Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 431 vilji hafa bækurnar heldur liggi þær og fúni, þá hjelt hann áfram að gefa út nýjar og nýj- ar bækur og endurprenta þær, sem þrotnar voru. — Og ekki vantaði dugnaðinn að reka á eftir, dreifa út bókunum, heimta af próföstum að þeir komi bókunum út og jafnvel senda umferðabóksala. — Skammabrjefið til síra Odds frænda hans, sem getið var hjer að framan sýnir okkur framan í Guðbrand þegar hon- um þótti menn bregðast illa við í þessu efni, og má nærri geta að menn ljeku sjer ekki að því að fá slíkar ádrepur. En þó að fjöldi bókanna hljóti að vekja undrun okkar, er ekki síður á hitt að líta, hve rausnarlega Guðbrandur bisk- up viðaði til bóka sinna. Er þar fyrst að nefna sjálfa Guðbrandsbiblíu. Hún er fyrsta fciblíuútgáfa hjer á landi, og hún er líka sú íburðarmesta. Þar er ekkert til sparað, hvorki í pappír, myndum, bókahnút- upi, bandi eða öðru því, sem gat gert hana sem virðulegasta. Og þegar litið er á allar aðstæður verður að telja upplag hennar mjög stórt, en það var 500 ein- tök. Kostaði hún jarðarverð, en þó hikaði biskup -ekki við að gefa hana þar sem hann taldi þess nauðsyn. Á hinn bóginn aflaði hann fjár til þessa verks með sínum alkunna dugnaði. Sem dæmi þess, hve miklu stórtækari Guðbrandur biskup var en allir aðrir samtímamenn hans má nefna Sálmabók hans, er út kom fyrst 1589. Fyrirrennari Guðbrands, Ól- afur biskup Hjaltason mun hafa gefið út nokkra þýdda sálma, en ekki er sú bók nú lengur til. Marteinn biskup Einarsson gaf út kver með 35 sálmum og Gísli biskup Jónsson kver með 17 sálmum. Auk þess hafa menn líklega haft eitthvað af skrif- uðum sálmum. En nú hófst Guðbrandur handa, og í sálmabók þeirri, er hann gaf út voru hvorki meira nje minna en 328 sálmar. Auk þess gaf hann út Messusöngs- bók, grallara, er ætlaður var til söngs í kirkjum, og voru í hon- um nokkrir sálmar, sem ekki voru í sálmabókinni. Síðan jók biskup þessar bækur, er hann gaf þær út að nýju, svo að í bókum hans voru alls 379 sálm- ar. Leið langur tími þar til var bætt um svo nokkru næmi. Þá bætti hann og mjög um sálmakveðskapinn þó að hann kvæði lítið sjálfur. Hann gerði þær kröfur, að listarreglum væri fylgt í sálmum jafnt sem í veraldlegum kveðskap, og þó að misjafnlega tækist, var þó hjer um augljósa framför að ræða og stefnubreytingu. Hjer er ekki unt að ræða mikið þetta þrekvirki Guð- brands biskups, en ekki er unt annað en fyllast aðdáun, er bókaútgáfa hans er athuguð, Eins og getið var hjer í upp- hafi, er æði margs að minnast um Guðbrand biskup. Hefir á fátt eitt verið drepið hjer. En eitt er það, sem mig langar að- eins að minnast á enn. Það er ritháttur hans. Hafa hjer að framan verið sýndar smáklausur úr brjefum hans, er bera vott um fjörið í penna hans og persónulegan kraft. — Þetta sama kemur og fram í örðu rituðu máli hans. Hann er jafnan mjög persónulegur. — Jafnvel þegar hann ritar for- mála fyrir bókum, er eins og hann tali þar sjálfur. En formáli hans fyrir Sálmabókinni fræg- astur og hefir oft verið til hans vitnað. Hjer er úr formála hans fyrir Vísnabókinni 1612. Hann er þá sjötugur, er hann ritar þetta: ,,Til lesarans. Kunnugt er það góðum mönnum, að jeg hefi um nokk- ur ár fengist við að láta prenta kver og bæklinga, sem jeg meinti að til gagns og nytsemd- ar vera, mætti einföldum og ó- fróðum; en hvað skeður? Þeir við aðra eins örðugleika og hjer var að etja á allar lundir. Jeg get ekki stilt mig um að nefna hjer Vísnabókina, sem Guðbrandur gaf út 1612, þá gamall orðinn og þreyttur á hinu erfiða prentverki. En hon- um þótti Sálmabókin ekki reyn- ast einhlýt til þess að vinna móti hinum ljóta veraldlega kveð- skap og hófst því handa um að fá ljettari andlegan kveðskap, eldri og yngri. Og svo rausnar- lega er til þessarar ljóðabókar efnað, að jeg efast um að nokkru sinni hafi komið út stærra safnrit af ljóðum á ís- landi síðan. Er bókin alls um 400 stórar og þjettprentaðar blaðsíður. Mátti segja að ekki væri allur kraftur úr karli þótt roskinn væri orðinn. bæklingar liggja hjer og fúna niður nema það, sem jeg gef í burt. Fyrir nokrum árum klagaði nálega hver maður, að ekki fengist hið nýja Testa- mentum, ekki gæti allir Biblíu keypt, nje hana með sjer borið. En nú það er falt, finnast fáir, sem þar um hugsa. Álíka og eins gengur enn til um vísur og kvæði. Þeir eru allmargir, sem jafnlega hafa beðist eftir vís- um og andlegum kvæðum, hugsa þá muni lítið vanta á sannan sáluhjálparfróðleik og væri vel ef svo reyndist. Og þó að jeg sje þreyttur og uppgef- inn að eiga lengur við hið kostn- aðarsama prentverk, þá skal þó enn láta það eftir þeim, sem slíkt girnast, ef að Guð vildi gefa, að af mætti leggjast þær brunavísur og Afmurskvæði, sem allmargir elska og iðka, en í staðinn upptakast þessar and- legar vísur, sem góðir menn hafa ort og kveðið . . En fjörmestur er Guðbrand- ur jafnan, er hann deilir, og það gerir hann oft (sbr. ádeiluna, sem er í formála Vísnabókar- 7. ,,/-//er hlýt jeg fyrst að klaga og kæra"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.