Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 8
288 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 l Avörp til Háskóla Islands Þegar háskólabyggingin nýja var vígð, bárust háskólanum kveðj- ur og ávörp frá ýmsum háskólum og stofnunum. Sem sýnishorn eru hjer birt tvö af þessum ávörpum, annað frá háskólanum í Leeds, sem samið er á íslensku, en hitt frá Parísarháskóla, sem er á frönsku, en er hjer þýtt á íslensku. , HÁSKÓLINN í LEEDS sendir Háskóla íslands hinar vinsamlegustu kveðjur. Náið samband hefir ávalt átt sjer stað milli þeirra. Yorkshire og ísland eru tengd göml- um sögulegum böndum. í Jórvík var ort eitt af kunnustu fornkvæðum íslendinga. íslensk tunga og íslenskar bókmentir hafa lengi átt aðdáendur við Háskólann í Leeds, og sæmir vel að enski sendikennarinn, sem nú er við Háskóla íslands, Dr. John McKenzie, er einn úr hópi þeirra, sem þar hafa stundað norræn fræði. Honum er nú falið að flytja árnaðar- óskir Háskólans í Leeds í tilefni af hinni veglegu byggingu, sem Háskóli íslands hefir hlotið. Háskólinn í Leeds óskar Háskóla íslands allra heilla, og er þess fullviss, að hin bættu vinnuskilyrði munu stuðla að því að auka þann hróður, sem Háskóla íslands hefir þegar hlotnast. Et augebitur scientia. Háskólinn í París til Háskólans í Reykjavík. HÁSKÓLINN í PARÍS sendir Háskólanum í Reykjavík sínar einlægustu kveðjur og heitustu óskir um farsæla framtíð í tilefni af hátíðahöldum þeim, sem fram fara í dag. Honum er kunnugt um, hverja þýðingu hefir fyrir alla íslendinga þessi dagur, 17. júní, afmælisdagur Jóns Sigurðssonar, föðurlandsvinarins mikla, sem svo ötullega barðist fyrir sjálf- stæði ættjarðarinnar. Nú þegar Frakkland heyir stríð fyrir sjálfstæði sínu, minnist Háskóli Parísar, af hrærðum hug, hinnar djarflegu baráttu ættjarðarvinarins íslenska, sem fæddist 17 júní 1811. Háskólirin í París hefir fylgst af hinum mesta áhuga með starfi hins unga Háskóla ís- lands, sem settur var á stofn fyrir 29 árum. íslendingar hafai á öllum öldum haft frábæran skilning 4 andlegum verðmætum. ísland er land skálda og sagnaritara. Þegar á miðöldum varðveittu íslendingar, af sjerstakri kost- gæfni, þá minnisvarða bókmenta, sem bera hinni háu menningu þeirra svo fagran vott, Eddu- kvæði, skáldakvæði, sögur og sagnfræðirit, sem síðan urðu sameiginlegur fjársjóður Norður- landaþjóða, þar sem þær fundu mynd fortíðar sinnar og öðluðust skilning sögu sinnar. Seinna, þegar fræðimenn Norðurlanda tóku að rannsaka þessa minnisvarða, sem varð- veitst höfðu á íslandi, voru það íslendingar, sem liðsintu þeim við skýringar þeirra og túlkanir. Það voru íslenskir fræðimenn, sem af óþreytandi elju söfnuðu saman handritum, sem dreifð voru um alt landið. Síðan gátu bókasöfn Norðurlanda rjettilega stært sig af þessum frábæru handritasöfnum, því þau geyma endurminningar heils kynstofns. Þegar Háskóli ÍSlands 1911 byrjaði því starf sitt, gerði hann ekki annað en halda áfram á braut dýrðlegrar fortíðar. Hann hefir gert það af þrautseigju og með góðum árangri, ekki einungis við rannsóknir bókmenta og rjettar, þar sem íslendingar hafa á öllum tímum skarað fram úr, heldur einnig á sviði náttúruvísinda og læknisfræði. Nú uppsker háskólinn verðlaun fyrir tuttugu og níu ára starf, fyrir elju, sem ósjerhlífnir menn„ og þá fyrst og fremst núverandi rektor hans, hafa sýnt við að tryggja framfarir haj^s. Vegna þessa starfs ósjerhlífinna manna og hins brennandi áhuga allra landsmanna fyrir málefn- inu, getum vjer nú komið saman í þessari undurfögru byggingu. Hátíðahöldin í dag eru trygging þess, að starf Háskóla íslands heldur áfram, margþætt- ara, ennþá frjórra. Háskólanum í París er mikil ánægja að því að taka þátt í þessari hátíð and- ans; hann gleðst af öllu hjarta með yður og fylgir yður í vonum yðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.