Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Síða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Síða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 449 gæti notað, ef tíminn færi ekki í allt annað. Menn verða að geta einbeitt huganum, ef þeir eiga að geta samið tónverk. — Tekur það þig alltaf lang- an tíma að semja lög? — I raun og veru tel jeg mig ekki til tónskálda, og er því hálffeiminn að vera að tala um þetta. En það hefir komið fyr- ir, að mjer hefir fyrirhafnar- laust dottið í hug lag, sem jeg liefi lítið breytt frá hinni fyrstu mynd. T. d. lagið ,,! dag skín sól“. Mjer datt það í hug cinn sólskinsdag, er jeg var við veiðar uppi í Borgarfirði. Jeg sagði víst annars frá því í út- 'arpinu í fyrra. Þurfti ekki annað en skrifa það upp og gera undirspilið. En oft getur það tekið bæði ár og dag að leysa eina einustu þraut í ,,komposition“. „TEKIÐ UNDIR“ MEÐ ÖKUMANNINUM — Hvert fórst þú frá Stokks- eyri? —Jeg komhingað til Reykia- víkur þegar jeg var nýfermd- ur. Þá tók Jón Pálsson frændi minn og hans ágæta kona við mjer og hjeldu yfir mjer hlífiskildi. Það hafði kom- ið til orða að jeg yrði sendi- sveinn í Landsbankanum. — En Tryggvi gamli vildi ekki hafa því jeg var ókunnugur og þekti ekki göturnar í bænum. I fjögur ár var jeg hjer í Rvík og lagði gjörfa hönd á margt. Fyrsta árið hjá Jónatan Þor- steinssyni við að flytja hús- gögn úr verslun hans og verk- stæði til viðskiftamanna. — Hafðir þú afl til þess að rogast með þung húsgögn svo ungur? — Það var „tekið undir“ með mjer, þá eins og síðar. Eitt ár var jeg innanbúðarmaður hjá Ágúst Thorsteinsson kaup- manni á Grettisgötu 1. Þá skrif- aði jeg smásögur, bæði úr bæj- arlífinu og mínum eigin æfin- .iýraheim. Átti heila bók út- skrifaða. Hún er týnd nú. — Hefði jeg viljað gefa mikið fyr- ir að eiga hana. Ekki Vegna skáldskaparins, heldur sem minjagrip. Um það bil sem bók- in var útskrifuð var jcg kominn að raun um, að þetta væri ekki ;nitt svið. Jeg skyldi hætta sagnagerð. Einnig þótti þá full- reynt, að jeg væri ljelegur inn- anbúðarmaður. Um tíma vann jeg í stein- steypunni Steinar, við að steypa gangstjettarhellur og pípur. Það þótti mjer gaman. Vann jeg þar með Guðmundi Ólafssyni verkamanni o. fl. og eignaði jeg mjer lengi flísarn- ar á gangstéttinni fyrir framan Mbl. í Austurstræti! — Mjer hefir eiginlega þótt gaman að öllu sem jeg hefi unnið. Þaðan fór jeg sem prentnemi til Dav- íðs östlund í prentsmiðju Fræ- korna í Kolasundi. Þar lærði jeg m. a. að setja nótur. Á þessum árum fekk jeg tíma í tónfræði og orgelleik hjá Sig- fúsi Einarssyni. Það var hátíð. Sigfús ákaflega skemtilegur kennari, fluggáfaður, uppörf- andi, fræðandi. DRAUMAR RÆTAST Sumarið 1913 rann upp sá mikli dagur. Jón frændi minn tók mig tali og skýrði mjer frá, að hann hefði ákveðið að kosta mig til náms í Leipzig. Þá var jeg 19 ára. Jeg fekk far með iogaranum „Jóni forseta" til Englands. Við fengum langa ferð og vonda. Svo sjóveikur var jeg, að jeg hjelt jeg-kæm- ist ekki lifandi til lands. í Hamborg veitti mjer mót- töku Sigfús Blöildahl, síðar konsúll, og reyndist hann mjer hinn besti leiðbeinandi er jeg steig fyrstu spor mín 1 Þýska- landi. Þegar til Leipzig kom, vildi svo heppilega til, að þar var :nikið um dýrðir. Afhjúpa átti hið mikla þjóðorustu minnis- merki. Þangað kom Vilhjálm- ur keisari og allir konungar og furstar Þýskalands og fleiri þjóðhöfðingjar. Allar götur, er þessi stórmenni fóru um, voru uppljómaðar með logandi blys- um. Dýrðin var mikil og margt nýstárlegt að sjá og mikilfeng- legt fyrir Stokkseyring. í ÞYSKALANDI — Hvernig gekk þjer að tala þýskuna? — Sæmilega. Hafði lært pýsku hjá Bjarna Bjarnasyni klæðskera í þrjá mánuði áöur en jeg fór. Svo jeg gat í flestum Ulfellum alveg bjargað mjer. Einstaka sinnum, sem jeg mis- skildi hlutina fyrst í stað. Eins og t. d. þegar jeg kom til Leip- zig og burðarkarlarnir voru búnir að bera farangur minn jpp á fjórðu hæð, þá fóru þeir eitthvað að tala um „Trink“ og jeg skyldi það sem „drykk“ að þeir væru þyrstir. Svo jeg rjetti þeim vatn að drekka. Þá fóru l eir að hlæja, og rann þá upp fyrir mjer, að hjer væri eitt- hvað bogið við skilninginn. En jeg óvanur öllu sem hjet drykkjupeningar. Annað var það, að mjer þótti oft nóg um allar spurning- ar fjelaga minna og annara, er það vitnaðist, að jeg væri frá íslandi. Það þótti svo furðulegt. Þjóðverjarnir vildu fá sem glegstar frásagnir af því fjar- læga, lítt kunna landi. Mig rak í vörðurnar, er spurningunum rigndi yfir mig. Þýskan frá Bjarna hrökk ekki til alls þessa og svo var jeg oft spurður að ýmsu, sem jeg alls ekki kunni glögg skil á. Jeg varð leiður á þessu. Það kom fyrir — kannske annars ljótt að segja frá því —- en það er samt satt, að jeg blátt áfram sagði skakt til um þjóðerni mitt, til þess að losna við spurninga- flauminn. Einu sinni kom jeg í búð. Ætlaði að kaupa „marme- laði“. Mundi ekki hvað það hjet á þýsku. Benti á krukkuna uppi í hillu. Kerlingin í búðinni skildi ekki hvað jeg var að fara. Hún spurði hverrar þjóðar jeg væri. Mjer leist hún vera mundi forvitin. Vildi ekki lenda í „spurningatíma". Sagðist því vera enskur. Hún upp til handa og fóta. „Maðurinn minn kann ensku. — Nú skal jeg kalla á hann“. Hún hafði ekki fyr snú- ið sjer frá mjer, en jeg eins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.