Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGtJNBLAÐSINS 287 Skrifborð Benedikts í bókasafninu á Smáragötu 10 eins og hann skildi vi8 það síðast. lcvæmt reglugerð sjóðsins. En þau furðulegu tíðindi gerðust á síð- asta alþingi, að synjað var um f járveitingu til þess að launa einn bókavörð við safn háskólans. Nú á komandi vetri vona jeg, að háttvirtir þingmenn þiggi það boð að skoða háskólabókasafnið og at- huga, hvort það sje ósanngjarnt, að vörslu þess og viðhaldi sje ætlaði eins manns starf, auk þeirr- ar sjálfboðavinnu, sem jeg vona, að kennarar og stúdentar leggi fram. Beri svo til við þá heim- sókn, að einhver þingmaður úr meiri hlutanum í hókavarðarmál- inu yrði einn eftir í Benedikts- safninu, þætti mjer ekki ólíklegt, að hann sæi þar snöggvast bregða fyrir öldurmannlegum svip, sem hvesti á hann augun undan þung- um brúnum og spyrði með tillit- inu eitthvað á þessa leið: „Er þjer svo illa í íslenskar ættir skot- ið, karl minn, að þú viljir ekki einu sinni láta hirða sæmilega um kverin* sem jeg var að smala sam- an út um allar jarðir handa niðj- um þínum, sem jeg vonaði, að eitthvert manntak yrði í til menta? Jeg taldi ekki eftir mjer að fara á fætur í óttu til þess að þvo skruddurnar, sem fátækir for- feður þínir höfðu rýnt í við grút- arlampa á kvöldin og farið um kámugum vinnuhöndum til þess að láta ekki stritið gera sig and- lega arflausa. Og samt var jeg ekki annað en óbreyttur kaup- maður ,en þú ert einn af vöku- mönnum og leiðtogum þjóðarinn- ar. Þú þykist hygginn í nærsýni þinni. Jeg var ekki heldur neinn glópur í veraldlegum efnum, þótt jeg vissi, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Viltu ekki horfa enn nær þjer og gæta að, hvort þú kemur ekki auga á eitt- hvert illgresi, sem þjer væri þarf- ara að lú úr akri þjóðmálanna heldur en reyna að troða lífgrös íslenskrar menningar undir fót- um?“ Prestur kom á bæ að húsvitja Á bænum var fátt manna fyrir, er við söguna koma. Getið er að- eins konunnar á bænum og drengs hennar, er Ólafur hjet. Hann var fáfróður mjög og gekk illa að svara presti. Loks spyr prestur hann, hvort hann mundi heldur vilja fara til himnaríkis eða hel- vítis. Ólafur var enn sem fyr seinn til svars, en móðir hans greip mál fyrir hann og mælti: „Sittu kyr á skák þinni, Láfi litli, og farðu hvorugt". S k á k Einvígið Lövenfisch-Alatorsjev. Moskva 1940. Katalónska afbrigðið. Hvítt: Alatorsjev. Svart: Lövenfisch. 1. c4, Rf6; 2. Rc3, e6; 3. g3, d5; 4. Bg2, Be7; 5. d4, 0—0; (Fram að þessu hefir hvítt getað svarað leiknum cxd með Da4+) 6. Rf3, Rbd7; 7. Db3?, (Gefur svörtu mikilsverðan tíma til aö frelsa stöðuna. Best var 6. 0—0, og ef 7.....pxp; þá 8. e4, o. s. frv.) 7.....pxp; 8. Dxp, a6; 9. 0—0, b5; 10. Db3, Bb7; 11. Hdl, (Betra var að leika Bg5 og síðau a-liróknum til dl) 11........ c5; 12. dxc, Bxp; 13. Re5, Db6; (Óvenjuleg staða. Svörtu menn- irnir virðast hanga í lausu lofti, en alt er þó örugt. Við nákvæma rannsókn á stöðunni kemur í ljós að svart heldur nokkurnveginn eða alveg jöfnu tafli hverju sem hvítt leikur) 14. RxR?, (Tapar peði. Miklu betra var 14. HxR. T. d. 14. HxR, BxB; 15. Ra4!, pxR; 16. DxD, BxD; 17. KxB, Hfb8; 18. RxH, HxR; 19. Hbl, Bd4; 20. b3, með jöfnu tafli) 14. .... RxR; 15. BxB?, (Hvítt má ekki h'feldur drepa riddarann á d7, vegna BxB, og ef KxB, þá Dc6+) 15.....Bxf2+!; 16. Kfl, Rc5; 17. Db4, RxB; 18. Re4t Bgl; 19. Kg2, a5; 20. Rf6+, pxR; 21. Dg4+, Kh8; 22. HxB, Dc6+; 23. Kh3, Hg8; 24. Dh4, Hg6; 25. Hfl, Rd6; 26. Bf4, Re4; 27. Dh5, e5; 28. Be3, Hag8; 29. Hacl?, De6+; 30. Df5, Rxg3; 31. DxD, pxD; 32. pxR, Hxp+; 33. KR2, HxB; og hvítt gaf nokkrum leikjum seinna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.