Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 8
248 j LESBÓK MORGUNBLAÐSINS £g Þessi mynd er frá New York. Stærstu skip heimsins, Queen Mary, Normandi o. fl. liggja þar bund- in við brvggju. Þau eru nú farin úr lægi sínu, að því er fregnir herma og halda áfram að ösla um höfin í þágu Bandamanna. leið. — Hann tók lítið undir þetta, en var enn drjúgur yfir sjer, en sagði að þetta væri illvirki. En svo er sagt, að hann hafi fengið strák til þess að gefa dönsku tík- inni eitur svo lítið bæri á snemma morguninn eftir. — Sig- urður fór snemma á fætur og gekk í búðina til þess að fá sjer morg- unhýrgun, en þá var brennivín selt í staupum við búðarborðið eins og hver annar varningur. Hann sagðist þá ætla að sýna kvæðamátt sinn og heimtaði að kallað væri á tíkina, því að nú þóttist hann viss um að eitrið væri farið að verka á hana. Yar nú kallað á tíkina og fór Sigurð- ur að kveða vísur af munni fram, heldur mergjaðar, þó að enginn muni þær nú. Leið þá ekki á löngu þangað til tíkin fór að fá flog og þótti þá búðarmönnum nóg um og báðu hann að hætta. Þeir sögðust skula gefa honum nóg brennivín ef hann hætti að kveða og ljeti tíkinni ljetta svo að henni gæti batnað, en þá sagði hann, að nú væri það ekki hægt úr því sem komið væri, því að nú yrði þetta að bitna á þeim og slíkt væri þeim ekki betra. Síðan Smælki. Kennarinn: Refsaði pabbi þinn þjer ekki þegar þií. komst heim með slíka einkunarbók? Pjetur litli: Nei, pabbi segir alt af að það komi harðar niður á sjer en mjer þegar hann ber mig. Kennarinn: Þá er pabbi þinn meðaumkvunargjarn í meira lagi. Pjetur litli: 0, nei, en hann hefir slæma gigt. ★ Frökenin; Jeg vil fá tvö kirsu- ber í cocktailinn minn. Læknir- inn segir að jeg eigi að borða mikið af ávöxtum. ★ — Hafið þjer nokkurntíma verið í Aþenu herra Hansen? — Nei. — Þá þekkið þjer ef til vill mág minn. Hann hefir nefnilega aldrei verið þar heldur. drapst tíkin og var ekki eftir það gert skop að kraftakveðskap Sig- urðar Breiðfjörð, en það sagði hann þeim, að á slíku tæki hann ekki nema mikið lægi við. — — Þú hefir ofkælt þig — Ójá, jeg revkti einn vindil í gær og það var svo liræðilegui' dragsúgur í honum. ★ Hann: Bara að jeg gæti skilið þig Soffía, viltu giftast mjer eða ætlarðu þjer að eins að spila með mig? Hún: Elsku Emil, ef jeg á að tala í fullri hreinskilni þá hefi jeg hvorttveggja í hyggju. ★ — Hvort að ætt mín sje gömul! — Sagan segir að ættfaðir minn hafi frá svölum hallar sinnar liorft á sköpun heimsins. ★ Presturinn: „Og þar mun verða grátur og gnístran tanna“. Oldungurinn: En kæri prestur minn, þetta getur svo sem verið satt. En hvað verður um að vera hjá okkur gamla fólkinu, sem liefir mist allar tennurnar og höfum engu til að gnista. ★ — Jæja, hann varð að hætta að aka bíl vegna blóðleysis! — Já, lögreglan hafði tekið svo mörg blóðsýnishorn af honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.