Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 18
442 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kvæðin hans eru engum torskilin, sem hlusta vilja á hann Frú Valgerður Benedikfsson segir frá ýmsu um skáldskap og æfi Einars Benedikissonar EINAR BENEDIKTSSON rúmlega fimtugur. „Svona vil jeg helst muna hann“. FYRIR löngu síðan hafði jeg farið fram á það við frú Valgerði Benediktsson að hún segði mjer eitthvað um æfi Einars manns hennar. Enginn, sem nú er ofan jarðar veit vita- skuld eins mikið um hann eins og hún. Nema það sem kvæðin segja sjálf. En alt það, sem þau bera með sjer um manninn verður líka á vörum manna um langa framtíð. Þegar jeg hjer á dögunum hitti frú Valgerði í lítilli íbúð hennar á Sólvallagötu, bað hún mig þess lengstra orða, að ef jeg skrifaði eitthvað af frásögn hennar, skyldi sem minst á henni sjálfri bera þar, því frá- sögnin væri um Einar og kvæðin hans, en ekki um hana. Jeg lofaði að gera mitt besta í þessu efni, en efaðist um hve vel mjer tækist það. HANN VAR LENGI AÐ FÁGA KVÆÐIN SÍN Jeg spurði frú Valgerði hvernig vinnulag Einars hefði verið við Ijóðagerð, og sagði hún svo frá: Einar var venjulega lengi með hvert kvæða sinna, var dag eftir dag og jafnvel viku eftir viku að breyta kvæðunum og fága þau. Hann vann aldrei nema að einu kvæði í einu. En það kom fyrir að hann lagði hálfgerð kvæði á hilluna og tók þau ekki fram, fyrri en kannske löngum tíma seinna. — Sum kvæði sín fullgerði hann aldrei, en birti þó stundum þau brot, sem hann hafði lagt til hliðar. Jeg man t. d. eftir kvæðinu ..Fimmta tröð“, sem hann orkti í Ameríkuferðinni. Það átti að verða míkið meira. En hann kunni ekki við að fara lengra út í þá sálma. Kafla úr kvæðinu Stórisand- ur orkti hann mörgum árum áður en hann lauk við það til birtingar eins og það er, en hann hafði ætlað að gera úr þessu efni mikinn kvæðabálk. — Mjer er forvitni á að vita hvaða ferðalag það hefir verið, sem hann lýsir í upphafi þess lcvæðis. Hann virðist hafa ver- ið á norðurleið að haustlagi, og þá'mjög ungur að árum. — Hann talaði oft um þá ferð. Það var haustið 1874. For- eldrar hans höfðu slitið sam- vistum þá um sumarið, Benedikt nýbúinn að missa dómaraem- bættið, orðinn sýslumaður Þing-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.