Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 285 sinn tíma, og það var ekki kast- að til þess höndunum. VII. Benedikt náði því takmarki með söfnun sinni að eignast stærsta og fegursta bókasafn, sem nokkurn tíma hefur verið í ein- staks manns eigu á íslandi. Þessu bókasafni er hjer ekki unt að lýsa, en ofurlítinn ávæning um samsetningu þess má segja í fám orðum. Af bókum, sem prentaðar eru á íslandi fyrir 1700 er ekki mik- ið, stórum minna en í safni dr. Jóns Þorkelssonar yngra, sem selt var til Oslóar 1924. Benedikt kom of seint í víngarðinn til þess honum væri unt að safna hinum eldri guðsorðabókum í stórum stíl. Af bókum frá þessu tíma- bili átti hann samt biblíur Guð- brands og Þorláks, Súmmaríurn- ar allar og Skálholtsútgáfur forn- sagnanna, svo að .weinhvers sje getið. Af veraldlegum bókum frú 18. öld var hann allvel birgur, átti m. a. gott safn Hrappseyjar- bóka. En það var samt 19. og 20. öldin, sem hann gat lagt mesta rækt við. Þar hygg jeg, að safn hans sje í sumum greinum, t. d. um blöð og ýmiss konar smáprent, það besta, sem til er. Að minsta kosti átti hann ýmislegt, sem vantar í Landsbókasafnið. Auk þess verður sjerstaklega að geta safns hans af ferðabókum og ýmsum' erlendum ritum um ísland og íslenskar bókmentir, sem var bæði stórt og fallegt. Þá hafði hann lagt mikla rækt við að safna úrklippum úr erlendum blöðum og sjerpren^unum úr er- lendum tímaritum, sem þessi efni varða, og munu þær líklega vera eitthvað á öðrum tug þúsunda. Gæti jeg trúað því, að það safn út af fyrir sig ætti eftir að verða íslenskum fræðimönnum til ómet- anlegs hagræðis. Um bindatölu safnsins er ekki unt að segja, því að skrá um það er ekki fullgerð, enda torvelt að skera úr, hvað skuli telja bindi. En við lauslega athugun fyrir þremur árum reyndist það um 200 metrar í hillum. VIII. Benedikt var hamingjumaður á alla lund, að því er jeg best fekk sjeð. Hann naut lengst af góðrar heilsu og fágætra starfskrafta. Hann komst vel áfram í lífinu, var stjett sinni til sóma, allra manna traustastur og áreiðanleg astur í viðskiftum. Fyrri konu sína misti hann löngu áður en jeg þekti hann, en seinni konu hans, frú Hansínu Eiríksdóttur frá Karlsskála, sem hann kvænt- ist 1906 og lifir mann sinn, þekki jeg að því að vera afbragðskonu, og heimilislíf Benedikts mun jafnan hafa verið sjerstaklega gott. Börn hans af hvorutveggja hjónabandi hafa orðið honum til gleði og sóma. Einn sonur hans, Eiríkur Benedikz, hefur á síðari árum verið hægri hönd föður síns í bókasöfnun og bókagæslu, og þekki jeg varla fegurra dæmi um vináttu og fjelagsskap föður og sonar. Benedikt yngri, sonur Eiríks, sem alist hefur upp hjá afa sínum og ömmu, var eftir- læti nafna síns, fóstraður í bóka- safninu, og virðist honum muni kippa í kynið um bókhneigðina. Benedikt var vinavandur og vin- fastur og kunni vel að fagna góðum gestum. Og mjer fanst stundum hann líka hafa dálítið gaman af að eiga óvini. En fyrir utan alt þetta voru bæk- urnar Benedikt óþrjótandi upp- spretta yndis og ánægju. Hann gat vikum saman lifað í tilhugalífi við nýja dýrindisbók, sem bætst hafði í safnið, og hjelt þó síungri hjúskaparást við hina eldri kjör- gripi. Þegar hann tók einhverja af þessum bókum út úr skápnum, varð hann undarlega mjúkhentur, og glampinn í augunum kom upp um tilfinningar hans, þótt orðin væru fá. Það var ekkert smáblað í þessu stóra safni, sem snart ekki einhvern næman streng í eigand- anum. Það hefur efalaust verið tíma- bil í æfi Benedikts, sem honum var það sársaukamál að hafa ekki verið meir til menta settur, þótt hann hafi lítt gefið sjer tíma til þess að grufla út í það. En hann hafði af eigin ramleik bætt sjer það böl svo rækilega, að þetta gat ekki sótt á hann síðari árin. Hann var orðinn fjölmentaður maður og á sviði bókfræðinnar lærður maður. Og hann hefndi sín á örlögunum, sem meinað höfðu honum sjálfum háskólagöngu, á þann eina hátt, sem drengskapar- manni sómir að hefna slíks, þótt fáir sjeu nógu miklir af sjálfum sjer til þess að gera það: með því að gera öðrum ungum mönnum í framtíðinni þann veg greiðari, sem honum var torveldaður. Það var viðeigandi, ytra tákn þess sig- urs, er hinn gamli realstúdent frá Möðruvöllum og kaupmaður á Laugaveginum var kjörinn heið- ursdoktor af Háskóla Islands. Benedikt hefði ekki þegið þá nafnbót nema hann hefði fundið, að henni var ekki tildrað á hann. Og jeg hef ekki fyrir háskólans hönd verið eins stoltur af nein- um heiðursdoktor og þessum sjálfmentaða lærdómsmanni. IX. f apríl 1929 gerði jeg í sam- ráði við hina kennarana í heim- spekisdeild tillögur um húsnæði það, sem deildin þyrfti í háskóla- byggingu, ef reist yrði, m. a. um bókasafn. Þar var gert ráð fyrit að í íslenskum fræðum yrði safn Finns Jónssonar, sem hann hafði þegar ánafnað háskólanum með erfðaskrá árið 1909, stofn hand- bókasafns, sem síðan mætti ætla, að yxi upp í hjer um bil 20.000 bindi. Allskömmu eftir að þessar tillögur voru prentaðar í Árbók háskólans, átti jeg erindi á Lauga- veg 7. Mjer þótti Benedikt venju fremur óblíður í fasi. Og eftir stundarkorn hreytti hann því út úr sjer, að hann hefði stundum verið að hugsa um, að þessar skruddur sínar væru best komnar í eigu háskólans eftir sinn dag, en nú sæi hann á tillögum mín- um, að háskólinn kærði sig ekki um að eiga bækur. Jeg fann, að nú varð að duga eða drepast, og svaraði í sama tón, að miðað hefði verið við það, sem menn vissu nú. En eignaðist háskólinn slíkt safn, sem hjer væri um að ræða, værí enginn kennari sá fáráðlingur, að hann ætlaði það til daglegs slits og áníðslu, heldur mundi það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.