Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 247 Þætlir úr lífi Sigurðar Breiðfjörð Foreldrar Sigurðar voru, eins og kunnugt er, Eiríkur Sig- urðsson bóndi í Rifgirðingum og sfðar i Bíldsey á Breiðafirði og Ingibjörg Bjarnadóttir, Bogasonar gamla í Hrappsey, en móðir Ingi- bjargar var Jóhanna systir Ás- gríms Helluprests Vigfússonar. Móðir Jóhönnu og síra Ásgríms var dóttir Helga, sem kallaður var „tíu aura skegg“. —• Eru allar þessar ættir úr Breiðafirði sunn- anverðum. — Eiríkur í Bíldsey, sem talinn er faðir Sigurðar Breið- fjörð var gáfaður maður og vel skáldmæltur, svo að vel gæti Sig- urður Ihafa sótt hæfileika til hans eins ©g (tiil móðurættar, en sá orð- srÖmur tot meðal samtíðarmanna, ■að SÍgurður hafi ekki verið rjett Ifeðraður, því að ásýndum þótti ihann líkur öðrum manni, sem hafði verið í „vináttu" við móður * hans eða þau hjónin. Þetta var Jón bóndi Hákonarson, sem líka var gáfaður hæfileikamaður og skáldmæltur. Jón bjó á þremur stórbýlum á Snæfellsnesi, fyrst á Fróðá, svo á Hallbjarnareyri og loks á Narfeyri. Hann var dugn- aðarmaður, en þótti harður af sjer í viðskiftum við aðra. Það er sagt, að stundum hafi verið glettingar með þeim Eiríki í Rifgirðingum og Jóni á Narfeyri, en báðir voru kesknir, og einu sinni kvað Jón svo um Eirík þeg- ar hann bjó í Rifgirðingum: Benedikt og biðillinn, rauði og græni riddarinn, Bjarni og herra stallarinn, Rifgirðinga kongurinn. Ekki er nú kunnugt við hvaða menn Jón á í vísunni, nema Rif- girðinga-konginn, það var auðvit- að Eiríkur, en hann kvað vísu til Jóns og er hún lýsing á Jóni. Vísan er svona; Þessi á að vera með þyrilhaus, þó í minna lagi, baraxlaður og læralaus langhryggjaður, gjarn á raus. Þegar Sigurður Breiðfjörð fædd- ist voru foreldrar hans fátæk og ekki við bú og komu því drengn- um í fóstur hjá góðu fólki í Krossnesi í Eyrarsveit og þar var hann fyrstu þrjú árin, sem hann lifði, en þá fóru foreldrar hans að búa í Rifgirðingum og tóku hann til sín og upp frá því ólst hann upp hjá þeim. — Ekki naut • Sigurður neinnar kenslu í æsku, nema hvað honum var komið til síra Gísla Ólafssonar aðstoðar- prests á Helgafelli lítinn tíma úr 2 vetrum til náms undir fermingu. — Það kom brátt í ljós á ung- lingsárum Sigurðar, að hann var óhneigður til allrar vinnu og svo var hann auk þess baldinn og ó- kærinn. — Það ráð var því tekið, að koma honum til útlanda og var hann látinn sigla með Stykk- ishólmsgaleasinum, sem Thorlacius átti. Með skipinu fóru þá líka 3 aðrir unglingspiltar, sem kallaðir voru slæpingjar og þótti land- hreinsun að. — Um veru Sigurð- ar ytra eru litlar sagnir, nema um Grænlandsför hans, en í Kaup- mannahöfn lærði hann beykisiðvj og tók sveinspróf, og beykir var hann í Grænlandi. Svo kom hann aftur hingað til lands á skipi til ísafjarðar og var þar í nokkur ár í þjónustu Ólafs riddara Thorla- cius, sem þá átti Hæstakaupstað- inn á ísafirði, en á hverju hausti fór hann þá kynnisför suður að Breiðafirði að finna frændur sína og vini. — Eiríkur í Bíldsey reri á hverri vertíð í Dritvík undir Jökli eins og þá var siður eyjamanna og var þá altaf háseti hjá Guðmundi Sig- urðssyni spítalahaldara á Hall- bjarnareyri. Það var svo eitt vor- ið, að þeir voru að koma úr Vík- urferð með háfermi af skreið og voru báðir talsvert druknir. Þá tókst svo slysalega til að Eiríkur datt útbyrðis þegar hann var að rjetta Guðmundi flösku til að súpa á. Báturinn var á skriði, en hægur vindur og var seglið þegar felt. Nokkur töf varð á að Eiríkur næðist, og svo var hann dreginn óhönduglega inn á grúfu, að hann meiddist við það á brjóst- inu, einkum útvortis. Annars eru menn venjulega í slíkum tilfell- um dregnir inn á bakið og með mestu varúð svo að þeir verði fyrir sem minstu hnjaski. Guðmundur fór svo með Eirík til Stykkishólms og kom honum fyrir hjá Boga Benediktsen versl- unarstjóra og Jarðþrúði konu hans og hjá þeim var hann í viku við bestu aðhlynningu. Honum var leitað lækninga, en alt að árang- urslausu og sagði Oddur Hjaltalín læknir að svo væri Eiríkur meidd- ur innvortis, að lifrin væri mik- ið marin og gæti hann ekki lifað nema meðan hiin væri að tærast upp. Síðan var hann Guttur fram í Bíldsey og þar dó hann eftir 3 vikur. — Eftir að Sigurður var kominn til ísafjarðar, drakk hann mikið og fór þá að bera talsvert á hag- mælsku hans, og þótti alt sem hann orti vel kveðið og liðugt, og aldrei var hann níðkveðinn. — Svo var það eitt kvöld, að kunn- ingjar Sigurðar færðu það í tal við hann, að hann hlyti að vera kraftaskáld eða ákvæðinn, sem kallað var, en Sigurður aftók þetta ekki með öllu, og var drjúg- ur yfir sjer, enda drukkinn, en þegar fjelagar hans heyrðu það, gerðu þeir skop að honum og vildu engan trúnað leggja á þann hæfileika hans. — Innanbúðarmað- ur einn á ísafirði átti danska tík, sem oft var að gelta að Sigurði og glefsa í hann, þó að hún ljeti aðra í friði, og var eins og henni væri eitthvað upsigað við hann eða að honum stefnt. Spurðu þeir h#nn þá að hvort hann gæti ekki' kveðið hana dauða, úr því að hún væri honum svo ásækin og hvim-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.