Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 1
 29. tölublað. Sunnudagur 20. júlí 1941. XVI. árgangfur. i»»f8uun>wff|«iix LISSABON — Lissabon er flöskuháls evrópe- isks frelsis. Hún er gang- vegur, sem bæði Þýskaland og Bretland hafa talið sjer heppilegt að halda opnum. Um hana fara óteljandi hundruð manna, sem flýja undan Hitler. Ennfremur þeir fáu, sem æskja að leita til herteknu landanna. Hún er flösku háls sem er opinn í báða enda. Tala flóttamanna hennar nemur að því er áætlað hefir verið um 40 þús. Evrópumenn, sem bíða eftir vega brjefi og flutningi til Ameríku, ef til vill um 200 manns, sem bíða leyfis til þessa að komast til ým- issra meginlandslanda og um 600 sem lifa í voninni um sæti í flug- vjel til Englands. Meiri hluti þessa fólks eru evrópeiskir Gyðingar, sem hafa komist einn og einn yfir landa- mæri Evrópu landanna, þegar þegar öxulríkin náðu til þeirra. Og nú eru þeir saman safnaðir á vestur-jaðri álfunnar. Einu undankomuráð þeirra eru amerísku Clippers flugvjelarnar, eða hin hvítu línuskip ameríku línunnar, Excalitur, Excambian og Exeter. — Þessi nöfn eru öll þekt og vinsæl í Lissabon og þeg- ar eitthvert þeirra kemur, þyrpist hið óhamingjusama flóttafólk að, beinlínis til þess að heilsa því. Með skipunum koma svo frægir stjórnmálaerindrekar og stjórnar- fulltrúar, blaðamenn, Rauðakross- sveitir, verkfræðingar og vísinda- menn, á leiðinni til hernáðarsvæð- athvarf flóttamannanna. EFTIR WILLIAM BAYLES. >***********«*******« *•* *****•**••**•*****«*•«*» ♦*•♦*♦**♦**♦♦*♦**♦ Meðan styrjöldin geysar á meginlandinu er Lissabon borg frið- arins. Breskir og þýskir einkennisbúningar sjást á götunum. Hús- mæðurnar kaupa fisk á markaðnum. Nokkrum skrefum frá keppa flóttamennirnir um vegabrjefsáritanir, sem ráða lífi og dauða. Rossio-torg er hjarta Lissabon. Straumur fólks og vagna er þar óslitin frá morgni til kvölds. — Mest er umferðin þó á kvöldin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.