Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1945, Blaðsíða 8
128 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1‘cgar hún cr næst, cr hún G—T jsiunum stærri en þegar hún ci* (fjærst. VLÐ VEITUM því mcst athygli við Venus, hvað hún sendir frá sjer sterkhvíta gcisla. Ljós Venusar er’ svo skært, að hún sjcst greinilegai á daghimninum, þegar hún cr fjærst sólinni! Jafnvel hcfir það gengið svo langt, að því að sagt er, að Napólcon Bonaparte fjell eitt sinn alveg í skugga hennar. Einræðis- herrann koin ríðandi fagurlega skreyttum gæðingi í fvlgd með glæsilegu föruneyti — hershöfðingj unx í sínu fínasta „piíssi‘‘. En þetta nægði ekki til þess að lýðurinn veitti drottnara sínum et'tirtekt —< allir störðu á Venus, þar scnx hún. skartaðí á daghimninum. Það er sagt, að Napóleon hafi orðið stvgg- ur mjög við þetta tiltæki „móður ástarinnar“. Venus lýsir ekki svona skært ein- ungis vegna þess, hvað hún cr ná- lægt jörðinni, heldttr og af því, að hún endurkastar sólarljósinu betur en nokkur önnur stjarna. *Meira en hclming sólargeislanna kastar húii frá 'sjcr.’en t. d. tunglið endurkastar aðeins litlum hluta þcirra. Níi hefir það komið í ljós, að cft- ir því sem himinhnettirnir hafa meira gufuhvolf, endurka,sta þeir Jjósinu betur. Gufuhvolf Venusar hlýtur þvf að vera þykkt. Allir, sem éirrhvern áhuga hafa á stjömufræði, bíða mcð mikilli eftirvæntingu cftir að sjá Venus í stjörnukíki, en flestir verða fyrir vonbrigðum. — Þeir sjá aðeins jhvítan flöt — allan jafn hvítan með gngum dökkum rákum eða dílum. E'n þeir veita öðru strax athygli, hvað skiftingin nxilli dags og nætitr, það er að segja takmörkin milli jhins lýsahdi hluta hnattarins og Íxins dimma, er „Ioðin“. Þetta mælir einnig með þvi, að Venus hafi þykkt gufuhvolf. Á þessu loðna svæði er hálfmyrkur 'cða' rökkui’, sem við könnumst svq vel við hjer á jörðinni. Þegar Venus fer fyrir sóiskífuna, sjest í kring- um hana þunnur ljóshringur, sem ekki er hægt að skýra á annan veg en að geislar sólarinnar brotni í gufuhvolfi Venusar, sem hlýtur að vera að minnsta kosti 100 km. þykkt. ÞAÐ ER tiltölulcga mjög auðvelt að athuga alt þetta, en þær athug- anir leiða ekki í ljós, hvaða efnx sjeu að finna í gufuhvolfi Venusar. Til þess að komast að því, verður maður að taka spektroskopið (lit- pjá), hið nýja undratæki stjarn- fræðinnar, í þjónustu sína. Elstu athuganir höfðu leitt í Ijós, að í gufuhvolfi Venusar væri mikið af vatnsgufu, en síðar hefir það sann- ast, að svo er ekki — heldur var það aðeins vatnsgufan i gufuhvolfi jarðarinnar, sem mcnn sáu. Sjer í lagi voru menn vissir um, að ekki væri snefill at' siirefni að finna þar. Amerískir stjörnufræðingar, eink um St. John og Nicholson, unnu áfram að rannsóknum, en komust ekki að neinni niðurstöðu. Það var fynBt um árið 1930 að stjönxufræð- ingarnir Adams og Dunham, við Mount Wilson-stjörnuturninn, kom- ust að þéirri niðurstöðu, að mikið af kolsýru væri í gufuhvolfi Vcnus- ar. Þessir tveir vísindamenn fundu nokkrar kolsýrulínur í litbandi Vcn usar, sem voru áður óþekktar. En ti! þess að vera öruggari. gerðu tvcir aðrir amerískir vísindamenn, Slipher og Ade’., rnjög mcrkilega tilraun. Þeir fengu sjer 50 metra langa pípu fyltu haná af kolsýru, og ljetu þrýstinginn í hentti vera '47 sinnum meiri en loftþrýstingurinúj er hjer. Þcgar þeir svo ljctu ljósið fara í gcgnum pípuna sýndi litband ið sömu kolsýrulínur og Vertus. Eftir þcssa tilraxm gat ekki leik ið nokkur vafi á því, áð ystu lögin ein í gufxihvolfi Venusar innihjeldu ca. 1000 siunum mciri kolsýru en allt guíuhvolf jarðarinnar. Það er því með rjettu, að „móðir ástar- innar“ hcfir verið kölluð „kolsýru- stjarnan“ á síðari tímum. EN ÆTLI líf geti þróast á Ven- us? Þar sem ekki hcfir enn tekist að sjá stjörnuna sjálfa, þar eð hún ler stöðugt hulin hvíturn skýum, verðum við að athuga efnin í gufu jxvolfi hennar, til þess að geta fund- ið svar við þeirri spurningu. Aðal- cfnið er kolsýra, eins og áður er sagt, en hún er mikilvægasti nær- ingjargjafi plantnanna svo að þær ættu að geta þróast þar þess vegna. En við verðum að hafa það hug- fast, að svo virðist, senx ekkei’t súrefni sje að finna þar. Við eigum starfsemi grænu plantnanna það að þakka, að nægilegt súrefni skuli vera hjer á jörðunni. Þar sem ckkei’t súrefni er að ifinna í gufuhvolfi Venusar, cr rtijög sennilegt, að ekkcrt jurtalíf þróist þar. Og þar sem ekkert jurta líf er, getur ckki verið um dýralíf að ræða, þar sem dýrin geta ein- ungis nærst á lífrænum efnum —> annað hvort plöntum eða kjöti a£ öðrum dýrum. Og þessvcgna cr mjög óscnnilcgt, að líf þróist á Venus. Auk þess er mildxi heitara þar cn á jörðinni. — Meðalhiti á jörð- 5nni nnxn vcra 10 gráður — eix Venxxs er nær sólinni cn jörðin. •—• Amerísku stjörn.xfræðingarnir Nie- holson og Pettit komust að því, eftir mjög nákvæmar rannsóknir, að á daginn væri liitinn ea. 55 gráður á Celeius á Venus — og nxun það vera helst lil mikill hitl fyi'ir eggjahvítuefnin í hinum lif- andi frumum. — Ilitastigið á Ven- ixs bendir þannig einnig til þess, að ekkert líf ínuni vcra þar. VIÐ VITUM að jörðin srtýst um öxul sinn, en hvernig er það með Framh. á bls. 133

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.