Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 243 Norsk herdeíld á Íslandí Frá því í fyrrahaust hefir verið töluvert af norskum hennönnum hjer á íslandi. Hve margir, vita menn vitanlega ekki. Hefir ein herdeild þeirra verið á Norðurlandi, og hafst mikið við uppi á fjöllum á skíðum. Þann 9. apríl í vor var haldin norsk guðsþjón- usta á Akureyri, sr. Friðrik Rafnar vígslubiskup messaði. Við þáð tækifæri var þessi mynd tekin af norsku hermönnunum með fána sinn á tröppum Akureyrarkirkju. (Myndin er úr Norsk Tidend). hópa hinna óboðnu gesta með meðaumkvunarblandinni hnýsni. Hún er of kurteis og góðgjörn til þess að mótmæla en hefir þó oft hneykslast á hinu grófa tísku hátterni þeirra. Utlendar konur ganga um hin fögru stræti Lissabon borgar og drekka standandi við borð út á götu, þar sem áður hafa aðeins komið karlmenn, - eru hattlausar úti á nóttunni, en það er í Portú- gal aldagamalt aðalsmerki skækj- unnar. ★ Portúgal, sem liggur á útjaðri Evrópu hefir alt fram til flótta mannainnrásarinnar, lifað að veru legu leyti í fortíðinni, og það enda þótt ríkisstjórnin hafi gert mikið til þess að horfa fram á við en ekki inn í fortíðina. Frægðartími þjóðarinnar, þegar landkönnuðir Portúgala víkkuðu sjóndeildarhring veraldarinnar og byggðu upp mikið heimsveldi var sorglega stuttur. Vasco da Gama er fræg þjóð- hetja þar, enn þann dag í dag, og maður getur keypt æfintýra sögur um ferðir hans 1417, skraut- ritaðar fvrir nokkrum mánuðum. Fáir Portúgalar græða á flótta- mannastraumnum og fjöldinn allur af miljónafylgi Salazars forsætis- ráðherra veit varla um hann og er engu ríkari eftir en áður af hon- um. Jeg spurði hann um, hvað hann á götu, sem bað mig á ensku að gefa sjer greiðu. Hann kvaðst vera fæddur í Massachusette en hefði flutst til Portíigal eftir að faðir hans hefði eftirlátið honum „mikil auðæfi“. það voru um 1000 dollarar. Jeg spurði hann um hvað hann áliti um stríðið. Hann leit á mig undrandi, „hvaða stríð“, spurði hann. ★ — Það sem mótar lífsviðhorf flóttamannanna í Portiógal er í meginatriðum svartsýnin og sam- færingin um að máttug öfl sjeu að levsast úr læðingi í Evrópu. Þeir líta á Hitler og hermenn hans sem einskært stundar fyrir- brigði, sem lítt muni koma við lausn heildar viðfangsefnisins. Hitler og Mussolini sjeu aðeins náungar, sem hafi skriðið inn i yfirgefinn kastala og sjeu að auðga sjálfa sig dálítið á meðau að öðrum mikilvægari kröftum sje safnað. Enginn þeirra ann Þýska- landi og Evrópumennirnir hlæja að þeirri hugmynd að Hitler geti unnið stríðið. Hinsvegar trúa fáir á það, að Bretar vinni algeran sigur. Þeir álíta að áður en að friður geti komist á muni átökin verða svo hamslaus og tryllt að fólkið muiji eftir Hitler, sem hin- um #,litla kalli“, sem öllu þessu kom af stað. Sumir hyggja að veldi Hitlers standi ekki mikið lengur í Þýska- landi, vegna þess að okið, sem lagt er á Evrópu sje orðið of þungt. Sjerhvert hungrað og bugað land, líti á Hitler sem höfund ó- hamingju þess og því muni allar tilraunir hans til uppbyggingar eyðast í hatri og andstöðu gegn honum. Frakki einn sagði að munurinu á Hitler og Napoleon lægi í tím- unum sem þeir lifðu á. Napoleon hefði riðið öldutopp- um byltingarinnar og honum hefði verið mögulegt að treysta þau ríki, er hann vann. Jafnvel fáum mán- uðum eftir sigurinn hefði sam- vinna tekist. En Hitler hafi byrjað of snemma og hann muni þess vegna hverfa, er bvltingin fær byr undir vængi. Og lífið í Lissabon gengur sinn vanagang meðan Húnar nútímans flæða yfir Evrópu og hin nálægari Austurlönd. í Lissabon þar sem að allir, nema Portúgalar sjálfir, bíða þess að komast burtu. Dýrmætasti gimsteinn í heimi, „Vargas forseti“, er geymdur í Amsterdam. Hurðin að hólfinu, þar sem steinninn er geymdur, er 11 tonn á þyngd, svo að það er engin hægðarleikur að opna hana og þar af leiðandi engin hætta á, að steininum verði stolið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.