Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS "*T' 375 og tekið saman við aðra. Þar var ung stúlka, sem kom að leita huggunar, af því að elskhugi hennar hafði fallið á vígstöðvunum. Þar var útlendingur, sem hafði fundið barn á flækingi. — Prestur talaði við þau öll, en tíminn leið og klukkan var orðin hálfellefu. Þá varð hann að fara til að jarð- syngja gömlu konuna. Klukkan var orðin tvö þegar hann kom frá því. Konan hans var þá frammi í eldhúsi og var að hugsa um miðdegisverðinn. Prestur settist við borðsenda og horfði út um glugga. Úti var glaða sólskin og allt var í blóma í garðinum. Ó, hvað hjer var fagurt. Og hvað þeim hafði liðið vel hjer. — Góða mín, ertu viðbúin að fara hjeðan og skilja allt eftir? sagði hann upp úr þuru. — Hvað áttu við? — Jeg á við það, að ef við eigum að flýja, þá verðum við að vera kom- in til Sooniste klukkan tíu í kvöld, sagði hann. Hún hneig niður í stól. — Flýja í dag! Og þú minnist fyrst á þetta núna! — Já, jeg gat ekki sagt þjer frá því fyr. — Þá verðum við að hafa hraðan á, svo að við komum ekki of seint þangað, sagði konan, og- stökk á fæt- ur. Prestur smurði sjer brauðsneið og ætlaði að byrja að borða. — Hvaða dauðyfli ertu! sagði hún. Komdu og hjálpaðu mjer að taka saman dótið. — Það er þýðingarlaust, sagði hann. Við getum ekki borið annað en eitt- hvað af fötum og nesti. Henni varð orðfall fyrst. Svo sagði hún: — Hvað eigum við þá að gera? — Þú skalt borða vel, þá verðurðu duglegri að ganga. Það er ekki að vita hvað við þurfum að ganga langt þang- að til við fáum næst að borða. Svo rjeðist hann á matinn og skol- aði honum niður með mjólk. — Ekki er þjer sjálfrátt, að geta setið hjer og etið, sagði konan og fór að hágráta. Prestur þurkaði sjer um njunninn, stóð á fætur og sagði: — Gráttu ekki. Nú þurfum við á öllu okkar hugrekki að halda. Síðan náði hann í gamlan bakpoka og fór að tína sitt af hverju ofan í hann. Konan jafnaði sig og fór svo að hjálpa honum. Bakpokinn varð brátt fullur, en margt var eftir, sem konan taldi nauðsynlegt að hafa með sjer. — Þetta er ekki nauðsynlegt. Láttu þetta vera, sagði prestur hvað eftir annað. Og svo gengu þau herbergi úr her- bergi til þess að kveðja heimili sitt. Þegar þau komu í skrifstofu prests- ins tók hann biblíuna og las nokkur vers. Svo fellu þau bæði á knje og báðust fyrir, prestur í hálfum hljóð- um, en hún hátt og angursamlega. Síðan stóðu þau á fætur. Prestur setti bakpokan á sig og tók sjer staf í hönd. Konan læsti útihurðinni vand- lega, eins og hún byggist við að koma heim aftur. Þá lögðu þau á stað. Á götunum var fullt af fólki. Þar voru hermenn, verkamenn, flótta- menn og fangar. Ekki tók betra við þegar út á þjóðveginn kom. Þar voru hópar af flóttafólki, bílar þeystu með geysihraða um veginn, og hersveitir voru þar á göngu. Þau hjónin slógust í fylgd með flóttafólkinu og það sýnd- ust óslitnar raðir af því beggja megin á veginum. Stundum komu eftirlits- menn á bifhjólum og ráku fólkið af veginum. Þá urðu tafir. Degi tók að halla. Það var farið að rökkva er þau hjónin sneru af þjóðveginum út á þverveg. Fjaðralaus vagn kom skrölt- andi á eftir þeim. Bóndi nokkur sat í vagninum og hann bauð þeim að aka með sjer. Hann var vingjarnlegur og málreifur. — Þannig ferðuðust þau klukkustund. Þá var bóndi kominn heim til sín. Þau kvöddu hann og heldu áfram gangandi. Enn voru 10 kílómetrar eftir og klukkan var rúmlega níu. Það var svo' sem auðsjeð að þau mundu koma of seint. — Máske verður biðið eftir okkur, sagði konan. — Það er eina vonin, sagði hann. Þau voru bæði orðin þreytt, því að þau voru af æskuárum. Þeim var erf- itt um gang. Klukkan 11 náðu þau Sooniste þorp- inu. Tunglsljós var svo að þeim varð engin skotaskuld úr því að finná kirkjugarðinn. Þar var kyrrð yfir öllU og hvítir krossarnir voru draugalegiC í tunglsljósinu. Þau gengu í gegn umí kirkjugarðinn og niður að sjó. Þaí var enginn maður. — Við höfum komið of seint, góðá mín, sagði prestur og settist á stein. Hún þagði, og honum fannst hann þurfa að hughreysta hana. — Þetta er guðs vilji, sagði hann, Þau sátu nú þarna og hvíldu sig. Þau voru uppgefin, en höfðu ekki í neitt skjól að flýja. Það er ekki gott að segja hve lengi þau hefði setið þarna, ef sjómannskonu hefði ekkl borið þar að. Prestur þekkti haná ekki fyr en hún stóð rjett fyrir fram- an hann. Það var sú, sem hafði komið með skilaboðin til hans. — Presturinn kom of seint, sagði hún án þess að heilsa. — Já, við gátum ekki komið fyr, stundi prestur. — Ekki getið þið verið hjer í nótt, sagði konan. Það er best að þið gistið hjá mjer. Hún gekk á undan og þau komU hljóð á eftir. Þeim var horfinn allup móður. Nú stóð þeim á sama um allt, Sjómannskofinn var skammt fra kirkjugarðinum. Þar var ljós inni og þar sat maður við borð og las í bók. Þau hjónin settust á bekk fram við dyr. Húsfreyja bar mat á borð fyrir þau. Þau ljetu ekki dekstra sig til að borða, því að bæði voru svöng. Svo fengu þau að sofa á heyloftinu. Þegar þau komu á fætur morguninn eftir var sjómaðurinn niðri í fjöru að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.