Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 283 það talið, að menn vilji safna fje, en það kemur þó raunar undir því, til hvers þeir vilja verja fjenu og hvernig þeir nota það, hvort um söfnun í strangasta skilningi er pð ræða. Þessi til- hneiging kemur oft skemtilega fram hjá börnum, sem fara að safna frímerkjum, kaffimiðum eða öðru þaðan af smávægilegra. Og það er meira af henni en margan grunar í sumum leiðtog- um og afreksmönnum, sem safna mannvirðingum, fylgismönnum, völdum og jafnvel þjóðlöndum. Það er til fólk, sem safnar gull- hömrum, tínir þá í sarpinn og gætir þess, að ekkert gleymist. Og jeg hefi meira að segja þekt mann, sem safnaði prestum: það varð hreinasta ástríða fvrir hann að hlusta á sem flesta presta og hafa tal af þeim. Hann vissi upp á sína tíu fingur, hversu mörgum prestum hann hafði kynst og með hverjum atvikum, raðaði þeim upp í huganum, eins og frímerki eru límd inn í bók, og hafði líka gott yfirlit um, hverja presta vantaði í safnið, og sat um hvert færi til þess að fylla í eyðumar. En viss einkenni koma í ljós í allri söfnun. Eitt er það, að hlut- ir, sem ót af fyrir sig virðast hafa lftið gildi og em hjegómi f aug- um þeirra, sem „óvígðir" eru, eignast furðulegt verðmæti, þegar þeir era orðnir partar af stærri heild. Það er lítið gaman að eiga eitt frímerki, hversu fágætt sem ■það er. En fylli það upp í síðasta, auða skarðið í deild í safni, verð- nr það djásn og dýrmæti. Annað er það, að hæfileikar safnarans aukast og margfaldast í öllum þeim efnum, sem snerta áhugamál hans. Hann verður ófreskur á þá hluti, sem hugurinn girnist. Því er eins og hvíslað að honum, hvar þeir eru niður komnir. „Leitið, og þjer munuð finna“. Og hann finnur ekki aðeins hlutina, heldur líka íirræði til þess að eignast þá. Flestir munu halda, að það sje lítill vandi fyrir efnaða menn að safna hverju, sem þeim komi til hugar, en hins vegar sjeu fátækl- ingunum þar allar hjargir hann- aðar. Og auðvitað er það mikill munur að hafa meiri eða minni skildingaráð fyrir hvern þann, sem eitthvað þarf að kaupa. Samt eru dæmi þess deginum ljósari, að fjelitlir menn komist undralangt í ýmiss konar söfnun, ef áhuginn er nógur. Og fjárráð ein endast ekki til þess að verða dugandi safnari, nema árvekni og alúð sjeu með í verki. Jeg átti einu sinni tal við ungan mann, sem tjáði mjer, að sig langaði mikið til þess að eignast bækur, en brysti efni til þess. Jeg spurði hann: „Hef- urðu nokkurn tíma þekt drykkju- mann, sem hefur orðið bindind- issamur vegna fátæktar?" Hann svaraði því neitandi; „Það er al- veg ótrúlegt, hvernig menn alt af komast í brennivín, ef ílöngunin er nóg“. „Það er alveg eins með bækur. Ef þig langar nógu mikið í þær, þá koma þær einhvern veg- inn!“ Mjer er nær að halda, að það sje ein öruggasta lækning ýmissa mannlegra meina að fá sjer eitt- hvert dund (hobby), sem ein- staklingurinn á fyrir sjálfan sig, getur þokast áfram með, en aldrei lokið, og söfnun af alls konar tagi er sjerstaklega til þess fallin. Læknar, uppeldisfræðingar og siðameiskarar ættu að beita þessu enn meir en þeir gera, banna færra, en reyna að hlúa að gróðri einhvers, sem útrýmir brest- um og bágindum með því að vaxa þeim yfir höfuð. Að vísu má segja, að söfnun geti orðið að sýki, svo að þetta sje áhættusöm meinabót. En þó að það sje ekki nema hómöopatisk lækning, þar sem líkt er drifið iit með líku, geta umskiptin samt verið til hins betra. t ---- -w* V. Það er ekki út í bláinn, að jeg hefi tengt þessar almennu hug- leiðingar um söfnnn við sögu dr. Benedikts Þórarinssonar. Því að hann var safnari af guðs náð, svo að á voru landi mun erfitt að finna merkara dæmi þess nje lær- dómsríkara. Þegar tilrætt hefir orðið um bókasafn Benedikts meðal manna, sem hafa verið honum ókunnugir, hef jeg ósjaldan heyrt það kveða við, að það hafi verið vandalítið* fyrir hann að safna bókum, efn- aðan manninn. Og satt er það, að fátækum manni hefði hvorki ver- ið hent nje kleift að leyfa sjer sumt af því, sem hann gerði. Bene- dikt var ekki smátækur, þegar bækur voru annars vegar. Hami sigldi fyrir nokkurum árum til þess að kaupa vörur í verslun sína, eftir harða og langa bar- áttu við gjáldeyrisnefnd, sem átti erfitt með að sýna þessum valinkunna, gamla kaupsýslu- manni og velgerðarmanni þjóðar- innar þá tilhliðrunarsemi, sem honum bar, þótt geta megi þess henni til maklegs lofs, að þar vora alt af menn, sem skildu, við hvern þeir áttu. Búðin var orðin tóm, og fjeð til vörukaupa af skorn- um skamti. En Benedikt kom úr þessu ferðalagi með fleira en nær- föt og ullarband. Hann hafði komist í færi að eignast hið mikla verk Paul Gaimards um Norður- lönd, sem Landsbókasafnið á ekki (verk Gaimards um ísland átti hann auðvitað fyrir), stóðst ekki freistinguna og keypti það — fvrir 1500 krónur danskar. Fyrir tveimur árum keypti hann frá Englandi ýmsar 'af hinum dýrðlegu útgáfum, sem William Morris hafði látið prenta í Kelmscott, þar á meðal útgáfuna af Canterbury Tales eftir Chauc- er, sem ein kostaði 150 sterlings- pund — og var hið mesta kjara- kaup fyrir það verð. Til þessara kaupa fjekk hann sjerstakt gjald- eyrisleyfi. Margt fleira af slíku tagi mætti telja. Hann átti t. d. prýðilegt eintak af Brevis Comm- entarius de Islandia eftir Arn- grím lærða, en fann í Lundúnum annað eintak, — tárhreint og veglega bundið með eigin handar áletrun Arngríms til Petrus Sev- erinus, Hann keypti það umsvifa- laust fyrir allmikið verð. En ekki setti hann eintakið, sem hann átti áður, á sölutorgið, því að það gaf hann mjer. Það er eina bókin, sem jeg á frá 16. öld (hún er prentuð í Kaupmannahöfn 1593), og þykir mjer samt enn meira um hana vert sem vináttumerki frá Benedikt. Enn má geta þess, að þegar honum reyndist með öllu •vonlaúst að eignast bækur, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.