Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 4
512 LESBÖK MORGUNBEAÐSINS Tóft þessi stendur enn að miklu leyti, nema gaflveggurinn er fall- inn eða sokkinn niður, og er tóft- in 35 fet á lengd og 12Ví að breidd að innari. Innan í hana hefir af rælni verið hlaðinn lítill þvergarð- ur í minnum þeirra manna, sem nú lifa. Hin tóftin er öll nokkru minni, en lokuð eins og hin í þann gafl- inn sem frá berginu snýr, svo að dyr hafa hvergi verið nema uppi við bergið. Hún er 32 fet á lengd og 11 fet á breidd að innanmáli, en veggirnir eru nú mjög fallnir, bæði gaflveggurinn, sem snýr út í dæld- ina og langveggur sá, sem út frá gengur berginu austast. í þeirri tóft hefir nýlega verið urðaður hest ur uppi undir berginu, og hefir nokkuð af grjótinu úr austurvegg tóftarinnar, því miður, verið haft til þess. Þótt veggirnir sje nú allvíða fallnir eða signir í jörð, þá eru þeir þó alls staðar vel greinilegir og hafa verið nálega 4 fet á þykt. Rjett fyrir norðan eystri tóftina inni í dældinni er hola svo sem hnjedjúp. Það er brunnur sá er E. Ó. talar um. Nú er hann vana- lega þur, nema í rigningum, en gamlir menn hafa sagt mjer að áður hafi oftast verið vatn í hon- um. Allir veggir á virkinu eru hlaðn- ir úr hellugrjóti því, sem í virkinu er og er það mjög hentugt að hlaða úr. Margar hellur eru afar stórár. en þó virðast allar meðfæri þeirra manna, sem nú lifa, ef eigi eins, þá tveggja eða fleiri. Hvergi hefir verið haft neitt steinlím og hellurn ar hafa heldur ekki neins staðar verið höggnar eða lagaðar til að hlaða úr.------- Hjeraðsvirki. Margar sagnir eru um það, að menn hafi í fornöld gert virki á bæum sínum. En fræðimönnum ber saman um að þetta virki hafi ekki verið gert til varnar einum bæ, heldur hafi það hlotið að vera hjeraðsvirki, vegna stærðarinnar. Björn M. Ólsen segir, að sjer telj- ist svo til að allar hleðslurnar þarna muni hafa verið um 12.300 teningsfet, og hann kemst að þeirri niðurstöðu, að það samsvari 200 dagsverkum. Hann gerir einnig ráð fyrir að þarna hafi þurft 100—150 menn til varnar. í „Geografisk Tidskrift“ 15. árg. (og víðar) lýsir Daniel Bruun Borg arvirki. Hann segir þar meðal annars: — Borgarvirki líkist nákvæm- lega hinum svonefndu „Bvgde- borge“ í Noregi, sem O. Rygh og fleiri hafa lýst. Þær eru allar á stöðum, þar sem ilt er að komast að, svo sem á efstu tindum. Þar hafa menn líka, eins og í Borgar- virki, hlaðið grjótgarða til varnar þar sem auðveldast var uppgöngu. Á Færeyjum eru svipuð vígi í fjöllunum, en þar hafa menn sjald- an þurft að hlaða grjótgárða. En bæði þar og í Noregi finnast dæmi þess, að reist hafa verið hús til geymslu ög íveru á þessum varn- arvirkjum. Það er vitað, að á Fær- eyjum notuðu heilar sveitir þessi vígi og fluttu þangað kjörgripi sína og kvikfje, jafnvel fram á 18 öld, þegar Fransmenn, Tyrkir og Englendingar komu þangað til rána. En maður hefir engar sagnir um hin norsku virki. En það virð- ist nokkurn veginn augljóst að heil- ar sveitir hafi leitað þar athvarfs á ófriðartímum, einkum þegar bess er gætt hve virkin eru stór. Og að hús hafa verið bygð í virkj- unum, bendir til þess, að menn hafi verið viðbúnir langri umsát. — Borgarvirki er einstætt í sinni röð á íslandi. Alt bendir þar til þess, að fjöldi manna hafi getað varist þar langri umsát, ef nóg voru matvæli, því að vatnsból er þar. — (Á mynd, sem Bruun tók af virkinu, sjest að vatn er í brunn- inum og Eggert Ólafsson segir að þar sje uppsprettulind)'. Saga Borgarvirkis. Engar heimildir höfum vjer nú um sögu Borgarvirkis, nema þjóð- sagnir. Samkvæmt þeim leitaði Barði Guðmundarson frá Ásbjarn- arnesi þar. vígis, þegar hann átti að verjast herhlaupi Borgfirðinga eítir Heiðarvíg. í þeim leifum af Heiðarvígasögu, sem nú eru til, er þessa þó ekki getið. En Páll Vída- lín lögmaður segir svo frá þessu í „Skýringum yfir fornyrði lög- bókar“: „Segja svo „traditiones“ að Barði Guðmundsson í Ásbjarnar- nesi hafi það (þ. e. virkið) gera lát- ið fyrir væntanlegum ófriði Borg- firða, síðan hann hafði hefnt Halls bróður síns, og skuli þar frá sagt í Heiðarvígasögu. Barði setti varð- menn til á tveim stöðum, annan á Þóreyjarnúpi, ef Borgfirðir riðu Tvídægru, annan á Rauðanúp, hvort sem þeir riði Arnarvatns- heiði ofan í Víðidal eður Vatns- dal; skyldu varðmenn á þessum stöðum vita kynda. Svo fór sem hann sagði, að Borgfirðir komu (hvorn veginn er eigi getið); gekk Barði þá í virkið og fylgdarmenn hans, en Borgfirðir settust um það, sóttu að nokkrum sinnum og fengu ei að gjört, ætluðu þá að svelta virkismenn, og sátu í hálfan mán- uð um virkið, en hinir höfðu vist- ir ærnar. Sneru Borgfirðir frá við svo búið. „Relatio" Guðbrands Arngrímssonar eftir „traditio“ seg- ir þetta vera í Heiðarvígasögu; aðrir segja, að svo hafi þrengt að matföngum virkismanna, áður hinir viku frá, að enginn kostur væri eftir, nema eitt mörsiður; og í seinasta sinn, er Borgfirðir sóttu að, hafi einhver af virkismönnum kastað þessu mörsiðri', ásamt grjót-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.