregnin um þetta barst til Johannesborgar og þaðan til Lundúna, þá fóm hlutabrjef þess- ara námufjelaga óðum að hækka í verði. Hlutabrjefin höfðu upphaf- lega kostað 5 sh., en þau höfðu ekki borið neinn arð og höfðu því gengið kaupum og sölum fyrir hálfvirði. hafði hún orðið að þola dýpstu sorgir mannlegs lífs. En aldrei heyrðist hún kvarta um nokkra örðugleika. Það var eins og hún vildi engan láta vita af þeim. Hún vann jafnan sitt erfiða starf æðru- laust, með einstakri ósjerplægni, þolgæði og skyldurækni, fvrir lít- ið endurgjald. Þjóð vor stendur því vissulega í mikilli þakkarskuld við þessa mikilhæfu og merku konu. Ritað í marsmánuði 1948. En nú urðu menn gripnir af gull- æði og alt ætlaði vitlaust að verða í kauphöllunum. — Á skammri stundu hækkaði verð hlutabrjef- anna upp í 130 sh. „Kaupið, kaupið alt hvað þjer getið“, símuðu kaup- hallarmiðlarnir í Lundúnum til um boðsmanna sinna í Suður-Afríku. Á kauphöllinni í Jóhannesborg var alt í uppnámi. Þangað flyktust eigi aðeins þeir, sem vanir voru að kaupa og selja, heldur allskonar fólk, svo sem skrifstofumenn, vjel- ritunarstúlkur og jafnvel sendi- sveinar og allir vildu ná í hluta- brjef í gullnámunni. í Lundúnum hækkaði verðið á hlutabrjefunum miklu örar en í Jó- hannesborg. Var því hægt að græða stórfje á einu símtali við Jóhannes- borg og láta kaupa hlutabrjef þar og selja þau svo aftur fyrir miklu hærra verð í Lundúnum. Hjer gat oltið á mínútum hver væri fyrstur til og kappið og æsingin jókst marg faldlega. Kauphallarbraskararnir keptust um að síma. Með einnar mínútu forhlaupi gátu þeir grætt 1000 Sterlingspund eða meira. Þannig varð hið hrjóstuga land hjá Odendaals Rust til þess að hleypa æsing og trylling í kaup- hallarviðskifti í tveimur heimsálf- um. Á einum degi græddu kaup- hallarbraskararnir samtals um 200 milljónir króna. —o— ENGINN þarf að ganga að því gruflandi að í Odendaals RuSt rís brátt upp stórborg, og verður máske áður en varir fjölmennari en höfuðborg ríkisins, Bloemfontein, en þar eru nú 60 þús. íbúa. Til þessa eyðistaðar, sem er um 100 km. fyrir norðan Bloemfontein, er nú verið að senda 10 þúsundir hvítra manna, sem kunna náma- gröft, og auk þess 40 þúsundir Svertingja til stritvinnu. í vor var þegar farið að skipuleggja bygg- ingar þarna handa þessum sæg og byrjað að reisa hús. Bændurnir, sem áttu jarðirnar græða líka stórkostlega á þessu því að verð á lóðum hefur hlaupið upp úr öllu valdi. „Daily Mail“ hefur sagt frá því, að fyrstu lóðirnar hafi verið keyptar fyrir sem svarar 200 krónum. En eftir lítinn tíma var verðið á þessum sömu lóðum komið upp í 20.000 króna. Og enn hækkaði það upp í 50.000 króna. Sumir bænd urnir þarna höfðu selt jarðarskika sína fyrir 500 krónur þegar þeir voru kallaðir í herinn haustið 1939. Og nú sitja þeir með sárt ennið. Hinir, sem heldu jörðunum, urðu í einu vetfangi aúðugri en þá hafði nokkru sinni dreymt um. Þeir eru nú að bollaleggja með sjálfum sjer hvað þeir eigi að gera við auðæfin, hvort þeir eigi að kaupa sjer stór- býli einhvers staðar, eða flytja til borganna, eða þá að ferðast urn- hverfis jörðina. Hinir gætnari ætla að vera um kyrt og sjá hverju flóði fram vindur, því að sjálfsagt verða þarna góðir afkomu möguleikar þegar farið verður að reisa þarna hvert stórhýsið af öðru: verksmiðju byggingar, vjelahallir, járnbraut- arstöðvar, gistihús, kirkjur, kvik- myndahús, verslanir, banka o. s. frv, Menn minnast þess hvernig - Gull! - Gull!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.