Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 427 Dr. fheol. Magnús Jónsson prófessor: Yfirbragðsmesti kirkjuhöfðingi Lúterskum sið var Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup I. GUÐBRANDUR Þorláksson Hólabiskup er tvímæla- laust einn af svipmestu, mætti næstum því segja hrikalegustu mönnum, sem sögur fara af hjer á landi. Um hann á það vel við að „í engu var hann meðalmað- ur“. Skrifa mætti sennilega einar þrjár til fjórar lýsingar á Guð- brandi, laukrjettar í alla staði eins langt og þær næðu, án þess að séð yrði að þar væri um sama mann að ræða. Það mætti skrifa sögu hins fjegjarna, róstu- höfðingja og málaferlamanns. Það mætti skrifa sögu hins áhugasama siðbótarmanns og bókaútgefanda til útbreiðslu siðbótarkenninganna. Það mætti skrifa um rithöfundinn, hinn mikla blaðamann og orðhák og það mætti skrifa um hinn virðu- lega biskup og stjórnsama pre- láta. Og fleiri menn mætti skapa. úr Guðbrandi, þjóðhagasmið, ó- þjóðrækinn konungsdekrara eða áhugasamann og þjóðhollan framfaramann. Jeg veit sannast að segja varla, hvað jeg á að drepa á helst í þessari Lesbókargrein, svo mörgu er af að taka. Prjedikunarstóll Guðbrands biskups (Sjá grein í Jólablaði Morgunblaðinu eítir Matthías pórðarson). 2. Mannaforráð Einkennilegt er það um mann, sem jafnmikið fór fyrir og jafn mikið skrifaði sjálfur, mann, er stóð á háum stalli á þessari upp- lýsingaröld, að ekki skuli vera kunnugt um fæðingardag hans og ekki einu sinni fæðingarár. Menn halda helst að hann sje i blóð borin fæddur árið 1542 eða ef til vill 1541, og eigi því 400 ára af- mæli einhverntíma á þessu eða næsta ári. Var þó faðir hans merkisprestur, Þorlákur Hall- grímsson og var Guðbrandur háættaður í báðar ættir. Hall- grímur faðir hans var Svein- bjarnarson, Þórðarsonar. Var síra Sveinbjörn prestur í Múla í Aðaldal og frægur m. a. fyr- ir fjölda barna sinna, og því kallaður Barna-Sveinbjörn. — Bróðir Hallgríms pfiests, afa Guðbrands, var Sigurður, faðir Helgu, fylgikonu Jóns biskups Arasonar, og er því alt það mikla kyn af Sveinbirni komið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.