Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 4
2íT4 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS hann vildi ekki láta vanta í safn- ið, horfði hann ekki í að láta ljós- mynda þær spjaldanna á milli, eins og Ulfars rímur, Hrappseyj- arútgáfuna frá 1775. Á síðari árum hvgg jeg hann hafi varla gengið frá bók, sem honum ljek hugur á að eignast, fvrir verðs sakir. Og fyrir utan kaup bókanna sjálfra varði hann stórfje til bókbands. Þær bækur, sem honum var mest í mun að búa skriiðklæðum, flutti hann með sjer utan og ljet binda þær af bestu kunnáttumönnum í Bret- landi eða Danmörku. Alt þetta var enn merkilegra fyrir þá, sem þektu Benedikt að því að vera engan óspilunarmann. Þó að hann vrði vel efnum búinn og rausn- armaður á heimili, varðveitti hann alt af þá gætni í fjármálum, sem lífsbarátta hans á yngri árum hafði kent honum, og var manna sparneytnastur til eigin þarfa. VI. En þeir menn fara mjög villir vegar, sem láta sjer til hugar koma, að safn Benedikts eigi fjárráðum hans mest af ágæti sínu að þakka. Þess er þá fyrst að geta, að hefði hann átt að kaupa alt, sem hann eignaðist, fyrir uppsprengt verð, mundi það hafa gengið of nærri efnum hans. En hann gætti þess, sem er skylda hvers bókamanns, að kaupa ekki af sjer, borga ekki í vitleysu, eins og viðvaningum hættir við, sjálf- um sjer og öðrum til skaða. Og hann hafði vakandi auga á því, ef happakaup voru í boði, bæði innan lands og ekki síður erlend- is. Hann hafði sambönd við fom- bóksala víða um lönd og var skjótur viðbragðs, er hann fekk bókaskrár, svo að margt fjell hon- um í skaut fyrir lítið verð. Það er óhætt að segja, að áhugi hans, þekking og elja urðu honum enn drýgri til fanga en fjármunirnir. Á bókmerki því, sem hann ljet gera sjer, er dreginn örn, sem situr á kletti við foss og skimar eftir veiði. Það veit hver maður, sem eitthvað hefur reynt að draga að sjer af íslenskum skraddum, þótt í smáum stíl sje, að oft er pinna erfiðast að fá vitneskju um, hvar þær eru til, því að forn- bóksala hefur hjer aldrei verið skipulögð í svipuðum stíl og með ýmsum öðrum þjóðum. Og það getur komið fyrir, að ekki sje nóg að eignast eitt eintak af bók, heldur þurfi að ná í fleiri ræfla og setja þá saman til þess hún geti orðið heil. Benedikt tók sjer ýmsar ferðir á hendur og skrifaði sæg af brjefum, bæði til þess að spyrja upp fágætar bækur og gæta þess, að hann næði því, sem jafnóðum var prentað. Honum var ekkert of smátt, og hann taldi ekki eftir sjer snúningana. Ef hann fekk illa prentað dagblað. fór hann á afgreiðsluna og hætti ekki fyrr en hann fann skásta eintak, sem kostur var á. Þetta gat gengið dag eftir dag. Hann fylgdist svo með því, sem gerðist prentsmiðjunum, að kæmi það fyrir, að fullprentuð örk úr bók væri ónýtt vegna einhvers slyss, sem til hafði viljað, fór það varla fram hjá honum. Hann varð líkn að eiga eintak af ónýttu örkinni! Safn hans af íslenskum póstkort- um' sjerprentuðum erfiljóðum, fregnmiðum og yfirleitt alls kon- ar smáprenti, hefur ekki kostað mikla peninga. En það hefur kost- að ótrúlega vinnu, tíma og natni. Það var háttur Benedikts, alt fram á síðustu ár, að rísa snemma úr rekkju, á sumrin kl. 3—4 á morgnana, á veturaa dálítið seinna; þeir Bogi Ólafsson og hann hafa líklega verið einu Reykvíkingarnir, sem töldu miðj- an morgun, kl. 6, vera hentugasta heimsóknartíma, þegar þeir þurftu að skrafa saman. Þó að Benedikt hefði ýmsu að sinna, varð honum dagurinn drjúgur með þessu móti, og það er ekki ofmælt, að hanu hafi oft og einatt verið 8—10 stundir dagsins í bókasafni sínu og sístarfandi, nema þegar gestj bar að garði, síðara hluta dags — og beindist þá samtalið oft að bókum og ekki alt af til ónýtis. En hvað var Benedikt að gera yfir skruddunum allan þennan tíma? Hann las geysimikið og las vel. Þá voru brjefaskriftirnar, sem áður er getið. En auk þessa var mörgu að sinna og margt handtakið að gera, sem seint yrði upp að telja: að skoða hverja bók, sem kom, blað fyrir blað og fullvissa sig um, að ekkert vant- aði, — að gera skrár um alt, sem afla þurfti, m. a. einstök tölu- blöð eldri og nýrri blaða, sem ærin þraut var að ná í. Ekki má gleyma því, að Benedikt þvoði hverja bók, sem hann eignaðist. ef honum þótti hún óhrein, og varð snillingur í þeirri list. Og hann gerði sjálfur við alt það, sem hann gat ekki trúað neinum bókbindara fyrir: límdi saman rifin blöð með fádæma vandvirkni, gat fylt í skörð, þar sem stafir höfðu rifnað úr, með því að klippa út stafi úr sams konar letri og setja saman. Þá var að taka til bækur í band, skoða nýbundn- ar bækur o. s. frv. Þetta tók alt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.