Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 2
242 LESBÓK MORGUNBLABSINS anna með nýjar læknisaðferðir, margskonar njósnarar, japanskir herforingjar á leið til Berlínar til }>ess að læra leipturhernaðartækni af Þjóðverjum. Farmiðar eru seld- ir upp mónuðum fvrirfram og fá ir þeirra, sem bíða hafa lengur von um, að Bandaríkin og Þýska- land muni halda áfram mikið leng ur núverandi ástandi í sambúð sinni. Þeir vita að þátttaka Banda ríkjanna í stríðinu eða innrás öxui- ríkjanna í Portugal mun tafar- laust taka fvrir hverja smugu, sem undankomu er auðið eftir. Örlög þeirra væru svipuð og rottu í tunnu. ★ Gistihúsin í Lissabon eru stöðugt troðfull og mörg hundruð þúsund útlendingar hafa neyðst til þess að leita sjer hælis í hinum hrjóstug i hæðum, bak við borgina. Kjarni flóttamannanna og tign ari ferðamenn gista í Avishöllinni. En það er fannhvít bygging, sem eitt sinn var einkabústaður portú galsks aðalsmanns. Sterkar og skrautlegar járngrindur umlykja hana. Andrúmsloftið í sölum henn- ar og göngum er þrungið af ilm- vötnum og blómum í silfurvösum og einkennisklæddir þjónar full nægja hverri ósk gestanna. Gestabókin geymir nöfn, seu heimsfrjettirnar snúast um, eins og t. d. Wendell Willkie, Harry Hopkins, John G. Winant sendi- herra, hertoginn af Alba og Carol Rúmeníukonung. Greiðagjaldið, 2 sterlingspund á sólarhring er meira en flestir Portiigalar vinna sjer inn á mán- uði. Þjónustuliðið er bersýnilega mjög snerpað. Þegar jeg spurði um virðulegan eldri herramann, sem fram hjá fór, þó var mjer sagt, „að hann væri aðeins Portúgali“. Viðhafnarstaður Þjóðverja er Palaeio-gistihúsið í Estorial. En þar er einnig mikið af ríkum Gyð- ingum og Ameríkumönnum, sem bíða heimferðar og útlægum ev- rópeiskum stjómmálamönnum. — Þetta er stórt og nýtísku gistihús niður við Tagus-ána. Gestgjafarnir þar vita hvað hentar og þjónarnir við veitingaborðin hrista besta Manhattan cocktail sem jeg hefi bragðað í Evrópu. Það er almennt vitað að sumar þjónustustúlkurnar þar eru launaðar af vissum ríkis- stjórnum í Evrópu og maður hefir ekki verið meira en tvær mínútur , í gistihúsinu áður en maður finnur hið læviblandna andrúmsloft. Vald Gestapo-lögreglunnar er mikið í Portúgal. Þegar að Bié furn, Gestapo foringinn í Portíi- gal, eða undirmenn hans ganga að spilaborðinu stöðvast samræðurn ar, fjöldinn hrekkur við eins og fyrir töfrakrafti. Gæslumenn spilaborðanna, sern allir kunna þýsku og iðkendur spilamennskunnar heilsa þeim á ááða bóga. Estorial spilasalurinn er síð- asta spilavítið í Evrópu, sem starfar eftirlitslaust og ótakmark- (að. Fáir Portúgalar sjást þar, en Íbókstaflega öll önnur þjóðerni. Meira en helmingurinn af fjár hættuspilamönnum eru Gyðinga flóttamenn. Mörgum þeirra hefir vegnað svo vel á því að þeir hafa frestað för sinni til Ameríku vegna gróðavonar þarna. — Þar sem flestir þeirra koma frá lönd- um, sem eru undir yfirráðum öx- ulríkjanna er það hrein ráðgáta hvernig þeir hafa komist yfir pen • inga. En þeir hafa þá samt sem áður og eru fúsir til að lána veru- legar fjárupphæðir. í raun og veru blómgast ú:- lánastarfsemi í Lisaabop og í ná- grenni borgarinnar. Bankar hennar eru á morgm anna fullir af útlendingum, sem kaupa og selja peninga eins og svo er að orði komist. Allur þorri flóttamannanna er þrátt fyrir ait, of fátækur til þess að geta tekið þátt í borgaralegum samkvæmum. ★ Meðal þeirra líða hinir enda- lausu biðdagar í stöðugum heini- sóknum til Amerísku sendisveitar- innar og skrifstofa Export skipa- fjelagsins. Þeir sitja á ódýrum kaffisölustöðum, skiftast á flugu- fregnum o. s. frv. Þeir þekkja hvern embættismann í sendisveit- inni og hjá gufuskipafjelaginu með nafni — og að innræti. Þeic þekkja veikleika hvers þeirra, þeirra, sem eru aðgengilegri að morgni dags en að kveldi. Þeirra, sem tár og kveinstafir fá hrært, þeirra, sem eru þekktir að því að láta persónulega til sín taka sjer- staklega verðuga flóttamenn. Enda þótt að þeir viti að far- þegalistinn er fullur til febrúar 1942, birtast þeir á hverjum morgni við skrifstofudyrnar og drattast síðan til sendiráðsins til þess að lesa tilkynningarnar á töflu þess. Það, sem eftir er dagsins gefur að líta þá reikandi marklaust um borgina eða sitjandi á bekkjunum við borð í kaffistofu við Don Petro torgið, þar sem bresku og þýsku upplýsingaskrifstofurnar eru í samliggjandi byggingum. I gluggum bresku skrifstofunn- ar horfa þeir á myndir af Spitfire- og Hurricaneflugvjelum og í næsta glugga sjá þeir mynd af glottandi illa tentum þýskum verkamanni, sem samkvæmt skýringu á þrem tungumálum nýtur þess fyrst og fremst að vera í stríði. Á torginu eru tötralegir blaða- strákar að selja nasista-málgagnið „Signal“, sem gefið er iit á frönsku og auglýst sem „hið fræga franska myndablað“. Bretar keppa vi8 það með viku- tímariti, sem þeir gefa sjálfir út, Ber það nafnið „Mundo Grafico“. ★ Auk þessara flóttamanna eru í Cintra, sem er 15 mílur frá Lissa- bon, 600 Ameríkumenn frá Frakk- landi. Það eru hermenn frá 1918, sem urðu eftir í Frakklandi, giftust frönskum konum og urðu franskir í öllu nema nafni sínu. Þeir voru ekki fjáðir, flestir verkamenn og margir af þeim hafa beinlínis gleymt enskunni. Vegna stríðsins og þess að þeir hafa glatað ríkisborgararjetti sín- um eru þeir iitilokaðir frá aðstoð ríkisins. Loksins flutti þó ame- ríska sendiráðið all marga þeirra og fjekk þeim bústað í Quitra þar til hægt verður að flytja þá. Svipaðir hópar, breskra manna frá Frakklandi og Spáni bíða nú einnig í Portúgal eftir heim- flutningi og breska sendiráðið heldur þeim uppi með 10 sterlings- pundum mánaðarlega á meðan. Portúgalska þjóðin lítur á þessa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.