Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 32
456 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Verðlatmamyndagáta Lesbókar Verðlaunamyndagátan er að þessu sinni nokkuð með öðrum hœtti en undanfarin ár. Finna menn það þegar þeir fara að ráða hana, að fleira er til stuðnings rjettri ráðningu en áður. Á hinn bóginn eru nokk- ur afvik frá venjulegu máli í því, hver þýðing er í myndunum. Á einum stað er táknorðið með annari stafsetning en nú tiðkast, þó ekki komi sú stafsetning í bág við venjulegan framburð. En á öðrum stað er eitt táknorðið enskt, þó það sundurleyst falli í íslensk orð. Vegna efnis ráðningarinnar, þykir það, að svo vöxnu máli, ekki saka. — þrenn verðlaun verða veitt fyrir rjettar ráðningar, eins og að undanförnu, Verðlaunin verða að þessu sinni kr. 50,00, 1. verðlaun, og tvenn verðlaun á kr. 25,00. (Verðlaunin voru áður kr. 15,00, kr. 10,00 og kr. 5,00). — Verður dregið um það hverjir fá verðlaun af þeim, sem sent hafa rjettar ráðningar fyrir 8. janúar. Ráðningar sjeu sendar í lokuðu umslagi til afgreiðslu blaðsins, merkt „Myndagáta". — Ráðendur muni, að hér sem fyrri er í ráðningu ekki gerður greinarmunur á y og i, svo að þar sem er t. d. y í táknorði getur átt að vera i í ráðningunni o. s. frv. Ferðamenn, sem komu til Vichy frá París skýra frá því, að í kunnri bókabúð í Paris hafi allar bækur ver ið teknar úr sýningarglugga búðar- innar og í staðinn settar tvær gríðar stórar ljósmyndir af einræðisherrun- um Hitler og Mussolini. Milli mynd- anna var ein bók í litlu bandi. það var „Vesalingarnir'*, eftir Victor Hugo. þegar þjóðverjar tóku eftir þessu ljetu þeir loka versluninni. ★ „ Obreyttur hermaður var á gangi i herbúðunum og mætti ofursta. Her- maðurinn heilsaði ekki foringjanum Við það brást ofurstinn reiður við og kallaði á hermanninn: „Komið hingað, maður minn!" Hermaðurinn gekk til hans og sagði: „Nú, hvavarða?“ „Vitið þjer ekki, að þjer eigið að heilsa foringjanum með hermanna- kveðju?“ „Nei“. „HVAÐ! — Hvað hafið þjer verið lengi í hernum?" „Síðan klukkan 7 í morgun". ★ Maður nokkur kom inn á veitinga- hús og þjónninn kom þegar með kjöt- kássu á disk og setti fyrir hann. „Hvað er þetta?“ sagði maðurinn. „Get jeg ekki sjálfur valið hvað jeg vil?" „Jú“, svaraði þjónninn. „þjer gæt- uð valið um að borða þetta eða fá ekki neitt". ★ Tveir litlir strákar voru að deila: Jón: það er víst. Siggi: Nei, það er ekki. Jón: Jú, það er víst. Mamma segir að það sje og hún segir oft að það sje, þó að það sje ekki. ★ „Hvernig stóð á því að þú hættir að syngja í kirkjukórnum?" „það lá þannig í því, að jeg var lasinn einn sunnudaginn og þrír menn skrifuðu söngstjóranum og sögðu að það gleddi þá að búið væri að gera við orgelið".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.