Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 8
192 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Herdís Andrjesdóttir skáldkona áttræð. Þýskt firma hefir framleitt nýja tegund af kvikmyndavjelum eins ng sjest hjer á myndinn. Tekur vjel þessi ekki aðeins „lifandi myndir“ lieldur o" tal ogr hljóm um leið. Tæki þessi eru ætluð fyr- ir bvrjendur „amatöra". Kemal Atatyrk, einvaldur Tyrklands, hefir átt við vanheilsu að stríða undanfarið Hann er nú á batavegi. — Á myndinn sjest Ata- tyrk með herforingjum sínum. Þú tefldir sem hetja við tímans rúmið, trygð þín er mikil og góð, og erfði jeg strengi sem hrifu burt húmið, hjarta mitt syngi þjer ljóð. En þó að jeg erfi enga snilli, amma mín skal fá ljóð. Jeg heyri í vorsins hörpu á irilli hrynjanda’ af þínum óð. Jeg gleymi' ekki amma mín gleði minni, er gafstu mjer sögur og ljóð, og fegursta gullið sem á jeg inni á altari þínu stóð. Hvort var ekki sælt að sitja og dreyma seiðandi goða-mál. Þú opnaðir skínandi álfa-heima, þá eignaðist bergið sál. Um æfikvöld þitt er bjarmi blíður, birta af dagsins glóð. Aftangeisli um arinn líður, amma mín kveður ljóð. Þú vekur svo oft í huga hlátur með heiðríkri von og trú. Sál þín er ung og andinn kátur, ellina sigrar þú. Elsku amma, þú lifir lengi við logandi Bragamál, jeg geymi hjarta þíns hörpu strengi, sem hljóðfall í minni sál. Þú hlúðir að veiku vaxtar blómi, víða sjást sporin þín. Svo bið jeg Drottinn með barnsins rómi að blessa þig, amma mín. Ömmu-drengur. — Hvenær tókuð þjer fyrst eft- ir að konan yðar liafði fallið út úr bílnum? — Þegar alt varð svo hljótt og friðsamlegt í krirnrum mig. fr A: Jæja, :g líður • sonum yðar? B: Takk, annar er kvæntur og liinn hefir það ágætt. — Hefir þú heyrt um Jensen konsúl? — Hvað er með hann? —1 Hann á nú orðið fimm vöru- bíla og þrjá fólksbíla, en samt gengur hann í svefni. ★ — Veistu hvað Englendingur gerir þegar hann verður sköllótt- ur ? — Hann kaupir sjer hármeðal. En hvað gerir Skotinn ? — Hann selur greiðuna sína og liárburstann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.