Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 6
LESBÓTv MOKOITNBLAÐSINS 12H inn Isiendingur, svo vitað sje, hafa stundað kenslustörf jafn lengi. —■ Á sutnrum stundaði Steinn jafnan sjómensku og landbúnað meðan kraftar entust. FRÆ2DSLUSTÖRF ^afa tíðast, verið illa launuð með Islendingum og lítt metin. Það er vissulega sjer. kennilegt hjá svo námfúsri og bók- elski i Jjjóð. Laun Steins fyrir kennslustarfið voru oftast lítil, en með sjerstakri sparsemi og sjálfsafneitun varð við þáu unað og komist af með þau. En fyrst og fremst var það hin innri köllun, ástin á starfinu, sem gerði það viðunandi. Meðan Steinn kendi í Suðursveit, Voru launin kr. 35,00 fyrir árlegan starfstíma — 5 mán. — auk fæðis og húsnæðis. I Sevðisfirði voru launin kr. 10.00 á mán. ank fæðis og húsnæðis. Jafnframt fjekk kenn- arinn styrk þann, sem launasjóður veitti til skólans og mun hann hafa numið mest kr. 80,00 á ári. Á Búðarevri voru launin kr. 50,00 ú mámxði meðan skólinn starfaði auk hvísnæðis, en fæðið kostaði kennarinn sjálfur. Eftir að fræðslulögin gengu í gildi (1907), voru laun fastra kenn- ara kr. 13,00 á viku og skyldu þeir kosta sig af þeim að öllu leyti. Ilúsnæði það. sem Steinn kendi, í, var oft Ijelegt og sumstaðar mjög ljelegt, því að á öðru var ekki völ. Áhöld voru altaf af skorn- um skamti, enda lítt fáanleg. Oft' varð hann að afla þeirra fyrir eig- in fje eða búa þau til sjálfur. Óhætt er að fullyrða það, að Stéinn naut jafnan mikilla vinsælda í kennslustarfi sínu og þótti með af'brigðum góðum kennari. Torntemum börnum og böldnum strákum var oft komið í skóla til Steins og þótti vel gefast. Jeg minnist þess frá mínum æsku árum, að heyra oft foreldra, sem |áttu í basli með böm sín ýinist vegna leti, tornæmi eða óknvtta, komast að orði eitthvað á þessa Jeið: „Jeg þarf að koma þjer í skóla til hans Steins, eða: „llann ISteinn þarf að fá þig“. — Já, þetta var kunnugt viðkvteði um mínar æskustöðvar á þeim árum, og í því fólst mikil viðurkenning foreldra á kennarahæfileikum Steins Jónssonar. Steinn kennari er maður glað- vær og l.jettlyndiú’. enda ber hann ellina vel. TTann er söngvinn og söngelskur, fyndinn en græskulaus, frjálslyndur og víðsýnn. Steinn hefir aldrei gifst. Ilann hefur eignast eina dóttur barna. sem er gift Kristjáni bónda Guð- nnindssvni að Sljettu í Loðmundar- firði. Elsti sonur þeirra hjóna er sjera Jón Kr. ísfeld prestur á Bíldudal. Lítilsigld börn og munaðarlevs- ingjar hafa jafnan þótst kenna föðurhlýju hjá Steini og þótt vænt um hann, eins og raunar flestum, sem kvnst hafa honum. Við nemendur Steins, sem að þessu greinarkorni stöndum, höf- um margs góðs að minnast og margt að þakka honum frá samverustund- um námsáranna. Við minnumst öt- ulleika hans og lægni í starfinu, glaðlyndis hans og gáskahlátra, kímni hans og græskulausrar fyndni þökkum honum ótrautt og óeigin- gjarnt starf í þágu okkar og æsku- stöðvanna. Okkur var það mikið ánægjuefni, er við frjettum, að 'fræðslumálastjóri hafi sýnt Steini mikla velvild og viðurkenningu og þeiðrað hann með sjerstökum elli- launum til æviloka. Stundum höfum við íslendmgar það á orði, að gömlu fræðaþulirnir og sagnaritararnir okkar hafi í rauninni lagt hornsteininn að sjálf- stæði okkar og lýðveldisstofnun jneð því að án fornbókmentanna| hefðum við ekki haldið tungti okk- ar óbrenglaðri og þjóðerni, Síðan hafi fræðslustarf á heimilum og skölum skapað þjóðinni aukinn k.jark og víðsýni, og opnað henni leiðir íram á veg til framfara og sjálfstæðis. Sje þetta rjett, sem fáir nrnnu efast um, hefir Steinn Jónsson vissu lega lagt fram nokkurn skerf þjóð- inni okkar til sjálfstæðis og s.jálfs- bjargar undanfarin 60 ár. Slíkra manna ber að minnast. Þorsteinn Þ. Víglundson, skólastj. Vestm. ^'4.' m Smælki Ferðalangur kemur til bæjar fit, á landi og spjrr mann, sem hann hittir á förnum vegi, hvort s.jeu þar nokkur gistihús. — Já, tvö, var svarið. — Ilvort þeirra er betra? — Farið bara í annaðhvort þeirrg Þegar ]>jer hafið veflð hálftima, farið þjer þá í hitt. ★ Betlarinn: — Ja, við skulum sleppa öllu þessu um konu, börn, og sult. 1 sannleika 3agt, er það bara þorsti, sem að mjer gengur. — Það ætti að vera hægt að bæta úr því. ITinn göfuglyndi fer inn og nær í vatn. Betlarinn: — Þetta hlýtur að vera misskilningur, jeg sagði að jeg væri þjrstur. ★ — ITvað kostar einn kaffibolli? — Krónu, ef herrann fæf sjer sæti við borðið, en 80 aura, ef stað- ið er við barinn. — Er þá ekki hægt að fá hollann fyrir 60 aura, ef staðið er á einitnil fæti?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.