Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 6
286 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verða geymt í sjerstökum sal og hirt svo vendilega sem það ætti skilið. Benedikt svaraði fáu, en við skildum sæmilega. Og þegar hann í nóvember 1935 bað mig að skreppa til sín, afhenti mjer gjafabrjefið — þar sem hann gaf og afsalaði Háskóla íslands alt bókasafn sitt, „frá einblöðungi til hinnar þykkustu bókar“ — og fól mjer að koma því áleiðis til háskólaráðs, þá fann jeg, að hann hafði fyrirgefið mjer, að jeg skyldi ekki hafa þorað að hugsa hærra um bókaeign háskólans en jeg hafði gert 1929. X. í dálítilli veislu, sem rektor og kennarar háskólans hjeldu dr. Benedikt í desember 1935, flutti hann kjarnmikla og skemtilega ræðu. Þar sagði hann m. a. frá því, að fyrir 40 árum, þegar leit- að var samskota til þess að koma upp háskóla (það fje er nú hinn svo nefndi „Háskólasjóður 1893“), hefði verið komið til sín. Hann hefði þá verið nýbvrjaður á verslun og ekki haft peninga af- lögum. En hann hefði hugsað með sjer, að kæmist háskóli upp og eitthvað rættist úr um efnahag- inn, skyldi hann reyna að hlynna eitthvað að slíkri stofnun, þótt síðar vrði. Á stofndegi háskólans. 17. júní 1911, gaf hann honum 2000 krónur, stofnfje „Heiðurs- launasjóðs Ben. S. Þórarins- sonar“. En jeg er nú sannfærður um, að það hefur einmitt verið um það leyti, sem Benedikt rjeð af að gera bókasafn sitt svo úr garði, að það gæti með tímanum orðið nægtabúr hins nýja háskóla í þeirri grein, sem honum var rík- ust í huga: íslenskum fræðum. Það er á þeim árum, sem hann gerist bókasafnari í stórum stíl. Hann flíkaði ekki þessari fyrir- ætlun sinni, en hann starfaði því meir að því að koma henni í framkvæmd. Og það er óhætt að segja, að áhugi hans og rausn að auka og bæta safnið, láta binda það, sem óbundið var, og fylla í skörðin, hafi aldrei verið meiri en eftir að hann hafði gert gjafabrjef sitt, 10. jvilí 1935, og lýst yfir því, að „bókasafnið er eign Háskóla íslands frá dagsetn- ingu brjefs þessa, og getr hann tekið það í síuar vörzlur, nær hann vill“. Það er um gjafir, sem gefnar eru af slíkum huga, að við eiga orð Gunnars við Njál: „Góðar eru gjafar þínar, en meira þykki mér verð vinátta þín ok sona þinna“. XI. Háskólinn hefur ekki verið þess um kominn fyrr en nú í sumar að taka bókasafn dr. Benedikts í sínar vörslur, enda var það best, hjá honum sjálfum komið, með- an hans naut við að efla það og prýða. Það var samt ætlun hans að flytja safnið sjálfur í hina nýju háskólabyggingu, ef honum hefði enst líf og heilsa, en ekki mundi hann hafa slept af því hendinni fyrir því. Nú fór þetta á annan veg. Hann sá aldrei Benedikts-herbergið í háskólanum, eftir að fullgengið var frá því. Það stendur fullbúið, með járn- hurð og járnhlerum fyrir glugg- um og hinu ágæta brjóstlíkneskt Benedikts eftir Ríkarð Jónsson, sem horfir við dyrum, eins og það bíði eftir bókunum, sem von er á. Þetta herbergi heitir að vísu hvorki kapella nje hátíðasalur, en það á að verða vígður reitur fvrir því. Hvergi annars staðar í byggingunni er svo margt saman komið, sem trauðla yrði bætt með f je einu saman. Þótt margir ágæt- ir menn hafi hlúð að háskólanum með ráðum og dáðum, sker gjöf dr. Benedikts sig úr * að tvennu leyti: verðmæti hennar fer vax- andi með ári hverju, en vöxtur sjóðanna er ekki nema sífelt tap vegna verðhruns peninganna, — og hún er komin frá manni, sem engum böndum var bundinn þess- um háskóla nje neinum öðrum, nema þeim að hafa ekki fengið að njóta háskólamentunar, og frá manni, sem átti marga erfingja, sem af virðingu fyrir þessu æfi- starfi hans ljetu sjer vel líka, að hann ráðstafaði þessari stóreign eins og honum var sjálfum ljúf- ast. Þetta safn í hinu nýja húsi er þegar frá upphafi sögustaður. Það er mótað af elju og skör- ungsskap gefandans, ást hans á íslenskum mentum og trú hans á framtíð háskólans. Það verður brýning að stíga þangað fæti, lög- eggjan að vinna þar í þeim anda, sem gefandanum er samboðinn. xn. Engum getur til hugar komið. enda er ekki með húsrúminu ráð fyrir því gert, að safn dr. Bene- dikts verði framvegis aukið á svipaðan hátt og hann sjálfur mundi gert hafa, ef hann hefði lifað lengur. Samt má ekki gleyma þvi, að það leggur þiggjendunum nokkurar skyldur á herðar. I gjafabrjefinu er að vísu ekki far- ið fram á annað en það verði „sjerstaklega vel hirt“. En fleira kemur til greina. Það þarf sem fyrst að ljúka nákvæmri skrá- setningu þess og binda það, sem enn er óbundið. Það virðist ein- sætt, að blaðasafninu verði haldið áfram. Háskólinn verður nú þegar að fá rjett tiþ ókevpis eintaks af öllu, sem prentað er á íslandi, og því verður að skipta milli Bene- diktssafnsins og annara deilda eftir skynsamlegum reglum. Þá er mjer það fullkunnugt, að Bene- dikt hafði árangurslaust leitafi ýmissa fágætra bóka frá 19. öld, sem síðar getur orðið tækifæri til að ná í og eiga þá best heima safni hans. Það þarf bæði dálítið fje og allmikla og vandasama bókasafnsvinnu til þess að Bene- diktssafnínu verði áfram sýndur sá minsti sómi, sem til mála get- ur komið. Þegar allar bækur háskólans verða sarnan komnar, mun ekki fjarri fara, að þær nemi rúmlega helmingi af bókaeign Landsbóka- safnsins (þegar handritasafn þess er frá talið). Þetta bókasafn há- skólans er honum nauðsynlegt tæki til daglegrar vinnu stúdenta og kennara, fræðaiðkana og vís- indastarfa. En það verður líka að teljast æskilegt, að þjóðin eigi tvö bókasöfn, ef öðru hvoru skyldi vilja eitthvert slys til. Við Landsbókasafnið eru fimm bóka- verðir, og er þó alkunnugt, að það safn er ekki ofhaldið af því starfi, sem þar er unnið. Háskól- inn notar fje úr Sáttmálasjóði til bókakaupa, og má verja það sam-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.