Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 367 langan, fram og aftur. en varð hvergi hreindýra var. En bein og horn af þeim rakst hann á. Taldi hann að dýrin mundu flest hafa fallið vetur- inn 1880—81. Guðmundur G. Bárðarson prófessor ritaði grein um hreindýr í Náttúru- fræðinginn 1932. Hafði hann þá und- anfarin sumur ferðast um Reykjanes- fjallgarðinn. Á þeim ferðum hafði hann með sjer góðan sjónauka, en hann sá aldrei neitt til hreindýra og hvorki fann hann af þeim horn nje bein. Telur hann að ástæðurnar til hvarfs þeirra geti verið margar, svo sem of mikil veiði, að stofninn hafi úrkynjast, eða þau flutt sig lengra norðaustur upp á hálendið. Kemur þar að hinu sanna, sem Magnús gisk- aði á. Nú vill svo vel til að sagnir eru um það, að hreindýrin hafa rásað austur á bóginn. Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi hefur getið þess, að fyrir eitthvað 120 árum hafi hópur hrein- dýra komið í Bæjarsveit í Borgar- firði. Voru þau elt en tóku sprett- inn og alla leið upp á Kaldadal, það er menn vissu seinast. Fyrir eitthvað 50 árum kom hrein- dýr saman við fje í Stóra-Botni. Árið 1918 sáust 3 hreindýr á Mýr- um og rásuðu þau til fjalla. Sumurin 1927—29 var Guðmundur Einarsson frá Miðdal upp á Kili og sá hann þá tvisvar hreinöýr. Voru 5 í fyrri hópnum, en 6 í þeim seinni. Enginn vafi er á því, að þessi hrein- dýr öll hafa verið komin vestan af Reykjanesi. Ilvað varð um hrcindýrin? Það er engin ástæða til að ætla að hreindýrunum hafi verið útrýmt á Reykjanesfjallgarði með veiðum, allra síst, ef stofninn hefur verið orðinn svo stór, að hann hafi skift mörgum hundruðum (hvað þá ef hann hefir skift þúsundum). Þeir voru aldrei mjög margir, sem stunduðu hrein- dýraveiðar. Og um mesta veiðimann- inn er þess getið, að hann hafi lagt 70 dýr að velli um ævina, og skiftist sú veiði niður á mörg ár. Hafi hrein- dýrunum því stórfækkað vegna veiði skapar, þá hefur stofninn altaf verið mjög lítill, annars mundi varla hafa sjeð högg á vatni. Árið 1902 voru hreindýr alfriðuð og eftir þann tíma fara engar sögur af hreindýraveiði hjer syðra. Þó er ekki fyrir að synja að eitt og eitt dýr hafi verið drepið. En hreindýr eru á þessum slóðum fram til 1930. Jón Guð mundsson á Brúsastöðum bjó á Heiða- bæ í Þingvallasveit 1908—1920, og segir hann að þegar hart var á vorin hafi hreindýr komið niður að vatni, venjulega tvö, en einu sinni þrjú. — Seinast sá hann hreindýr á Mosfells- heiði 1920. Á þessum árum sáust og fáein dýr öðru hvoru í Henglafjölium og á Mosfellsheiði. Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum í Ölfusi sá 9 dýr hjá Grindaskörðum vorið 1908 og á þeim árum komu hreindýr niður undir Sel- vog í vorharðindum. Ólafur Þorvaldsson, sem einu sinni var í Herdísarvík, sá 4 hreindýr í október 1910 í Langahlíðarfjöllum. Ef þau 23 hreindýr, sem slept'var á land í Hafnarfirði upphaflega, hafa tímgast jafn ört og sögusagnir herma, þá hefði sá stofn, sem hjer var uppi standandi þegar friðunarlögin komu átt að vera orðin að stórri hjörð nú. En hreindýrin eru horfin af Reykja- nesskaga, og er tæplega til nein ónn- ur skýring á því en sú, að þau hafi flú- ið þaðan upp á hálendið. Bláfjöllum. Og vorið 1895 sáust 5 hreindýr á Hellisheiði. En 1930 eru þau algjörlega horfin. Þá hafa þau yfirgefið stöðvar sínar fyrir fullt og alt, eru hcrfin inn á há- lendið og hafa sennilega borið beinin þar. Á.Ó. ^ ^ ^ ^ uimir Veöur slógu víöikjarr. Valur iló af heiöUm. •Einum skógarþresti þvarr þrek á snjóabreiöum. Sá þar varöi söngvarúst sest aö jaröar erfi undir svaröar einni þúst út í Garðahverfi. Fangavanur fullhugi fjörs aö manar leiti lineig á svana svifflugi, sœröur banaskeyti. Þungur flótti þreytir mátt, þiggur nóttin völdin segir ótta af einum fátt. Er þar hljótt á kvöldin. Er þá nœr aö svinnur sveinn söngva hrœri strenginn. þar, sem blœrinn brosir cinn? Braginn lœrir enginn. Einkennilegt er að Þorvaldur Thor- oddsen skyldi hvergi verða var við hreindýr á Reykjanesskaga 1883. Það bendir til þess að þau hafi haldið sig annars staðar þá, en hvarflað svo aft- ur vestur á bóginn til fyrri stöðva. — Þannig fann Magnús Ólafsson tvo hópa 1887. Það er haft eftir Ögmundi Sigurðssyni skólastjóra, sem var manna áreiðanlegastur í frásögnum, að 1899 hafi 15—20 hreindýr sjest í F'ast í barmi fyrstu rós fljóösins armur tengir. Himna bjarmi yst viö ós ofurharma lengir. ★ Er á vori signir sjót sólu borinn friöur, þá er skorin rjett viö rót rósin, sporuö niður. HELGI BJÖRNSSON.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.