Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 2
366 T'»7 LESBÓK MORGUNBLAÐSENS þau átt að fimmfaldast á 7 árum, og með sömu viðkomu hefði þá hin 23 hreindýr, sem slept var í Hafnarfirði, átt að vera 115 að tölu eftir 7 ár. En sje tekið tillit til þess, að kýrnar, sem slept var í Hafnarfirði, voru upphaf- lega fleiri að tiltölu, þá reiknast mjer að sá stofn, hefði getað náð því að vera 150 eftir 7 ár. Ekki er nú vitað hvenær menn íóru að veiða hreindýrin á Reykjanesskaga en varla hafa þau fengið að vera í friði í mörg ár. Árið 1794 var gefið út konungsbrjef um hreindýraveiði, og fáum árum seinna annað brjef um takmarkaða veiði „Þóttu þau (hrein- dýrin) þó flestum orðin helst til mörg og gjöra mein með því að uppræta f jallagrös", segir Espholin. Veiðarnar hafa áreiðanlega skert stofninn, og þó helst það hvernig menn drápu dýrin dauðvona úr hungri á vorin. Þannig voru drepin 13 dýr, sem stóðu við hjallana í Skjaldakoti á Vatnsleysu- strönd vorið 1859, öll að dauða komin úr hor. Frásögn lireindýraskyttu Ekki munu nú margir á lífi af þeim mönnum, sem stunduðu hreindýraveið ar á Reykjanesskaga, en þó átti jeg um daginn tal við einn af þeim, Magn- ús Ölafsson á Eyjum í Kjós. Hanh er nú rúmlega níræður að aldri, en þeg- ar hann var upp á sitt besta lagði hann nokkur hreindýr að velli. En síðan eru nú liðin um 60 ár. Enginn efi er á því, að þeim, sem íóru í f jallgöngur og stunduðu hrein- dýraveiðar hefir verið manna best kunnugt um hreindýrastofninn og vildi jeg því fræðast af honum um þetta. Hann sagði, að hreindýrin hefði ver ið farin að ganga til þurðar, þegar hann man fyrst eftir sjer. Ifafði hann það eftir sögn eldri manna. Og ástæð- urnar til fækkunarinnar taldi hann þær helstar, að dýrin hefði verið veidd og þau hefði fallið í hörðum vetrum. — Á sumrin gengu hreindýrin í Bláfjöllum. Lönguhlíðarfjöllum og á Heiðinni há, sagði hann. En það þurfti ekki að vera vondur v?tur til þess að þar yrði algjörlega haglaust. Þótt snjólaust sje í bygð kemúr oft mikill snjór á fjöllin og gerir þar svo mikla storku og hjarn að hvergi eru snapir. Þegar svo var komið leituðu dýrin niður á láglendið og suður á Strandar- heiði. Og fyrir kom það, að þau leituðu alveg niður að sjó og munu þá hafa verið drepin, jafnvel á vorin þegar þau voru orðin svo grindhoruð, að ekki var neinn matur í þeim. Hygg jeg að Guðmundur Hannesson á Vig- disarvöllum (hann var bróðir Sæ- finns á sextán skóm) hafi drepið fleiri dýr en nokkur annar, þótt hann færði það ekki í frásögur. Annars vorú hreindýraveiðar stund aðar á haustin, méðan dýrin voru feit og góð til bús að leggja. SeiLiust menn þá einkúrii eftlr þvi að skjóta hreinana, því að þeir voru vænstir, og hygg jeg að selhast hafi orðið skortur á hreihum, og það múni hafa átt sinn drjúga þátt I þvi að dýruhum fækkaði pg að þau húrfu seinast með öllu. Iíaustið 1887 fór jeg seinast á hrein dýfaveiðar. Uppi I Bláfjöllum rakst jeg þá á tvo höpa. Vöru 11 dýr í öðr- um, en 9 í hitiúm. Jeg komst í færi við stærri hópinn og gat skotið tvö dýr úr honum. Én þáð þótti mjer ein- kennilegt við þessa tvo hópa, að þetta voru alt fullvaxnar simlúr. Þar var enginn hreinn og enginn kálfur. Kýrn- ar höfðu sýnilega verið geldar um vor- ið, því að ekki kemur til mála áð þær hafi allar drepið undan sjer. En hvernig fer nú þegar kýr eru ein ar í hópum? Um íengitímann taka þær á rás eitthvað út í buskánn að leita hreinanna. Er þá ekki að vita hve langt þær kunna að rása. Menn vita að blæsna ær hlaupa oft ótrú- lega langan veg, eh hvað mun þá um hreindýr, sem eru miklu ljettari á sjer og fótfrárri heldur en ærnar? Þeim er trúandi til þess að fara óraleiðir og jeg hygg, að hreindýr, sem sáust fáum árum seinna austur undir Vatna jökli, hafi verið komin af Reykjanes- skaga. Harðindaveturinn 1880—81 fækk- aði dýrunum mjög. Er sennilegt að þau hafi þá hruhið niður úr hungri og vesöld. Þá voru nokkur að flækjast suður á Strönd um vorið, horfallin og illa útlítandi. Ekki vissi jeg nema um einá til- raun, sem gerð var til þess að ala upp hreindýr. Sira Oddur V. Gíslason á Stað í Grindavík var einu sinni á ferð við annan mann og rákust þeir þá á hreinkálf, sem hafði vilst frá hjörð- inni. Þeim tókst að handsama hann lifandi á þann hátt að þeir bundu saman marga hesta, gerðu nokkurs konar kví úr þeim og tókst að flæma kálfinn inn í kvína. Ekki var hann stærri en svo, að fylgdarmaður sjera Odds reiddi hann fyrir framan sig á hnakknefinu alla leið að Stað. Þar var kálfurinn hafður í húsi um yet- urinn, en þreifst illa. Þegar kom fram á vohið skaldaðist hann allur svo að bjórinn var ber, nema hvað litlir flóka leppar hengu í lærunum og á hálsin- um. Og þegar bæjarveggirnir á Stað fóru að grænka, var honum hleypt út til þess að sleikja í sig nýgræðingir.n. Hann drapst rjett á eftir; hjeldu sum- ir að hann hefði ekki þolað kjarn- mikið grænt grasið, en sennilegt er að hann hefði drepist hvort sem var. Jeg spurði Magnús hvort hann vissi til þess að einstakir rhenn hefði drep- ið hreindýr í stórum stíl, en ekki kvaðst hann vita til þess. Jeg minti hann þá á söguna um Guðmund Ja- kobsson (Snorrasonar prests á Húsa- felli) sem eitt sinn bjó á Eliðavatni og átti þá að hafa króað 11 hreina inni í Maradal og skotið þá alla. Það sagði Magnús að vera mundi þjóðsaga og ætti ekki við rök að styðjast. Athuganir visindamaiuia Þorvaldur Thoroddsen prófessor ferðaðist sumarið 1883 um allan Reykjanesskagann þveran og endi-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.