Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 4
428 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nafn Hallgríms er það sama og nafn Hallgríms Pjetursson- ar sálmaskálds, því að sonur hans, og bróðir síra Þorláks, föður Guðbrands biskups, var Guðmundur, faðir Pjeturi hringjara, föður Hallgríms skálds. Guðbrandur biskup var því þremenningur við börn Jóns Arasonar en að öðrum og þriðja við Hallgrím Pjetursson. Helga, fylgikona síra Þor- iáks og móðir Guðbrands var þó miklu stærri ættar. Hún var dóttir Jóns Sigmundssonar lög- manns En móðir hennar var Solveig Þorleifsdóttir af göfug- ustu og auðugustu ættum lands- ins fljettuðum saman. Guðbrandur biskup er því ekkert almúgabarn. Hann er af auðugu og stoltu fólki í ættir lram, þrætugjörnum valdhöf- um, gáfuðum yfirboðurum. Mannaforráð eru honum í blóð- ið borin. Og eftir því er uppeldið. — Hann er settur til menta ellefu ára aó aldri, í Hólaskóla, sem þá var ný-endurreistur með dönskum skólastjóra. Var hann kennari þar um skamma hríð, cg fer síðan, líklega 18 ára, til háskólanáms í Kaupmanna- höfn. Þar var þá meðal kennara einn af lærðustu guðfræðing- um, sem Danir hafa átt, Niels Hcmmingsen. Var hann frum- legur og djarfur maður og lenti því síðar saman við hinn járn- harða rjetttrúnað, sem nú var að ná fullum tökum í lútersku kirkjunni. Virðist svo sem Guð- brandur hafi verið handgeng- inn Hemmingsen. En affara- drýgst varð Guðbrandi vinátt- an við annan kennara þar, Pál Madsen, er síðar varð Sjá- landsbiskup. Varð hann önnur hönd Guðbrands síðan, er hann var biskup orðinn og fór að brjótast í mörgu. Varð Guðbrandur stórlærð- ur maður og víðlesinn, ekki að- eins í guðfræði, heldur og í ýmsum vísindum öðrum, svo sem söngfræði og stjörnufræði. Kom hann heim frá háskólan- um 1564 og gerðist þá skóla- meistari í Skálholti um hríð. 1567 fekk hann Breiðabólstað í Vesturhópi, og varð það hon- um affaradrjúgt, því að þar kyntist hann hlut einum, sem hann átti eftir að komast í mik- il kynni við, en það var prent- smiðja. Var það prentsmiðja sú, sem Jón Arason hafði kom- ið upp. Eftir eins árs dvöl þar fór Guðbrandur enn utan 1668 —69 og varð því næst um eitt ar skólameistari á Hólum. En að því loknu var hann, 28 ára að aldri, kvaddur til biskups á Hólum. Er lítill vafi á því, að Páll Madsen, sem þá var ný- orðinn Sjálandsbiskup, hefir átt mestan þátt í þessu vali. — Fór Guðbrandur svo utan og var vígður af vini sínum Páli Madsen, 8. apríl 1571. Hélt hann síðan biskupsembætti til dauðadags, 20. júlí 1627. full 56 ár, og hefir enginn verið jafn lengi biskup á Islandi. Þegar á það er litið, að öll þessi 56 ár, og lengri tími þó, liðu í þrotlausu starfi á mörg- um sviðum, má nærri geta, að það væri hin mesta ofrausn að láta sjer til hugar koma að lýsa því í stuttri grein, eða jafnvel aðeins drepa á það alt. Hjer verður því aðeins gripið á ein- stökum hlutum. 3. Málaferli biskups Því miður er ómögulegt ann- að en minnast dálítið á mála- ferli Guðbrands, því að svo má að orði kveða, að hann stæði í óslitnu málaþrasi allan tímann frá því er hann kom fyrst til Is- lands að námi loknu og það til dauðadags. Stafaði þetta mest af tilkalli því, er hann gerði til eigna, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.