Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 245 kvaðst heita Þorsteinn og vera ey- firskur, og sendur á Vestfjörðu að vitja arfs, en hafa vilst af leið vegna ókunnugleika. — Hann var á Refsstöðum um nóttina og gjörði ekkert illt af sjer, en fór svo leiðar siunar daginn eftir. — Þóttust allir vita, að maður þessi væri enginn annar en Arnes úti- leguþjófur, því að lýsing hans bar saman við það, sem honum hafði verið lýst áður á Alþingi. Á leið- inni frá Refsstöðum stal hann sauð skinnum á einum bænum í Lax- árdal og á öðrum kom hann í eld- hús, þar sem kona var að fleyta af hangikjöti og greip hann flotið og'drakk það, en fór síðan í burtu. Á Gilsstöðum í Vatnsdal bió maður, sem Sigvaldi hjet. Hann var svo rammur að afli, að fá’r voru hans líkar og var sagt að alveg yrði hann óviðráðanlegur ef hann reiddist, en það kom ekki oft fyrir, því að maðurinn var spaklvndur hversdagslega. Kona hans hjet Helga og er sagt að hann mætti ekki „snerta“ hana ef hann var drukkinn, því að þá gæti hann ekki stjórnað kröftum sínum og afli. — Það var skömmu eftir að Arnes hafði gifst á Ref- stöðum að Sigvaldi á Gilsstöðum varð þess var fyrri hluta nætur, að maður var að brjótast inn í skennnu hans. Sigvaldi fór út og hljóp á manninn, þar sem hann var að verki. Sigvaldi skelti hon- um undir sig, því að aflsmunur var mikill, en maðurinn var lítill, knálegur og snar í bragði, þó ekki gæti hann staðist Sigvalda, sem hafði þegar náð á honum góðum tökum. Síðan batt Sigvaldi hann við stoð og ijet hann standa þar alla nóttina, en um morguninn sagði hann til sín og kvaðst Arera Arnes útileguþjófur. Hann bað svo Sigvalda um að vægja sjer og lofa sjer að fara leiðar sinnar. Sigvaldi kendi þá í brjóst um Arnes ræfil- inn og vildi ekki draga hann fyr- ir yfirvaldið, sem var hinn refsi- gjarni sýslumaður, Bjarni Hall- dórsson á Þingeyrum, sem kallaður var „þyrnibroddur" Húnvetninga. Sigvaldi sleppti svo Arnesi og rjeði honum til þess að forða sjer og glettast ekki oftar við sig, en að lokum gaf hann honum máls- verð. Arnes lofaði hátíðlega að láta aldrei sjá sig á Gilsstöðum oftar og fór svo í burtu. — ★ Arnes hjelt nú í suður átt og fór suður á Arnarvatnsheiði, en þar voru þá útileguþjófarnii’ Fjalla-Eyvindur og Halla, ásamt Abraham o. fl. Arnes sló sjer þá saman við Eyvind og fjelaga hans og var síðan lengi í fylgd með þeim og leið með þeim sætt og súrt. En þessu þjófafjelagi varð ekki lengi vært á Arnarvatns- heiði eða í Surtshelli, en þangað flutti það sig. Borgfirðingum þótti fjárheimtur sínar verða heldur bágar, enda þurfti þessi sægur þjófa, oft 6 og 7 í fjelagi, tals- ATert til uppihalds. Þeir fluttu því bj’ggð sína upp í svokallaðan Þjófakrók, sem er á milli Eiríks- jökuls og Baldjökuls eða upp undir Geitlandsjökli, en þar var það sem Snorri prestur hinn sterki, á Húsafelli heimsótti þá eftir að þeir Eyvindur og Arnes höfðu stol- ið frá honum geldri kvígu og nokkrum sauðum. Eftir það flýðu þeir norður að Arnarvatni og lifðu þar mest á silungi, sem þeir veiddu í vatninu, en til þess að vera ugg- lausir fyrir byggðamönnum tóku þeir svo það ráð að halda austur í öræfin, alla leið austur að Hvera- völlum. Að vísu var þar gott að- stöðu við heitu liverina, en samt latti Arnes þess mjög að þeir sett- ust að svo nærri Kjalvegi, sem var -svo fjölfarinn í þá daga og voru það lians ráð að þeir hjeldu enn lengra austur, undir Hofsjökul. Þá var komið haust og allar göng- ur liðnar og því lítið um föng og urðu þeir því að lifa á því litla, sem þeir gátu náð, en það voru örfáar kindur, sem höfðu orðið eftir í göngunum, grágæsir og andir, sem þeir veiddu og loks söfnuðu þeir fjallagrösum og grófu upp hvannarætur. Þarna höfðust þeir svo við næsta vetur við lít- inn kost. Bæ byggðu þeir sjer um haustið, grófu hann inn í moldar- barð og endurbættu svo vorið eftir. — Um veturiun hlupu þeir þeir Arnes og Eyvindur til byggða þegar veður voru góð og nældn þá ýmsu á bæjunum, sem þá van- hagaði um. — En ekki höfðu útlagarnir lengi frið í hreysi sínu undir Hofsjökli. Sumarið eftir stálu þeir svo mörgu fje bæði frá Borgfirðingum og Árnesingum, og þótti mönnum svo mikil brögð að þessu, að kært var fyrir sýslumanni Árnesinga, Brynjólfi Sigurðssyni í Hjálm- olti. Hann kvaddi svo 40 röskustu menn sýslunnar, vel ríðandi, til þess að gjöra aðför að útilegu þjófunum. Ekki komu þó nema 15 til 20 menn til fararinnar og höfðu þeir með sjer 20 klyfjahesta tii áburðar ef hreysið fyndist. Sýslu- maður skipaði svo fyrir, að drepa mætti illvirkjana ef þeir næðust ekki lifandi, því að stolið hefðu þeir til fullkominnar óhelgi. — Leitarmennirnir hjeldu nú inn í öræfin og fundu brátt fjárbraut, sem lá að hreysi þeirra Eyvindar, en þegar þangað kom var þar enginn maður. — Þeir höfðu sjeð til ferða byggðarmanna og voru fluttir upp á Horfsjökul, en það voru þau Eyvindur og Halla meo barni sínu og svo Arnes og Abra- ham. — Leitarmenn eltu þau á jökulinn, en þá tók Eyvindur það ráð að slöngva á þá ísmolum og tafði það eftirförina, en á meðan forðuðu þeir Arnes og Abraham sjer og Höllu með barninu hærra á jökulinn. ísmolarnir, sem Eyvind ur slöngvaði voru nærri orðnir tveim mönnum að bana og sló þá svo miklum óhug á byggða- menn að þeir heyktust á eftir- förinni og hurfu frá við svo búið, enda dimmdi þá og þykknaði í veðri. Þeir hjeldu síðan til útilegu- kofans og ljetu greipar sópa um alt, sem þar var, en það var vetr- arforði þjófanna m. a. 100 sauðar- skrokkar í hrískesti og síðan kveiktu þeir í kofanvmi og brendu til ösku. Ekki fór þjófafjelagið samt langt í burtu í þetta skifti og komu þeir aftur til kofans jafu- skjótt og þeir vissu að leitarmenn- irnir voru farnir þaðan. Það var köld aðkoma fyrir þá, — ekkert nema öskuhrúgan og allur vetrar- forðinn farinn. — Þegar svona var komið sagði Eyvindur þeim Arnes og Abraham upp vistinni og nú yrði hver að bjargast, sem best hann gæti.. — En sögnin seg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.