Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 11
LESr.ÖK MOROUNBLAÐSINS 131 dugnaði og elju, við að ljúka þessn .stórfengléga vísinda-afreki sínu. Loksins árið 1786, sendi hann Árna Magnússonar Uéfndinni í Kaupm.h. handritið og bauð henni það til prentunar, vildi þó fá, sjálfur 100 ríkisdala þóknun, fyrir verkið, gekk nefndin að því, og sendi honunt, fjárupphæðina. Lá svo handritið, án ]>ess að nokkuð væri hafist handa Jim útgáfu þess, hjá nefndinni næstu 2!> árin. Er alveg óvíst hversu lengi þessu hefði fram farið, ef tveir ágætir Norðmenn, sem vissu um þetta merkilega handrit, hefðu ekki gengist í því, og sjálfir lagt fram fje til að kosta útgáfuna. En Norð- menn þessir voru: Jakob Aall, kunn ur merkismaður og vel að sjer í íslensku, hafði þýtt Tleimskringlu á norsku og kostað útgáfu Vatns- dælu. En hinn var: Carsten T. Ank- ,er konferensráð og kunnur stjórn- málamaður. Fengu þeir P. E. Miill- ér, prófessor og síðar biskup, til að sjá um verkið. Fjekk hann sjer til aðstoðar hinn kunna „íslenskuvin" Rasmus Rask, lagfærði hann ýmis- legt og bætti. Einnig varð það að ráði, að bæta við dönskum þýðing- um orðanna, unnu 5 íslenskir stúd- entar að því verki. Kom bókin svo' út árið 1814 (20 árum eftir lát Jljörns) í 2 bindum, á annað þús- und þlaðsiður, og með 30 þúsund, brðum. Titill hennar er: „Lexicon Tslandieo-Latino-Danicum, Biörn- onis ITaldorsonii". Sýnir verk þetta, hvílíkur tröliaukinn hæfileikamaður* sjera Björmhefir verið, að geta innt þetta verk af hendi við jafn örðyig- ar aðstæður. Samtímis því, sem sjera Björn var að vinna að orðabók sinni, sat annar ísléndingur út í KaUpmanna- Jiöfn, og vann að samskonar vcrki. ,Var ,það hinn kunni gáfumaður, Jón Óiafsson úr Grunnuvík, hafði hann að því leyti, ólíkt betri að- stöðu en sjera Björn, að hann hafði, greiðan aðgang að gnægð bóka og handrita á Árna-safninu. Ekki var sámt bandrit hans valið til útgáfu, og segir prófessor Jón Ilelgason, í æfisögu J. Ól. Grunnvíkihgs, um. þessa orðabók nafna síns: „Óárenni- leg hefir hún jafnan þótt, og er auðskilið, að hún var látin sitja á hakanum fvrir Birni ITalldórs- jsyni, þegar að því kom, að um' prentun íslenskrar orðabókar var að ræða“. Jón próf. gefur skýringu á því, á öðrum stað, sem ekki er fvllilega rjettmæt: ,En Björn ól líka allan sinn aldur innanum ís- lenskt sveitamál og var að því leyti betur settur'*. — Eins og áður get- ur, voru lindir hins íslenska sveita- máls, á þeim tíma, ærið ótærar, svo ekki sje íneíra sagt. . Orðabókar afrek sjera Björns, ætti eitt að nægja til að vernda minningu hans frá gleymsku. Þetta er þá það sem til er á j>renti eftir sjera Björn. Én auk þess er til sægur af handritum frá hans hendi. Má þannig nefna: Ann- lál, einn allmikinn, sem væntanlega kemur áður en langt líður, á prent í Annálasafni Bókm.fjel. Einnig margt annað sagnfræðilegs efnis, svo og afrit af fornum brjefum og gerningum. Mikið er til eftir hann af þýðingum Guðfræðilegs efnis, og hefur ekkert af því verið gefið út. Þá eru og eftir hann, nokkrir tugir, sálma, kvæða og Latneskra Ijóðaþýðinga. Sýnist kveðskaphr hans hafa verið vinsæll um skeið, ef marka hiá hf því hversu mörg afrit eru til af ljóðum hans. Verður nú að fara fljótt vfir iBÖgU. Um sumarið 1785, tók heilsu sjera JBjörns, mjög að hnigna, og ágerðist )>ó með haustinu, samhliða því, var svo hraðfara sjóndepra, að um vet- jurnætur var hann varla bókskygn, þm jólaleytið var hann svo þjáður, þð honum var ekki hugað leUgra lífs. Þó rjetti hann við, og komst til allgóðrar heilsu, en blindur var hann þá orðinn með öllu. í mars 1786 ritaði sjera Björn stiptamt- manni brjef, og sagði Setbergi lausu frá næstu fardögum, en þó því að eins, að Björn prófastur Þorgríms- soh í Saurbæ á Hvalfarðarströnd, fengi braiiðið, að öðrum kosti skyldi upþsögnin teljast ógild. Varð það úr að sjera Bj. Þorgr. var veitt brauðið 25. apríl sama ár. Voru J>au Rannveig og sjera Bj. Þorgr. systkinabörn, enda sýnast skilmál- arnir á milli þeirra nafnanna, hafa verið sjera Birni Halldórssyni_hin; ir hagkvæmustu. Þar sem hann fær jþriðja þart jarðarinnar til ókeypis ábúðar, og hálfar preststekjurnar. En sjera Bj. Þorgr. skyldi taka á sig alla ábyrgð á stað og kirkju. Næsta haust rjeðist sjera Björni í það að sigla til Danmerkur, til að leita sjer lækninga við sjónleys- inu. Áður en hann fór, fjekk hann vottorð hjá Hannesi biskupi Finns- syni, dags. 9. ágúst 1787. Segir fíannes biskup, að sjera Björn hafi verið fvTÍrmynd í siðprúðu líferni, pg sýnt óþreytandi starfsemi í lembættisrekstri; lærdómi og hús- stjórn, sjerstaklega í búnaðarfram- kvæmdum og endurbótum á prests- setrum sínum, og með bókagerð aflað sjer loflega sætis meðal lærðra, manna, og aukið þekkingu meðal almennings. Endar brjefið með því, íið sjera Björn „sje prýði stjettar sinnar“. Athyglisvert er það hve þeir Skálholtsfeðgar, róma, báðir sjera Björn. Voru þeir þó orðvarir menn, og hentu ekki hrósi á óverð- nga. Skemmst er frá því að segja, að allar lækningatilraunir urðu árang- lurslausar, sjera Björn fjekk ekki sjónina aftur. Líklegt er þó að hanni þafi haft mikla ánægju af því að umgangast daglega heilan vetur, hinn hálærða mág sinn Jón (eldri) Ólafsson Svefneying (d. 1811.) —i Vorið 1T-88 fór sjera Björn að búast til heimferðar, og er hann var ferð- N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.